Lífið

Hlutirnir sem skipta Ingó máli prýða nýju plötuna

Ingólfur Þórarinsson
Ingólfur Þórarinsson
„Þetta eru hlutir úr lífi mínu sem skipta mig máli. Eins og ég reyndi að hafa plötuna — hún er kannski 50 prósent grín og glens og 50 prósent persónulegri. Meiri tragedía,“ segir Ingólfur Þórarinsson, best þekktur sem Ingó úr Veðurguðunum.

Ingó sendi frá sér fyrstu sólóplötuna sína í vikunni. Öll lögin eru eftir Ingó og eru Veðurguðirnir víðs fjarri, fyrir utan að annast hljóðfæraleik í nokkrum lögum. Spurður hvernig það sé að vera einn á ferð segir Ingó það vera skemmtilegt. „Það er skemmtilegt að geta farið einn með gítarinn út á land og verið bara Ingó,“ segir Ingó, sem er vanari að spila á stórum böllum.

„Ég get spilað á litlum stöðum og er ekki háður því að ná upp í einhvern kostnað. Ef ég fer bara með gítarinn kostar það eiginlega ekki neitt. Böllin verða með, en það er góð pæling að fara á minni staðina og halda tónleika þar. Ég hlakka mest til þess að fara út á land, í hvern einasta fjörð og spila.“

atlifannar@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.