Lífið

Englar Victoriu undirbúa sig fyrir undirfatasýninguna

Fyrirsæturnar Candice Swanepoel og Erin Heatherton verða englar á tískusýningu Victoria´s Secret.
Fyrirsæturnar Candice Swanepoel og Erin Heatherton verða englar á tískusýningu Victoria´s Secret. Nordicphotos/Getty
Victoria’s Secret tilkynnti nýverið að fyrirsæturnar Candice Swanepoel og Erin Heatherton yrðu svokallaðir englar árlegrar tískusýningar undirfatamerkisins. Sýningarinnar er ávallt beðið með svolítilli eftirvæntingu enda er öllu til tjaldað svo hún verði sem glæsilegust.

Swanepoel og Heatherton segjast í óða önn að undirbúa sig fyrir sýninguna og stunda líkamsrækt daglega til að koma sér í form. „Ég æfi mikið og duglega. Ég æfi alla daga ársins því þegar maður starfar fyrir Victoria‘s Secret verður maður alltaf að vera tilbúinn að klæðast nærfötum einum saman. Líkamsrækt er bara orðin hluti af mínum hversdegi,“ sagði Heatherton.

„Ég er í því að styrkja mig. Ég er með mjög öra brennslu og verð því að borða mjög mikið. Ég kvíði sýningunni allt til dagsins sem hún fer fram. Vikuna fyrir er maður að undirbúa sig en sýningardaginn sjálfan hugsar maður: „Jæja, nú er ekkert meira sem ég get gert. Nú kýlum við á þetta,“ sagði Swanepoel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.