Lífið

Sjúkraliðarnir mættu á margfætlusýninguna í Háskólabíói

Það gerist ekki á hverjum degi að sjúkraliðar séu til taks á kvikmyndasýningu en það hefur komið fyrir á sýningu The Human Centipede að fólk hefur fallið í yfirlið.
Það gerist ekki á hverjum degi að sjúkraliðar séu til taks á kvikmyndasýningu en það hefur komið fyrir á sýningu The Human Centipede að fólk hefur fallið í yfirlið.
Hollenski leikstjórinn Tom Six heimsótti Ísland á fimmtudag og stóð fyrir svokallaðri spurt og svarað-sýningu í Háskólabíói.

Myndin hans, The Human Centipede 2, er feykilega umdeild en hún var meðal annars bönnuð í Bretlandi. Henni var að endingu hleypt í gegn eftir að rúmar tvær mínútur höfðu verið klipptar út en íslenskir áhorfendur fengu að sjá hana eins og leikstjórinn vildi hafa hana.

Eins og Fréttablaðið greindi frá voru ælupokar til staðar fyrir gesti en enginn þurfti á slíkum að halda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.