Tölvuþrjótar stjórna 10% íslenskra tölva 17. desember 2011 08:30 Tölvuþrjótar geta stolið ýmiss konar viðkvæmum upplýsingum úr sýktum tölvum og selt öðrum, til dæmis upplýsingar um kreditkort og bankareikninga.Nordicphotos/AFP Tíunda hver tölva á Íslandi er sýkt af óværu sem gerir tölvuþrjótum kleift að nota hana til að gera netárásir, senda ruslpóst eða stela upplýsingum úr tölvunni sjálfri. Ísland er í sjötta sæti yfir þau lönd þar sem hlutfall af smituðum tölvum er hæst. Hlutfallslega flestar tölvur eru smitaðar í Grikklandi og Ísrael, þar sem fimmta hver tölva er sýkt. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem unnin var við tækniháskólann í Delft í Hollandi. Miðað við fjölda heimila sem eru með netið má búast við að um 115 þúsund fjölskyldur á Íslandi eigi eina eða fleiri tölvur. Á mörgum heimilum eru fleiri en ein tölva, og því hægt að áætla að tugir þúsunda íslenskra tölva séu sýktar. Tölvuþrjótar geta notað sýktar tölvur til ýmissa verka. Með því að tengja saman mikinn fjölda í einu er hægt að nota þær til að gera netárásir á vefsíður fyrirtækja og stofnana, og setja þær á hliðina í lengri eða skemmri tíma, segir Jón Kristinn Ragnarsson, sérfræðingur í upplýsingatækni hjá Deloitte. Í raun getur hver sem er leigt þjónustu slíkra tölvuþrjóta, og fengið þar með aðgang að þúsundum tölva til einhverra verka í stuttan tíma fyrir lítið fé. Einnig er hægt að nota tölvurnar til að senda ruslpóst í miklu magni án þess að eigandi tölvunnar verði þess var. Með því að smita tölvuna geta tölvuþrjótar einnig nálgast allar upplýsingar sem þar er að finna og fara þar í gegn. Þar á meðal allt sem slegið er inn á lyklaborðið, segir Jón Kristinn. Hann bendir á að mat hollensku sérfræðinganna sé trúlega fremur varfærið og það séu sannarlega alvarlegar fréttir að svo hátt hlutfall íslenskra tölva sé sýkt. Hingað til hafi mátt búast við að takmörk á netumferð til landsins í gegnum sæstrengi gæti verndað landið að einhverju leyti fyrir álagsárásum á vefsíður. Séu svo margar tölvur sýktar hér á landi sé lítið hald í þeim vörnum. brjann@frettabladid.is Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Sjá meira
Tíunda hver tölva á Íslandi er sýkt af óværu sem gerir tölvuþrjótum kleift að nota hana til að gera netárásir, senda ruslpóst eða stela upplýsingum úr tölvunni sjálfri. Ísland er í sjötta sæti yfir þau lönd þar sem hlutfall af smituðum tölvum er hæst. Hlutfallslega flestar tölvur eru smitaðar í Grikklandi og Ísrael, þar sem fimmta hver tölva er sýkt. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem unnin var við tækniháskólann í Delft í Hollandi. Miðað við fjölda heimila sem eru með netið má búast við að um 115 þúsund fjölskyldur á Íslandi eigi eina eða fleiri tölvur. Á mörgum heimilum eru fleiri en ein tölva, og því hægt að áætla að tugir þúsunda íslenskra tölva séu sýktar. Tölvuþrjótar geta notað sýktar tölvur til ýmissa verka. Með því að tengja saman mikinn fjölda í einu er hægt að nota þær til að gera netárásir á vefsíður fyrirtækja og stofnana, og setja þær á hliðina í lengri eða skemmri tíma, segir Jón Kristinn Ragnarsson, sérfræðingur í upplýsingatækni hjá Deloitte. Í raun getur hver sem er leigt þjónustu slíkra tölvuþrjóta, og fengið þar með aðgang að þúsundum tölva til einhverra verka í stuttan tíma fyrir lítið fé. Einnig er hægt að nota tölvurnar til að senda ruslpóst í miklu magni án þess að eigandi tölvunnar verði þess var. Með því að smita tölvuna geta tölvuþrjótar einnig nálgast allar upplýsingar sem þar er að finna og fara þar í gegn. Þar á meðal allt sem slegið er inn á lyklaborðið, segir Jón Kristinn. Hann bendir á að mat hollensku sérfræðinganna sé trúlega fremur varfærið og það séu sannarlega alvarlegar fréttir að svo hátt hlutfall íslenskra tölva sé sýkt. Hingað til hafi mátt búast við að takmörk á netumferð til landsins í gegnum sæstrengi gæti verndað landið að einhverju leyti fyrir álagsárásum á vefsíður. Séu svo margar tölvur sýktar hér á landi sé lítið hald í þeim vörnum. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Sjá meira