Kísilverið upphaf umskipta á Suðurnesjum 17. febrúar 2011 18:54 Undirritun samninga um kísilver eru mikilvæg skilaboð um að menn hafi trú á framtíðinni á Íslandi, sagði fjármálaráðherra í Keflavík í dag. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar sagði þetta upphafið að algerum umskiptum fyrir Suðurnes.Það er Íslenska kísilfélagið ehf. sem reisir verksmiðjuna í Helguvík en aðaleigandi þess er bandaríska fyrirtækið Globe Speciality Metals, með 85 prósenta hlut. 15 prósenta hlutur er í eigu félags undir forystu Magnúsar Garðarssonar verkfræðings, en hann verður forstjóri Kísilfélagsins.Við undirskriftina í Duus-húsi í Keflavík í dag sagði iðnaðarráðherra að þetta væri ísbrjótur í atvinnumálum Suðurnesja og taldi að verkefnið ætti eftir að reynast íslenskri þjóð og Suðurnesjum gríðarlega farsælt.Fjármálaráðherra sagði þetta góðan dag fyrir efnahagslífið; þetta væru mikilvæg skilaboð um það að hér hefðu menn trú á framtíðinni. Þrátt fyrir hrunið, og að enn væri ýmislegt til staðar sem gæti fælt menn frá, þá hefði Ísland það fram að færa sem dygði til að draga að fjárfestingu af þessu tagi.Bæjarstjóri Reykjanesbæjar sagði þetta fyrstu mikilvægu vísbendinguna um að þau stóru atvinnuverkefni sem Suðurnesjamenn hefðu barist fyrir, væru að komast í höfn, og þau væru skammt undan."Þegar álversverkefnið gengur síðan í garð þá þýðir þetta alger umskipti fyrir íbúa á Suðurnesjum og fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum. Ég hlakka til að vera hér með fjármálaráðherra og iðnaðarráðherra við þá athöfn," sagði Árni Sigfússon og beindi orðum sínum sérstaklega til ráðherranna um leið og hann kvaðst vonast til að það gæti orðið fljótlega."Við erum að stíga út úr því ömurlega ástandi að hafa mesta atvinnuleysið, og búa á láglaunasvæði, yfir í það að hafa vel launuð og örugg störf fyrir sem flesta," sagði bæjarstjórinn.Aðalfrumkvöðullinn að verkefninu, Magnús Garðarsson, segir að hér verði græn íslensk orka notuð til að framleiða ennþá meiri græna orku úti í heimi, en kísillinn fer að mestu í sólarsellur. "Besti staðurinn til að hafa svona framleiðslu, held ég, er á Íslandi," sagði Magnús.Áformað er að framkvæmdir í Helguvík hefjist fyrir mitt sumar og að framleiðsla kísils hefjist eftir tvö ár. Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Undirritun samninga um kísilver eru mikilvæg skilaboð um að menn hafi trú á framtíðinni á Íslandi, sagði fjármálaráðherra í Keflavík í dag. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar sagði þetta upphafið að algerum umskiptum fyrir Suðurnes.Það er Íslenska kísilfélagið ehf. sem reisir verksmiðjuna í Helguvík en aðaleigandi þess er bandaríska fyrirtækið Globe Speciality Metals, með 85 prósenta hlut. 15 prósenta hlutur er í eigu félags undir forystu Magnúsar Garðarssonar verkfræðings, en hann verður forstjóri Kísilfélagsins.Við undirskriftina í Duus-húsi í Keflavík í dag sagði iðnaðarráðherra að þetta væri ísbrjótur í atvinnumálum Suðurnesja og taldi að verkefnið ætti eftir að reynast íslenskri þjóð og Suðurnesjum gríðarlega farsælt.Fjármálaráðherra sagði þetta góðan dag fyrir efnahagslífið; þetta væru mikilvæg skilaboð um það að hér hefðu menn trú á framtíðinni. Þrátt fyrir hrunið, og að enn væri ýmislegt til staðar sem gæti fælt menn frá, þá hefði Ísland það fram að færa sem dygði til að draga að fjárfestingu af þessu tagi.Bæjarstjóri Reykjanesbæjar sagði þetta fyrstu mikilvægu vísbendinguna um að þau stóru atvinnuverkefni sem Suðurnesjamenn hefðu barist fyrir, væru að komast í höfn, og þau væru skammt undan."Þegar álversverkefnið gengur síðan í garð þá þýðir þetta alger umskipti fyrir íbúa á Suðurnesjum og fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum. Ég hlakka til að vera hér með fjármálaráðherra og iðnaðarráðherra við þá athöfn," sagði Árni Sigfússon og beindi orðum sínum sérstaklega til ráðherranna um leið og hann kvaðst vonast til að það gæti orðið fljótlega."Við erum að stíga út úr því ömurlega ástandi að hafa mesta atvinnuleysið, og búa á láglaunasvæði, yfir í það að hafa vel launuð og örugg störf fyrir sem flesta," sagði bæjarstjórinn.Aðalfrumkvöðullinn að verkefninu, Magnús Garðarsson, segir að hér verði græn íslensk orka notuð til að framleiða ennþá meiri græna orku úti í heimi, en kísillinn fer að mestu í sólarsellur. "Besti staðurinn til að hafa svona framleiðslu, held ég, er á Íslandi," sagði Magnús.Áformað er að framkvæmdir í Helguvík hefjist fyrir mitt sumar og að framleiðsla kísils hefjist eftir tvö ár.
Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira