Lífið

Lohan settur í einangrun

Michael Lohan er sakaður um að hafa beitt fyrrverandi kærustu sína líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi.
Michael Lohan er sakaður um að hafa beitt fyrrverandi kærustu sína líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi.
Það á ekki af Lohan-fjölskyldunni að ganga. Dóttirin Lindsay Lohan veit varla í hvorn fótinn hún á að stíga, móðirin ætlar að gefa út ævisögu þar sem hún kjaftar frá öllu og nú hefur pabbinn, Michael Lohan, verið settur í einangrun.

Michael, sem hefur margoft komist í kast við lögin, var lokaður inni eftir að hafa rofið nálgunarbann sem fyrrverandi kærasta hans, Kate Major, fékk á hann. Hann hafði þá einnig ráðist á hana og er gert ráð fyrir að Michael sitji inni þar til réttarhöldin fara fram á miðvikudag. Michael hefur hins vegar nýtt tímann vel og verið í stöðugu sambandi við gamla kærustu, raunveruleikastjörnuna Kim Granatell. „Kim hefur talað við Michael og honum líður ákaflega illa,“ er haft eftir vini Kim, Tom Murro. Michael er sakaður um að beitt Kate líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi.

Bandarískir fjölmiðlar fylgjast grannt með Lohan-fjölskyldunni sem hefur verið dugleg að koma sér í fréttirnar. Í gær bárust síðan fréttir af því að Playboy hefði boðað Lindsay Lohan aftur í töku þar sem fyrri myndatakan hefði ekki heppnast nógu vel. Lohan, sem hefur ekki sést á hvíta tjaldinu lengi, vonast til að myndirnar verði til þess að ferill hennar komist á flug á nýjan leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.