Haffi Haff: Sjómennskan heillar enn 4. júní 2011 11:00 Haffi Haff hélt ungur til sjós og telur þá dýrmætu reynslu hafa veitt sér forskot í lífinu.Fréttablaðið/Anton Hafsteinn Þór Guðjónsson, betur þekktur sem Haffi Haff, hefur sýnt að honum er fleira til lista lagt en tónsmíðar og tískuráðleggingar, eins og sannaðist rækilega með sigrinum í þrautaþættinum Wipeout. Þótt ungur sé að árum, einungis 26 ára, hefur Haffi marga fjöruna sopið og hélt snemma til sjós ásamt föður sínum við strendur Alaska. „Pabbi er skipstjóri og á tvö krabbaveiðiskip í Seattle og ég var ekki hár í loftinu þegar ég fékk að fara í fyrsta túrinn, bara átta ára. Pabbi gætti auðvitað vel að öryggi mínu og veran um borð var fyrst og fremst hugsuð sem tími sem við feðgarnir gætum átt saman. Þetta var alls engin þrælkunarvinna heldur leikur, allavega svona fyrst í stað," segir Haffi léttur í bragði þegar blaðamaður grennslast fyrir um þennan kafla í lífi hans.Getuna til að takast á við ólík og krefjandi verkefni þakkar glyspopparinn reynslunni af sjómennskunni á sumrin, enda hafi ekki síður þurft kjark og þor til að takast á við sjálfa áhöfnina en óblíðnáttúruöflin. „Þetta var þroskandi tími, þarna fullorðnaðist ég mjög hratt. Ég fékk meiri ábyrgð og vinnu eftir því sem árin liðu og ávann mér þannig virðingu hinna, sem er ekkert lítið mál enda sjómenn mikil hörkutól," segir Haffi, sem lenti í ýmsum ævintýrum á hafi úti. „Eitt eftirminnilegasta atvikið og reyndar skelfilegasta líka var þegar við rákumst á annað skip. Algjört neyðarástand ríkti um tíma þar sem við bjuggumst allt eins við að skipið sykki þá og þegar. Sem betur fer slapp kjölurinn en tjónið var heilmikið." Þótt sjómannslífið hafi átt vel við Haffa stefndi hugurinn snemma annað. „Eiginlega gerðist það á þessum tíma á túrunum að mig fór að dreyma um að verða hönnuður. Langaði ekkert að verða frægur en var ákveðinn í að ná langt hvert svo sem leiðin lægi, en sjómennskan styrkti mig og kenndi mér sjálfstjórn og aga sem ég hef haft síðan. Hún veitti mér líka frelsi, ég fékk tíma til að átta mig á því hver ég er og hvað ég vildi, ég blómstraði alveg í þessu umhverfi. Þannig að ég tel þessa reynslu hafa verið jákvæða í alla staði og veitt mér ákveðið forskot í lífinu."Að endingu fór þó svo að tónlistin varð ofan á og um þessar mundir er Haffi að leggja lokahönd á nýtt efni. „Ég er á kafi að útsetja en er ekki alveg klár á því hvernig það kemur út, hvort það verður á diski eða með öðru sniði. Svo ætla ég að gefa mér góðan tíma í þetta, enda fullkomnunarsinni," segir hann. Þig langar ekkert aftur á sjóinn? „Ég gæti vel hugsað mér það. Ég var að spá í að fara á sjó hér en komst að þeirri niðurstöðu að ég vildi frekar skella mér með pabba við tækifæri og verja með honum góðum tíma." Sjóaraeðlið segir þó alltaf til sín og á morgun ætlar Haffi að leggja leið sína niður á Reykjavíkurhöfn þar sem Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur. „Yfirleitt eru helgarnar mínar pakkaðar en þessi er tiltölulega róleg svo ég ætla að gera mér glaðan dag og rölta niður á bryggju. Njóta lífsins og samfagna með hinum sjóurunum," segir hann og glottir. roald@frettabladid.is Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Fleiri fréttir Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Sjá meira
