Lífið

Kann lagatexta Biebers

Leikkonan Rachel Bilson kann alla texta við lög Justins Bieber og Taylor Swift.
nordicphotos/getty
Leikkonan Rachel Bilson kann alla texta við lög Justins Bieber og Taylor Swift. nordicphotos/getty
Leikkonan Rachel Bilson sem sló í gegn í sjónvarpsþáttunum The OC segist kunna alla texta söngvarans Justins Bieber. Bilson á tvær hálfsystur á aldrinum tíu og fjögurra ára og segir þær báðar vera mikla aðdáendur ungstirnisins Justins Bieber. „Vegna þeirra kann ég alla textana við lög Justins, Taylor Swift og Selenu Gomez. Í staðinn kynnti ég þær fyrir The Princess Bride, sem er uppáhaldskvikmyndin mín. Við eyðum helgunum í að horfa á Disney-myndir saman,“ sagði leikkonan geðþekka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.