Haffi Haff: Sjómennskan heillar enn 4. júní 2011 11:00 Haffi Haff hélt ungur til sjós og telur þá dýrmætu reynslu hafa veitt sér forskot í lífinu.Fréttablaðið/Anton Hafsteinn Þór Guðjónsson, betur þekktur sem Haffi Haff, hefur sýnt að honum er fleira til lista lagt en tónsmíðar og tískuráðleggingar, eins og sannaðist rækilega með sigrinum í þrautaþættinum Wipeout. Þótt ungur sé að árum, einungis 26 ára, hefur Haffi marga fjöruna sopið og hélt snemma til sjós ásamt föður sínum við strendur Alaska. „Pabbi er skipstjóri og á tvö krabbaveiðiskip í Seattle og ég var ekki hár í loftinu þegar ég fékk að fara í fyrsta túrinn, bara átta ára. Pabbi gætti auðvitað vel að öryggi mínu og veran um borð var fyrst og fremst hugsuð sem tími sem við feðgarnir gætum átt saman. Þetta var alls engin þrælkunarvinna heldur leikur, allavega svona fyrst í stað," segir Haffi léttur í bragði þegar blaðamaður grennslast fyrir um þennan kafla í lífi hans.Getuna til að takast á við ólík og krefjandi verkefni þakkar glyspopparinn reynslunni af sjómennskunni á sumrin, enda hafi ekki síður þurft kjark og þor til að takast á við sjálfa áhöfnina en óblíðnáttúruöflin. „Þetta var þroskandi tími, þarna fullorðnaðist ég mjög hratt. Ég fékk meiri ábyrgð og vinnu eftir því sem árin liðu og ávann mér þannig virðingu hinna, sem er ekkert lítið mál enda sjómenn mikil hörkutól," segir Haffi, sem lenti í ýmsum ævintýrum á hafi úti. „Eitt eftirminnilegasta atvikið og reyndar skelfilegasta líka var þegar við rákumst á annað skip. Algjört neyðarástand ríkti um tíma þar sem við bjuggumst allt eins við að skipið sykki þá og þegar. Sem betur fer slapp kjölurinn en tjónið var heilmikið." Þótt sjómannslífið hafi átt vel við Haffa stefndi hugurinn snemma annað. „Eiginlega gerðist það á þessum tíma á túrunum að mig fór að dreyma um að verða hönnuður. Langaði ekkert að verða frægur en var ákveðinn í að ná langt hvert svo sem leiðin lægi, en sjómennskan styrkti mig og kenndi mér sjálfstjórn og aga sem ég hef haft síðan. Hún veitti mér líka frelsi, ég fékk tíma til að átta mig á því hver ég er og hvað ég vildi, ég blómstraði alveg í þessu umhverfi. Þannig að ég tel þessa reynslu hafa verið jákvæða í alla staði og veitt mér ákveðið forskot í lífinu."Að endingu fór þó svo að tónlistin varð ofan á og um þessar mundir er Haffi að leggja lokahönd á nýtt efni. „Ég er á kafi að útsetja en er ekki alveg klár á því hvernig það kemur út, hvort það verður á diski eða með öðru sniði. Svo ætla ég að gefa mér góðan tíma í þetta, enda fullkomnunarsinni," segir hann. Þig langar ekkert aftur á sjóinn? „Ég gæti vel hugsað mér það. Ég var að spá í að fara á sjó hér en komst að þeirri niðurstöðu að ég vildi frekar skella mér með pabba við tækifæri og verja með honum góðum tíma." Sjóaraeðlið segir þó alltaf til sín og á morgun ætlar Haffi að leggja leið sína niður á Reykjavíkurhöfn þar sem Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur. „Yfirleitt eru helgarnar mínar pakkaðar en þessi er tiltölulega róleg svo ég ætla að gera mér glaðan dag og rölta niður á bryggju. Njóta lífsins og samfagna með hinum sjóurunum," segir hann og glottir. roald@frettabladid.is Mest lesið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Sjá meira
