Breivik er bara lítill maður - ekki skrímsli Stígur Helgason skrifar 17. nóvember 2011 09:45 Eirin Kristin Kjær var skotin fjórum sinnum í Útey fyrir fjórum mánuðum. Nú er hún komin á sitt annað heimili – til Hafnar í Hornafirði. „Ég er ekki lengur hrædd við að deyja," segir Eirin, sem er ekki reið Anders Behring Breivik og mundi vilja tala við hann. „Ég var alveg viss um að ég mundi deyja, ég sat bara og beið eftir því," segir Eirin Kristin Kjær, nítján ára stúlka frá Tromsø í Noregi, sem hvílist nú hjá fósturfjölskyldu sinni á Höfn í Hornafirði eftir að hafa verið hætt komin í árásinni í Útey í sumar. Eirin var skiptinemi á Íslandi frá 2009 til 2010, gekk í Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu, og hefur síðan haldið góðu sambandi við fósturfjölskyldu sína hér á landi. Flúði helsærð niður bratta skriðuÍ júlí síðastliðnum, nánar tiltekið hinn 22. þess mánaðar, var Eirin stödd í sumarbúðum ungliðahreyfingar Verkamannaflokksins í Útey þegar hinn 32 ára Anders Behring Breivik gekk þar á land og hóf skothríð á ungmennin. Þegar Breivik var loksins handsamaður lágu 69 í valnum. Eirin stökk ásamt fleira fólki á flótta af tjaldsvæðinu á eynni miðri rétt eftir að árásin hófst. Breivik elti og skaut hana fjórum sinnum, fyrst í kviðinn, næst í handlegginn, því næst í fótinn og að lokum undir höndina. Eirin komst helsærð niður snarbratta grjótskriðu ásamt vinkonu sinni og faldi sig þar undir klettavegg við vatnið. „Vinkona mín hafði líka verið skotin og ég þurfti að toga hana með mér. Þetta var mikið vesen," segir Eirin. Hún talar íslensku, enda gekk hún hér í skóla í heilan vetur og fékk þar engu auðveldari verkefni til úrlausnar en heimamenn. Skömmu síðar gekk morðinginn aftur framhjá vinkonunum en lét þær í friði. Eirin getur sér þess til að þær hafi verið svo illa særðar að Breivik hafi talið þær látnar. Reyndi að kveðja mömmuEirin var á spítala í rúman mánuð.Eirin sat ásamt vinkonu sinni og beið dauðans í tvær klukkustundir áður en hjálp barst. „Ég gerði ekki neitt, ég bara beið. Ég talaði reyndar í símann við mömmu." Það hafi verið erfitt símtal. Hún hafi reynt að kveðja móður sína í hinsta sinn en móðir hennar hafi neitað að gefast upp og reynt að stappa í hana stálinu. Henni hafi blætt mikið en þó hafi hún verið skýr í hugsun allan tímann. Það hafi síðan verið um klukkan hálfátta sem lögreglumaður fann vinkonurnar, kom þeim í bát og í land. „Þá var ég viss um að ég mundi bjargast," segir Eirin. Hún var á spítala í rúman mánuð, fyrst í Ósló og svo í þrjá daga í Tromsø, og gekkst undir ellefu aðgerðir. Bæði hún og vinkonan sem hún faldi sig með komust lífs af úr árásinni, en ekki voru allir vinir hennar svo heppnir. Af um fjörutíu manna hópi frá Tromsø sem Eirin fór með til Úteyjar skaut Breivik tíu og af þeim létust fjórir piltar.Getur ekki grátið Eirin segir að fyrst á eftir hafi hún ekki verið til stórræðanna. „Ég var bara heima og nennti ekki að gera neitt. Mér var alveg sama um allt. Þegar ég var farin að geta labbað svolítið og keyrt bíl, og ég fann að mér var farið að batna, þá varð allt strax betra," segir hún. Hún hefur farið til sálfræðings eins og