Innlent

Þingmenn fræðast um eldvarnir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Slökkviliðsmenn ætla að fræða þingmenn um eldvarnir í dag.
Slökkviliðsmenn ætla að fræða þingmenn um eldvarnir í dag. mynd/ pjetur.
Slökkviliðsmenn ætla að fræða alþingismenn og starfsfólk Alþingis um eldvarnir í hádeginu í dag. Fræðslan fer fram við þinghúsið og er liður í Eldvarnaátaki Landssambands slökkviliðsmanna sem nú stendur yfir. Þingmenn fá fræðslu um mikilvægi reykskynjara og annars eldvarnabúnaðar og fá að spreyta sig á að slökkva elda undir leiðsögn slökkviliðsmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×