Kísilverið upphaf umskipta á Suðurnesjum 17. febrúar 2011 18:54 Undirritun samninga um kísilver eru mikilvæg skilaboð um að menn hafi trú á framtíðinni á Íslandi, sagði fjármálaráðherra í Keflavík í dag. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar sagði þetta upphafið að algerum umskiptum fyrir Suðurnes.Það er Íslenska kísilfélagið ehf. sem reisir verksmiðjuna í Helguvík en aðaleigandi þess er bandaríska fyrirtækið Globe Speciality Metals, með 85 prósenta hlut. 15 prósenta hlutur er í eigu félags undir forystu Magnúsar Garðarssonar verkfræðings, en hann verður forstjóri Kísilfélagsins.Við undirskriftina í Duus-húsi í Keflavík í dag sagði iðnaðarráðherra að þetta væri ísbrjótur í atvinnumálum Suðurnesja og taldi að verkefnið ætti eftir að reynast íslenskri þjóð og Suðurnesjum gríðarlega farsælt.Fjármálaráðherra sagði þetta góðan dag fyrir efnahagslífið; þetta væru mikilvæg skilaboð um það að hér hefðu menn trú á framtíðinni. Þrátt fyrir hrunið, og að enn væri ýmislegt til staðar sem gæti fælt menn frá, þá hefði Ísland það fram að færa sem dygði til að draga að fjárfestingu af þessu tagi.Bæjarstjóri Reykjanesbæjar sagði þetta fyrstu mikilvægu vísbendinguna um að þau stóru atvinnuverkefni sem Suðurnesjamenn hefðu barist fyrir, væru að komast í höfn, og þau væru skammt undan."Þegar álversverkefnið gengur síðan í garð þá þýðir þetta alger umskipti fyrir íbúa á Suðurnesjum og fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum. Ég hlakka til að vera hér með fjármálaráðherra og iðnaðarráðherra við þá athöfn," sagði Árni Sigfússon og beindi orðum sínum sérstaklega til ráðherranna um leið og hann kvaðst vonast til að það gæti orðið fljótlega."Við erum að stíga út úr því ömurlega ástandi að hafa mesta atvinnuleysið, og búa á láglaunasvæði, yfir í það að hafa vel launuð og örugg störf fyrir sem flesta," sagði bæjarstjórinn.Aðalfrumkvöðullinn að verkefninu, Magnús Garðarsson, segir að hér verði græn íslensk orka notuð til að framleiða ennþá meiri græna orku úti í heimi, en kísillinn fer að mestu í sólarsellur. "Besti staðurinn til að hafa svona framleiðslu, held ég, er á Íslandi," sagði Magnús.Áformað er að framkvæmdir í Helguvík hefjist fyrir mitt sumar og að framleiðsla kísils hefjist eftir tvö ár. Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira
Undirritun samninga um kísilver eru mikilvæg skilaboð um að menn hafi trú á framtíðinni á Íslandi, sagði fjármálaráðherra í Keflavík í dag. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar sagði þetta upphafið að algerum umskiptum fyrir Suðurnes.Það er Íslenska kísilfélagið ehf. sem reisir verksmiðjuna í Helguvík en aðaleigandi þess er bandaríska fyrirtækið Globe Speciality Metals, með 85 prósenta hlut. 15 prósenta hlutur er í eigu félags undir forystu Magnúsar Garðarssonar verkfræðings, en hann verður forstjóri Kísilfélagsins.Við undirskriftina í Duus-húsi í Keflavík í dag sagði iðnaðarráðherra að þetta væri ísbrjótur í atvinnumálum Suðurnesja og taldi að verkefnið ætti eftir að reynast íslenskri þjóð og Suðurnesjum gríðarlega farsælt.Fjármálaráðherra sagði þetta góðan dag fyrir efnahagslífið; þetta væru mikilvæg skilaboð um það að hér hefðu menn trú á framtíðinni. Þrátt fyrir hrunið, og að enn væri ýmislegt til staðar sem gæti fælt menn frá, þá hefði Ísland það fram að færa sem dygði til að draga að fjárfestingu af þessu tagi.Bæjarstjóri Reykjanesbæjar sagði þetta fyrstu mikilvægu vísbendinguna um að þau stóru atvinnuverkefni sem Suðurnesjamenn hefðu barist fyrir, væru að komast í höfn, og þau væru skammt undan."Þegar álversverkefnið gengur síðan í garð þá þýðir þetta alger umskipti fyrir íbúa á Suðurnesjum og fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum. Ég hlakka til að vera hér með fjármálaráðherra og iðnaðarráðherra við þá athöfn," sagði Árni Sigfússon og beindi orðum sínum sérstaklega til ráðherranna um leið og hann kvaðst vonast til að það gæti orðið fljótlega."Við erum að stíga út úr því ömurlega ástandi að hafa mesta atvinnuleysið, og búa á láglaunasvæði, yfir í það að hafa vel launuð og örugg störf fyrir sem flesta," sagði bæjarstjórinn.Aðalfrumkvöðullinn að verkefninu, Magnús Garðarsson, segir að hér verði græn íslensk orka notuð til að framleiða ennþá meiri græna orku úti í heimi, en kísillinn fer að mestu í sólarsellur. "Besti staðurinn til að hafa svona framleiðslu, held ég, er á Íslandi," sagði Magnús.Áformað er að framkvæmdir í Helguvík hefjist fyrir mitt sumar og að framleiðsla kísils hefjist eftir tvö ár.
Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira