Lífið

Gjafmildur leikari

Bradley Cooper keypti kuldaföt fyrir heimilislausa í Philadelphia.
nordicphotos/getty
Bradley Cooper keypti kuldaföt fyrir heimilislausa í Philadelphia. nordicphotos/getty
Leikarinn Bradley Cooper er staddur í heimaborg sinni, Philadelphiu, um þessar mundir við tökur á kvikmyndinni The Silver Linings Playbook. Cooper ákvað að láta gott af sér leiða og eyddi mörg þúsund dollurum í úlpur, húfur, vettlinga og trefla handa heimilislausum.

„Bradley tók eftir því að það var mikið af heimilislausu fólki að krókna úr kulda á götunum. Hann vissi að kuldinn átti aðeins eftir að verða meiri og ákvað því að kaupa kuldafatnað handa fólkinu,“ hafði The Enquirer eftir heimildarmanni. Eins og það sé ekki nóg þá hafði einn maðurinn orð á að honum þætti jakki Coopersfallegur og endaði það með því að leikarinn gaf manninnum jakkann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.