Hafsteinn Þór Guðjónsson, betur þekktur sem Haffi Haff, hefur sýnt að honum er fleira til lista lagt en tónsmíðar og tískuráðleggingar, eins og sannaðist rækilega með sigrinum í þrautaþættinum Wipeout. Þótt ungur sé að árum, einungis 26 ára, hefur Haffi marga fjöruna sopið og hélt snemma til sjós ásamt föður sínum við strendur Alaska. „Pabbi er skipstjóri og á tvö krabbaveiðiskip í Seattle og ég var ekki hár í loftinu þegar ég fékk að fara í fyrsta túrinn, bara átta ára. Pabbi gætti auðvitað vel að öryggi mínu og veran um borð var fyrst og fremst hugsuð sem tími sem við feðgarnir gætum átt saman. Þetta var alls engin þrælkunarvinna heldur leikur, allavega svona fyrst í stað," segir Haffi léttur í bragði þegar blaðamaður grennslast fyrir um þennan kafla í lífi hans.Getuna til að takast á við ólík og krefjandi verkefni þakkar glyspopparinn reynslunni af sjómennskunni á sumrin, enda hafi ekki síður þurft kjark og þor til að takast á við sjálfa áhöfnina en óblíðnáttúruöflin. „Þetta var þroskandi tími, þarna fullorðnaðist ég mjög hratt. Ég fékk meiri ábyrgð og vinnu eftir því sem árin liðu og ávann mér þannig virðingu hinna, sem er ekkert lítið mál enda sjómenn mikil hörkutól," segir Haffi, sem lenti í ýmsum ævintýrum á hafi úti. „Eitt eftirminnilegasta atvikið og reyndar skelfilegasta líka var þegar við rákumst á annað skip. Algjört neyðarástand ríkti um tíma þar sem við bjuggumst allt eins við að skipið sykki þá og þegar. Sem betur fer slapp kjölurinn en tjónið var heilmikið." Þótt sjómannslífið hafi átt vel við Haffa stefndi hugurinn snemma annað. „Eiginlega gerðist það á þessum tíma á túrunum að mig fór að dreyma um að verða hönnuður. Langaði ekkert að verða frægur en var ákveðinn í að ná langt hvert svo sem leiðin lægi, en sjómennskan styrkti mig og kenndi mér sjálfstjórn og aga sem ég hef haft síðan. Hún veitti mér líka frelsi, ég fékk tíma til að átta mig á því hver ég er og hvað ég vildi, ég blómstraði alveg í þessu umhverfi. Þannig að ég tel þessa reynslu hafa verið jákvæða í alla staði og veitt mér ákveðið forskot í lífinu."Að endingu fór þó svo að tónlistin varð ofan á og um þessar mundir er Haffi að leggja lokahönd á nýtt efni. „Ég er á kafi að útsetja en er ekki alveg klár á því hvernig það kemur út, hvort það verður á diski eða með öðru sniði. Svo ætla ég að gefa mér góðan tíma í þetta, enda fullkomnunarsinni," segir hann. Þig langar ekkert aftur á sjóinn? „Ég gæti vel hugsað mér það. Ég var að spá í að fara á sjó hér en komst að þeirri niðurstöðu að ég vildi frekar skella mér með pabba við tækifæri og verja með honum góðum tíma." Sjóaraeðlið segir þó alltaf til sín og á morgun ætlar Haffi að leggja leið sína niður á Reykjavíkurhöfn þar sem Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur. „Yfirleitt eru helgarnar mínar pakkaðar en þessi er tiltölulega róleg svo ég ætla að gera mér glaðan dag og rölta niður á bryggju. Njóta lífsins og samfagna með hinum sjóurunum," segir hann og glottir. roald@frettabladid.is
Mest lesið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Sjá meira