Hafsteinn Þór Guðjónsson, betur þekktur sem Haffi Haff, hefur sýnt að honum er fleira til lista lagt en tónsmíðar og tískuráðleggingar, eins og sannaðist rækilega með sigrinum í þrautaþættinum Wipeout. Þótt ungur sé að árum, einungis 26 ára, hefur Haffi marga fjöruna sopið og hélt snemma til sjós ásamt föður sínum við strendur Alaska. „Pabbi er skipstjóri og á tvö krabbaveiðiskip í Seattle og ég var ekki hár í loftinu þegar ég fékk að fara í fyrsta túrinn, bara átta ára. Pabbi gætti auðvitað vel að öryggi mínu og veran um borð var fyrst og fremst hugsuð sem tími sem við feðgarnir gætum átt saman. Þetta var alls engin þrælkunarvinna heldur leikur, allavega svona fyrst í stað," segir Haffi léttur í bragði þegar blaðamaður grennslast fyrir um þennan kafla í lífi hans.Getuna til að takast á við ólík og krefjandi verkefni þakkar glyspopparinn reynslunni af sjómennskunni á sumrin, enda hafi ekki síður þurft kjark og þor til að takast á við sjálfa áhöfnina en óblíðnáttúruöflin. „Þetta var þroskandi tími, þarna fullorðnaðist ég mjög hratt. Ég fékk meiri ábyrgð og vinnu eftir því sem árin liðu og ávann mér þannig virðingu hinna, sem er ekkert lítið mál enda sjómenn mikil hörkutól," segir Haffi, sem lenti í ýmsum ævintýrum á hafi úti. „Eitt eftirminnilegasta atvikið og reyndar skelfilegasta líka var þegar við rákumst á annað skip. Algjört neyðarástand ríkti um tíma þar sem við bjuggumst allt eins við að skipið sykki þá og þegar. Sem betur fer slapp kjölurinn en tjónið var heilmikið." Þótt sjómannslífið hafi átt vel við Haffa stefndi hugurinn snemma annað. „Eiginlega gerðist það á þessum tíma á túrunum að mig fór að dreyma um að verða hönnuður. Langaði ekkert að verða frægur en var ákveðinn í að ná langt hvert svo sem leiðin lægi, en sjómennskan styrkti mig og kenndi mér sjálfstjórn og aga sem ég hef haft síðan. Hún veitti mér líka frelsi, ég fékk tíma til að átta mig á því hver ég er og hvað ég vildi, ég blómstraði alveg í þessu umhverfi. Þannig að ég tel þessa reynslu hafa verið jákvæða í alla staði og veitt mér ákveðið forskot í lífinu."Að endingu fór þó svo að tónlistin varð ofan á og um þessar mundir er Haffi að leggja lokahönd á nýtt efni. „Ég er á kafi að útsetja en er ekki alveg klár á því hvernig það kemur út, hvort það verður á diski eða með öðru sniði. Svo ætla ég að gefa mér góðan tíma í þetta, enda fullkomnunarsinni," segir hann. Þig langar ekkert aftur á sjóinn? „Ég gæti vel hugsað mér það. Ég var að spá í að fara á sjó hér en komst að þeirri niðurstöðu að ég vildi frekar skella mér með pabba við tækifæri og verja með honum góðum tíma." Sjóaraeðlið segir þó alltaf til sín og á morgun ætlar Haffi að leggja leið sína niður á Reykjavíkurhöfn þar sem Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur. „Yfirleitt eru helgarnar mínar pakkaðar en þessi er tiltölulega róleg svo ég ætla að gera mér glaðan dag og rölta niður á bryggju. Njóta lífsins og samfagna með hinum sjóurunum," segir hann og glottir. roald@frettabladid.is
Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Fleiri fréttir Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Sjá meira