aðrir sem í eynni voru og er að vonum enn að jafna sig. „Ég get ekki grátið yfir því sem kom fyrir mig af því að fólk sem ég þekkti mjög vel kom ekki heim. Það er svolítið skrýtið, en ég verð bara að jafna mig á því sem kom fyrir sjálfa mig fyrst og vinna úr öllu hinu seinna." Fékk safa og sultu frá drottningunniEirin segir það hafa verið mjög gaman að fá Sonju drottningu í heimsókn.Mynd/Eirin Kristin KjærÞegar Eirin hafði verið í mánuð á sjúkrahúsi fékk hún heimsókn frá Sonju Noregsdrottningu og fjölskyldu hennar, sem sjálf var stödd á spítalanum. Þá voru flest fórnarlömb árásarinnar útskrifuð og aðeins örfáir eftir. „Það var mjög gaman," segir Eirin. „Hún færði mér meira að segja gjöf." Í bögglinum hafi verið safi, sultur og kexkökur, allt heimatilbúið í eldhúsi drottningarinnar. Fór á æfingu með Sindra í gærEirin eignaðist góða vini fyrir austan þegar hún var hér í skiptinámi og eftir árásirnar átti hún í miklum samskiptum við þá í gegnum Facebook. Fyrir árásina spilaði hún mikið fótbolta, og hún æfði með Sindra á Hornafirði þegar hún var hér í námi. Og þótt hún hafi ekki lent hér á landi fyrr en í fyrrinótt var hún mætt á æfingu hjá Sindra í gærkvöldi – bara til að fylgjast með, meira ræður hún enn ekki við. Ekki lengur hrædd við að deyjaAtburðirnir í júlí höfðu vitaskuld djúpstæð áhrif á alla sem komu nærri þeim en Eirin segir þó að þeir hafi ekki breytt henni eða viðhorfi hennar til lífsins nema lítillega. „Ég er ekki lengur hrædd við að deyja, en það er ekki margt annað sem hefur breyst. Mér finnst reyndar mikilvægara en áður að verja tíma með vinum og fjölskyldu, og líka fólki sem var með mér í Útey. Það er ógeðslega gott að vera með þeim. Við hittumst mjög mikið." Tala þau þá um árásina? „Það kemur fyrir. Við erum stundum að tala um eitthvað mjög skemmtilegt og förum svo allt í einu út í umræður um árásina, hvað gerðist, hvað fólk sagði, hvert við hlupum, og rifjum upp hvað gerðist þegar vinir okkar voru skotnir og hvað þeir sögðu áður en þeir dóu," segir hún. „Það er ekkert mál." Árásin hefur ekki dregið úr áhuga hennar á pólitík. Þvert á móti, því 12. september síðastliðinn hlaut hún örugga kosningu í sveitarstjórn í heimahögunum fyrir Verkamannaflokkinn. Langar mest að ræða við BreivikEirin fékk mynd af sér með lögreglumanninum Håkon Wal, þeim sem fann hana lífs í Útey.Anders Behring Breivik var leiddur fyrir rétt á mánudag þar sem gæsluvarðhald yfir honum var framlengt. Eirin segir að þótt hún fylgist nokkuð vel með því sem gerist í málinu hafi hún enga skoðun á því hvernig eigi að refsa morðingjanum. „Ég hugsa ekki um hann. Ég er ekki reið eða neitt, ég nenni bara ekki að eyða tíma í að hugsa um hann." Hún ætli samt að vera viðstödd réttarhöldin yfir honum næsta vor. „Mig langar mjög mikið að sjá hann og segja við hann: Haha, ég er lifandi. Mig langar reyndar mest að ræða við hann, en ég held að það sé ekki hægt. Mig langar að tala við hann sem manneskju, spyrja hann hvað hann sé og af hverju. Því að við vorum bara unglingar í sumarfríi." Hún segist nánast vorkenna honum. „Hann er bara mjög lítill maður, ekki skrímsli." stigur@frettabladid.is Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Sjá meira
