Draumur að rætast að fá að hitta poppkónginn 25. nóvember 2011 10:30 Páll Óskar ætlar að hitta þá Daryl Brown og Craig Murray þegar þeir koma til Íslands. Þetta ástralska par er miklir Frostrósa-aðdáendur og eru hér á góðri stundu með Regínu Ósk og Friðriki Ómari. xxx „Ég held alveg sérstaklega upp á Pál Óskar. Ég hef haft áhuga á tónlistinni hans síðan 1987 og Eurovision síðan hann flutti Minn hinsti dans. Í raun og veru er það hann sem vakti hjá mér áhuga á íslenskri tónlist og þá sérstaklega Eurovision.“ Þetta segir Craig Murray, einlægur ástralskur Íslandsvinur og tónleikagestur Frostrósa, sem langar alveg sérstaklega til að hitta Pál Óskar Hjálmtýsson þegar hann og sambýlingur hans, Daryl Brown, koma hingað til Íslands skömmu fyrir jól. Eins og Fréttablaðið greindi frá í ágúst reyndu Murray og Brown að fá fund hjá Jóhönnu Sigurðardóttur, hún væri nánast í guðatölu hjá þeim. Murray upplýsir að hann hafi sent aðstoðarmanni Jóhönnu fyrirspurn um hvort þeir gætu fengið mynd af sér með íslenska forsætisráðherranum. „En það reyndist ekki vera hægt,“ segir Murray, sem fær hins vegar þann draum sinn uppfylltan að hitta Pál Óskar. Því þegar Fréttablaðið hafði samband við íslensku poppstjörnuna stóð ekki á honum. „Auðvitað, ég tek þeim opnum örmum og geri vel við þá. Eru þeir ekki miklir Eurovision-aðdáendur?“ segir Páll. Murray átti ekki orð þegar Fréttablaðið flutti honum þessi tíðindi og ástralski Eurovision-aðdáandinn sagðist vera hamingjusamasti maður Ástralíu um þessar mundir. Fundur þeirra þriggja á eflaust eftir að vera rúsínan í pylsuendanum því þeir Murray og Brown eiga 20 ára sambýlisafmæli þegar þeir koma hingað og Murray sjálfur verður fimmtugur meðan á Íslandsdvölinni stendur. Þeir félagar verða á tónleikum Frostrósa á Akureyri hinn 17. desember og ætla síðan að drekka í sig hina rammíslensku jólastemningu fyrir norðan og á höfuðborgarsvæðinu. „Ég veit að við munum skemmta okkur konunglega þegar við komum,“ segir Murray. freyrgigja@frettabladid.is Íslandsvinir Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
xxx „Ég held alveg sérstaklega upp á Pál Óskar. Ég hef haft áhuga á tónlistinni hans síðan 1987 og Eurovision síðan hann flutti Minn hinsti dans. Í raun og veru er það hann sem vakti hjá mér áhuga á íslenskri tónlist og þá sérstaklega Eurovision.“ Þetta segir Craig Murray, einlægur ástralskur Íslandsvinur og tónleikagestur Frostrósa, sem langar alveg sérstaklega til að hitta Pál Óskar Hjálmtýsson þegar hann og sambýlingur hans, Daryl Brown, koma hingað til Íslands skömmu fyrir jól. Eins og Fréttablaðið greindi frá í ágúst reyndu Murray og Brown að fá fund hjá Jóhönnu Sigurðardóttur, hún væri nánast í guðatölu hjá þeim. Murray upplýsir að hann hafi sent aðstoðarmanni Jóhönnu fyrirspurn um hvort þeir gætu fengið mynd af sér með íslenska forsætisráðherranum. „En það reyndist ekki vera hægt,“ segir Murray, sem fær hins vegar þann draum sinn uppfylltan að hitta Pál Óskar. Því þegar Fréttablaðið hafði samband við íslensku poppstjörnuna stóð ekki á honum. „Auðvitað, ég tek þeim opnum örmum og geri vel við þá. Eru þeir ekki miklir Eurovision-aðdáendur?“ segir Páll. Murray átti ekki orð þegar Fréttablaðið flutti honum þessi tíðindi og ástralski Eurovision-aðdáandinn sagðist vera hamingjusamasti maður Ástralíu um þessar mundir. Fundur þeirra þriggja á eflaust eftir að vera rúsínan í pylsuendanum því þeir Murray og Brown eiga 20 ára sambýlisafmæli þegar þeir koma hingað og Murray sjálfur verður fimmtugur meðan á Íslandsdvölinni stendur. Þeir félagar verða á tónleikum Frostrósa á Akureyri hinn 17. desember og ætla síðan að drekka í sig hina rammíslensku jólastemningu fyrir norðan og á höfuðborgarsvæðinu. „Ég veit að við munum skemmta okkur konunglega þegar við komum,“ segir Murray. freyrgigja@frettabladid.is
Íslandsvinir Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira