Tónleikum Rihönnu frestað - "Þetta var tilfinningalegur rússíbani" Boði Logason skrifar 31. október 2011 23:08 Hildur Guðný flaug út til Danmerkur fyrir helgi til þess að fara á tónleika með Rihönnu í kvöld. Þeim var frestað vegna veikinda stjörnunnar. Fjölmargir Íslendingar eru í sömu sporum. Samsett mynd/Vísir.is „Það var mikið af yngri stelpum þarna með mömmum sínum sem voru alveg hágrátandi," segir Hildur Guðný Káradóttir, háskólanemi, sem flaug af landi brott fyrir helgi til þess að fara á tónleika með söngkonunni Rihönnu í Malmö í Svíþjóð í kvöld. Þegar hún mætti á svæðið, ásamt vinkonum sínum, var þeim tjáð að tónleikunum hefði verið aflýst vegna veikinda hjá Rihönnu. „Við tókum lestina frá Kaupmannahöfn og vorum orðnar rosalega spenntar. Við komum upp rúllustigann og sáum tónleikahöllina upplýsta. Þegar við löbbuðum upp og ætluðum að fara í röðina til þess að láta rífa af miðunum stendur þar maður með gjallarhorn og segir að tónleikunum hafi verið aflýst," segir Hildur Guðný. „Þetta var tilfinningalegur rússíbani, það komu alveg nokkur tár og svona," segir hún. Hún segir að það hafi ekki verið gert með neinum fyrirvara og þúsundir aðdáenda söngkonunnar hafi staðið svekktir fyrir utan höllina. „Það var mikið af fólki sem var mjög pirrað og var kannski búið að ferðast langar vegalengdir í lestum og bílum," segir hún. Margir Íslendingar voru staddir fyrir utan tónleikahöllina segir Hildur Guðný og bendir á að hún hafi heyrt íslensku út um allt. Hún þekki til margra Íslendinga sem hafi keypt sér miða á tónleikana og flogið út til Svíþjóðar eða Danmerkur um helgina bara til þess að sjá söngkonuna með eigin augum. Hún segist fá miðann endurgreiddan en hún flýgur heim á morgun. „Peningarnir skipta ekki máli, okkur langaði bara að sjá tónleikana. Við erum alveg búnar að eiga góða helgi en tónleikarnir voru aðalástæðan að við komum hingað, þetta er því frekar leiðinlegt," segir hún. Síðar í kvöld var tilkynnt að Rihanna muni halda aðra tónleika í Malmö en ekki var sagt nánar hvenær það verður. Þá bað söngkonan aðdáendur sína afsökunar á Twitter-síðu sinni í kvöld en hún var lögð inn á sjúkrahús fyrr í dag með flensu. Hildur Guðný snýr því aftur heim til Íslands án þess að hafa séð Rihönnu, og verður því eflaust að láta myndbönd af tónleikum hennar á Youtube.com nægja að sinni. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
„Það var mikið af yngri stelpum þarna með mömmum sínum sem voru alveg hágrátandi," segir Hildur Guðný Káradóttir, háskólanemi, sem flaug af landi brott fyrir helgi til þess að fara á tónleika með söngkonunni Rihönnu í Malmö í Svíþjóð í kvöld. Þegar hún mætti á svæðið, ásamt vinkonum sínum, var þeim tjáð að tónleikunum hefði verið aflýst vegna veikinda hjá Rihönnu. „Við tókum lestina frá Kaupmannahöfn og vorum orðnar rosalega spenntar. Við komum upp rúllustigann og sáum tónleikahöllina upplýsta. Þegar við löbbuðum upp og ætluðum að fara í röðina til þess að láta rífa af miðunum stendur þar maður með gjallarhorn og segir að tónleikunum hafi verið aflýst," segir Hildur Guðný. „Þetta var tilfinningalegur rússíbani, það komu alveg nokkur tár og svona," segir hún. Hún segir að það hafi ekki verið gert með neinum fyrirvara og þúsundir aðdáenda söngkonunnar hafi staðið svekktir fyrir utan höllina. „Það var mikið af fólki sem var mjög pirrað og var kannski búið að ferðast langar vegalengdir í lestum og bílum," segir hún. Margir Íslendingar voru staddir fyrir utan tónleikahöllina segir Hildur Guðný og bendir á að hún hafi heyrt íslensku út um allt. Hún þekki til margra Íslendinga sem hafi keypt sér miða á tónleikana og flogið út til Svíþjóðar eða Danmerkur um helgina bara til þess að sjá söngkonuna með eigin augum. Hún segist fá miðann endurgreiddan en hún flýgur heim á morgun. „Peningarnir skipta ekki máli, okkur langaði bara að sjá tónleikana. Við erum alveg búnar að eiga góða helgi en tónleikarnir voru aðalástæðan að við komum hingað, þetta er því frekar leiðinlegt," segir hún. Síðar í kvöld var tilkynnt að Rihanna muni halda aðra tónleika í Malmö en ekki var sagt nánar hvenær það verður. Þá bað söngkonan aðdáendur sína afsökunar á Twitter-síðu sinni í kvöld en hún var lögð inn á sjúkrahús fyrr í dag með flensu. Hildur Guðný snýr því aftur heim til Íslands án þess að hafa séð Rihönnu, og verður því eflaust að láta myndbönd af tónleikum hennar á Youtube.com nægja að sinni.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira