Lífið

Lady Gaga á móti einelti

Lady Gaga mun stýra samtökunum ásamt móður sinni.
Lady Gaga mun stýra samtökunum ásamt móður sinni. Nordicphotos/Getty
Poppsöngkonan Lady Gaga undirbýr nú stofnun samtaka sem ætlað er að berjast á móti einelti. Samtökin munu bera sama heiti og plata hennar, Born This Way, sem kom út fyrr á þessu ári og hefur selst í rúmlega átta milljónum eintaka.

Lady Gaga hefur verið áberandi í baráttunni gegn einelti, en hún hefur talað opinskátt um reynslu sína af einelti sem barn. Hún segist vona að samtökin muni hjálpa ungu fólki að öðlast sjálfstraust og að takmarkið sé að hugrekki og góðvild verði ráðandi í samskiptum fólks.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.