Lífið

Pressa að leika Monroe

Leikkonan Michelle segist bíða með hjartað í buxunum eftir viðtökunum áhorfenda við myndinni My Week with Marilyn, þar sem hún leikur sjálfa Marilyn Monroe. 
Nordicphotos/getty
Leikkonan Michelle segist bíða með hjartað í buxunum eftir viðtökunum áhorfenda við myndinni My Week with Marilyn, þar sem hún leikur sjálfa Marilyn Monroe. Nordicphotos/getty
Leikkonan Michelle Williams viðurkennir að hana hafi mest langað að flýja fyrstu dagana í tökum á myndinni My Week with Marilyn. Williams, sem leikur sjálfa Marilyn Monroe í myndinni, fann fyrir mikilli utanaðkomandi pressu um það hvernig hún ætti að túlka leikkonuna ljóshærðu. „Ég var skíthrædd og bað leikstjórann um að taka af mér vegabréfið svo ég hoppaði ekki upp í næstu vél og styngi af,“ segir Williams í viðtali við Elle-tímaritið.

Leikstjóri myndarinnar Simon Curtis bauð Williams hlutverkið beint en hún vildi endilega fá að fara í prufur. „Ég vildi sanna fyrir honum og sjálfri mér að ég gætið tekið þetta hlutverk að mér. Nú bíð ég bara með hjartað í buxunum eftir að heyra viðtökur áhorfenda.“ Myndin My Week with Marilyn verður frumsýnd í lok mánaðarins í Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.