Eirin Kristin Kjær var skotin fjórum sinnum í Útey fyrir fjórum mánuðum. Nú er hún komin á sitt annað heimili – til Hafnar í Hornafirði. „Ég er ekki lengur hrædd við að deyja," segir Eirin, sem er ekki reið Anders Behring Breivik og mundi vilja tala við hann. „Ég var alveg viss um að ég mundi deyja, ég sat bara og beið eftir því," segir Eirin Kristin Kjær, nítján ára stúlka frá Tromsø í Noregi, sem hvílist nú hjá fósturfjölskyldu sinni á Höfn í Hornafirði eftir að hafa verið hætt komin í árásinni í Útey í sumar. Eirin var skiptinemi á Íslandi frá 2009 til 2010, gekk í Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu, og hefur síðan haldið góðu sambandi við fósturfjölskyldu sína hér á landi. Flúði helsærð niður bratta skriðuÍ júlí síðastliðnum, nánar tiltekið hinn 22. þess mánaðar, var Eirin stödd í sumarbúðum ungliðahreyfingar Verkamannaflokksins í Útey þegar hinn 32 ára Anders Behring Breivik gekk þar á land og hóf skothríð á ungmennin. Þegar Breivik var loksins handsamaður lágu 69 í valnum. Eirin stökk ásamt fleira fólki á flótta af tjaldsvæðinu á eynni miðri rétt eftir að árásin hófst. Breivik elti og skaut hana fjórum sinnum, fyrst í kviðinn, næst í handlegginn, því næst í fótinn og að lokum undir höndina. Eirin komst helsærð niður snarbratta grjótskriðu ásamt vinkonu sinni og faldi sig þar undir klettavegg við vatnið. „Vinkona mín hafði líka verið skotin og ég þurfti að toga hana með mér. Þetta var mikið vesen," segir Eirin. Hún talar íslensku, enda gekk hún hér í skóla í heilan vetur og fékk þar engu auðveldari verkefni til úrlausnar en heimamenn. Skömmu síðar gekk morðinginn aftur framhjá vinkonunum en lét þær í friði. Eirin getur sér þess til að þær hafi verið svo illa særðar að Breivik hafi talið þær látnar. Reyndi að kveðja mömmuEirin var á spítala í rúman mánuð.Eirin sat ásamt vinkonu sinni og beið dauðans í tvær klukkustundir áður en hjálp barst. „Ég gerði ekki neitt, ég bara beið. Ég talaði reyndar í símann við mömmu." Það hafi verið erfitt símtal. Hún hafi reynt að kveðja móður sína í hinsta sinn en móðir hennar hafi neitað að gefast upp og reynt að stappa í hana stálinu. Henni hafi blætt mikið en þó hafi hún verið skýr í hugsun allan tímann. Það hafi síðan verið um klukkan hálfátta sem lögreglumaður fann vinkonurnar, kom þeim í bát og í land. „Þá var ég viss um að ég mundi bjargast," segir Eirin. Hún var á spítala í rúman mánuð, fyrst í Ósló og svo í þrjá daga í Tromsø, og gekkst undir ellefu aðgerðir. Bæði hún og vinkonan sem hún faldi sig með komust lífs af úr árásinni, en ekki voru allir vinir hennar svo heppnir. Af um fjörutíu manna hópi frá Tromsø sem Eirin fór með til Úteyjar skaut Breivik tíu og af þeim létust fjórir piltar.Getur ekki grátið Eirin segir að fyrst á eftir hafi hún ekki verið til stórræðanna. „Ég var bara heima og nennti ekki að gera neitt. Mér var alveg sama um allt. Þegar ég var farin að geta labbað svolítið og keyrt bíl, og ég fann að mér var farið að batna, þá varð allt strax betra," segir hún. Hún hefur farið til sálfræðings eins og aðrir sem í eynni voru og er að vonum enn að