Innlent

Kynjaskipting á landsfundi á huldu

Fullyrt var í fréttum Stöðvar 2 að konur væru einungis um 30 prósent fundargesta. Það hefur ekki fengist staðfest. Fréttablaðið/anton
Fullyrt var í fréttum Stöðvar 2 að konur væru einungis um 30 prósent fundargesta. Það hefur ekki fengist staðfest. Fréttablaðið/anton
Upplýsingar fást ekki úr Valhöll um kynjahlutföll landsfundarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gætir nokkurrar óánægju með skarðan hlut kvenna á fundinum. Í fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld sagði að konur væru einungis um þrjátíu prósent fundargesta.

Á landsfundi árið 2009 samþykkti flokkurinn janfréttisstefnu, sem meðal annars kveður á um að leitast skuli við að jafna hlut kynjanna í innra starfi Sjálfstæðisflokksins. „Framhjá því verður ekki horft að konur eru helmingur þjóðarinnar og ættu að vera helmingur sjálfstæðismanna líka,“ segir í jafnréttisstefnunni.

Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, minnti á jafnréttisstefnuna í setningarræðu landsfundarins á fimmtudag. Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir í vikunni hefur Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, ekki veitt Fréttablaðinu upplýsingar um kynjaskiptingu landsfundarfulltrúa.- sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×