Lífið

Vill laga hjónabandið

Ashton Kutcher vill ekki missa Demi Moore samkvæmt Now Magazine. Nordicphotos/getty
Ashton Kutcher vill ekki missa Demi Moore samkvæmt Now Magazine. Nordicphotos/getty
Ashton Kutcher er víst miður sín og reynir að gera allt sem hann getur til að lappa upp á hjónabandið við Demi Moore. Hjónakornin eru á barmi skilnaðar eftir að hin 23 ára Sara Lea greindi frá því að hún hefði átt í ástarsambandi við Kutcher í sumar.

Tímaritið Now Magazine hefur eftir nánum vini hjónanna að Kutcher ætli sér að bæta upp fyrir mistökin. „Ashton líður mjög illa yfir því að hafa sært Demi og sjá hana svona reiða og þunglynda. Hann sendi henni bréf um það hvernig hann gæti bætt sig sem eiginmaður. Demi grét þegar hún las listann en veit ekki hvort hún getur fyrirgefið honum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.