Lífið

Mætti ekki á stefnumótið

Leikarinn Jared Leto mætti ekki á stefnumót sem hann átti með Nicky Hilton.
Leikarinn Jared Leto mætti ekki á stefnumót sem hann átti með Nicky Hilton. Nordicphotos/Getty
Jared Leto átti stefnumót með Nicky Hilton á Chateau Marmont-hótelinu fyrir skemmstu. Leikarinn mætti þó ekki á tilsettum tíma og endaði það með því að Hilton yfirgaf staðinn.

Hótelerfinginn á að hafa beðið þjón um að vísa Leto að borði sínu þegar hann kæmi. „Hún beið og beið og hóf svo að hringja í hinn seina herramann. Að lokum gafst hún upp eftir níutíu mínútna bið og gekk reið út,“ var haft eftir sjónarvotti.

Leto hefur áður sést á stefnumóti með stúlkum á borð við Cameron Diaz, Scarlett Johansson og jafnvel yngri systur Nicky, Paris.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.