Lífið

Hittir Sambora aftur

Denise Richards kann að hafa fundið ástina aftur í örmum Richie Sambora.
Denise Richards kann að hafa fundið ástina aftur í örmum Richie Sambora.
Bandaríska leikkonan Denise Richards er nú sögð vera að hitta gítarleikara rokksveitarinnar Bon Jovi, sjálfan Richie Sambora. Þau voru saman í ár fyrir fjórum árum þegar upp úr slitnaði hjá þeim en nú hafa þau ákveðið að gefa sambandi sínu annað tækifæri.

Richards, sem varð fræg fyrir leik sinn í Bond-kvikmyndinni The World Is Not Enough, hefur verið einstaklega óheppin í ástamálum sínum, en hún á meðal annars tvær dætur með Charlie Sheen. Samkvæmt heimildarmanni E!-sjónvarpsstöðvarinnar hefur Richards alltaf þótt vænt um Sambora og gítarleikarinn átt stað í hjarta hennar.

„Richie var yndislegur maður. Hann kom inn í líf mitt þegar ég þarfnaðist hans og hann þarfnaðist mín. Við munum alltaf tengjast þeim böndum,“ skrifaði Richards í ævisögu sinni, The Real Girl Next Door.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.