Lífið

Nokkrar best klæddu systur í heimi

Tvíburasysturnar Ashley og Mary-Kate voru kosnar best klæddu systur ársins 2011.
Tvíburasysturnar Ashley og Mary-Kate voru kosnar best klæddu systur ársins 2011.
Vogue valdi nýverið best klæddu systurnar og kemur það líklega fáum á óvart að tvíburasysturnar og fatahönnuðurnir Mary-Kate og Ashley Olsen hafi trónað á toppi listans.

Mary-Kate og Ashley þykja afskaplega smekklegar og undanfarin ár hafa þær snúið sér frá leiklist og að hönnun og reka í sameiningu tískumerkið The Row sem fæst meðal annars í Barneys New York og Harvey Nichols í London.

Eru til smekklegri, flottari og frumlegri systur en Mary-Kate og Ashley?? spyr blaðamaður Vogue, sem vart má vatni halda yfir persónulegum fatastíl systranna.

Meðal annarra systra sem komust á listann voru Dakota og Elle Fanning, Charlotte Gainsbourg og Lou Doillon og fyrirsæturnar Ruby og Lily Aldridge.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.