Lífið

Einstæð en ekki ein

Padma Lakshmi á stóra fjölskyldu sem aðstoðar hana við uppeldið á dóttur hennar.
Padma Lakshmi á stóra fjölskyldu sem aðstoðar hana við uppeldið á dóttur hennar. Nordicphotos/Getty
Padma Lakshmi sagði í nýlegu viðtali að þótt hún væri einstæð móðir væri hún alls ekki ein um að ala upp dóttur sína, Krishnu Theu. Padma, sem er meðal annars stjórnandi þáttarins Top Chef, sagðist njóta liðsinnis fjölskyldumeðlima sinna og að dóttir sín nyti góðs af því.

„Ég er einstæð móðir en ég er alls ekki ein í uppeldinu. Krishna á stóra fjölskyldu sem elskar hana og við erum öll samtaka í uppeldinu. Því fleiri sem eru í kringum hana, þeim mun betra, því þá fær hún að kynnast fjölbreytileika lífsins," sagði sjónvarpskokkurinn, sem eignaðist Krishnu með Adam Dell, bróður stofnanda Dell-tölvufyrirtækisins. Hún var áður gift rithöfundinum Salman Rushdie.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.