jafna sig. „Ég get ekki grátið yfir því sem kom fyrir mig af því að fólk sem ég þekkti mjög vel kom ekki heim. Það er svolítið skrýtið, en ég verð bara að jafna mig á því sem kom fyrir sjálfa mig fyrst og vinna úr öllu hinu seinna." Fékk safa og sultu frá drottningunniEirin segir það hafa verið mjög gaman að fá Sonju drottningu í heimsókn.Mynd/Eirin Kristin KjærÞegar Eirin hafði verið í mánuð á sjúkrahúsi fékk hún heimsókn frá Sonju Noregsdrottningu og fjölskyldu hennar, sem sjálf var stödd á spítalanum. Þá voru flest fórnarlömb árásarinnar útskrifuð og aðeins örfáir eftir. „Það var mjög gaman," segir Eirin. „Hún færði mér meira að segja gjöf." Í bögglinum hafi verið safi, sultur og kexkökur, allt heimatilbúið í eldhúsi drottningarinnar. Fór á æfingu með Sindra í gærEirin eignaðist góða vini fyrir austan þegar hún var hér í skiptinámi og eftir árásirnar átti hún í miklum samskiptum við þá í gegnum Facebook. Fyrir árásina spilaði hún mikið fótbolta, og hún æfði með Sindra á Hornafirði þegar hún var hér í námi. Og þótt hún hafi ekki lent hér á landi fyrr en í fyrrinótt var hún mætt á æfingu hjá Sindra í gærkvöldi – bara til að fylgjast með, meira ræður hún enn ekki við. Ekki lengur hrædd við að deyjaAtburðirnir í júlí höfðu vitaskuld djúpstæð áhrif á alla sem komu nærri þeim en Eirin segir þó að þeir hafi ekki breytt henni eða viðhorfi hennar til lífsins nema lítillega. „Ég er ekki lengur hrædd við að deyja, en það er ekki margt annað sem hefur breyst. Mér finnst reyndar mikilvægara en áður að verja tíma með vinum og fjölskyldu, og líka fólki sem var með mér í Útey. Það er ógeðslega gott að vera með þeim. Við hittumst mjög mikið." Tala þau þá um árásina? „Það kemur fyrir. Við erum stundum að tala um eitthvað mjög skemmtilegt og förum svo allt í einu út í umræður um árásina, hvað gerðist, hvað fólk sagði, hvert við hlupum, og rifjum upp hvað gerðist þegar vinir okkar voru skotnir og hvað þeir sögðu áður en þeir dóu," segir hún. „Það er ekkert mál." Árásin hefur ekki dregið úr áhuga hennar á pólitík. Þvert á móti, því 12. september síðastliðinn hlaut hún örugga kosningu í sveitarstjórn í heimahögunum fyrir Verkamannaflokkinn. Langar mest að ræða við BreivikEirin fékk mynd af sér með lögreglumanninum Håkon Wal, þeim sem fann hana lífs í Útey.Anders Behring Breivik var leiddur fyrir rétt á mánudag þar sem gæsluvarðhald yfir honum var framlengt. Eirin segir að þótt hún fylgist nokkuð vel með því sem gerist í málinu hafi hún enga skoðun á því hvernig eigi að refsa morðingjanum. „Ég hugsa ekki um hann. Ég er ekki reið eða neitt, ég nenni bara ekki að eyða tíma í að hugsa um hann." Hún ætli samt að vera viðstödd réttarhöldin yfir honum næsta vor. „Mig langar mjög mikið að sjá hann og segja við hann: Haha, ég er lifandi. Mig langar reyndar mest að ræða við hann, en ég held að það sé ekki hægt. Mig langar að tala við hann sem manneskju, spyrja hann hvað hann sé og af hverju. Því að við vorum bara unglingar í sumarfríi." Hún segist nánast vorkenna honum. „Hann er bara mjög lítill maður, ekki skrímsli." stigur@frettabladid.is
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Sjá meira