Reynst erfitt að fá kort til líffæragjafar 6. október 2011 07:15 Geir gunnlaugsson „Mér finnst það alveg furðulegt að fólk eigi að þurfa að betla eftir því að gefa úr sér hjartað,“ segir Guðmundur Arason, kenndur við Fönn, sem hefur undanfarið reynt að nálgast líffæragjafakort frá Landlæknisembættinu en ekki haft erindi sem erfiði. „Fyrir löngu ákváðum við hjónakornin að ef það væri hægt að nota eitthvað úr okkur myndum við gefa það. Við sendum línu um það til Landlæknis og fengum þau svör að það væri hið besta mál. Síðan hefur liðið langur tími og ég hef ekkert heyrt frá þeim. Það sem okkur hefur hins vegar vantað er kort sem gefur til kynna að við viljum vera líffæragjafar. Ef ég lendi í slysi er ekkert til staðar sem gefur þetta til kynna.“ Guðmundur segist hafa haft samband við Landlæknisembættið aftur. Þá hafi komið í ljós að líffæragjafakort væru ekki fáanleg þar sem birgðir hefðu klárast. Þá fékk hann ekki svar við því hvenær kortin yrðu fáanleg á ný og þegar hann bað um að vera látinn vita þegar kortin yrðu fáanleg var þeirri bón neitað. Fleiri hafa haft samband við Fréttablaðið vegna sömu vandræða. Geir Gunnlaugsson landlæknir segir að fyrirkomulag kortanna hafi verið í endurskoðun upp á síðkastið en von sé á nýjum kortum. „Nú er fyrirkomulagið þannig að kortið er hluti af bæklingi sem við höfum gefið út um líffæragjöf, en þá hafa áhugasamir klippt kortið út og geymt í veski sínu,“ segir Geir. „Bæklingurinn hefur hins vegar ekki verið til um hríð hjá okkur þar sem hann er í endurskoðun en hann verður prentaður mjög fljótlega.“ Geir segir að á meðan bæklingurinn sé ekki til hjá embættinu sé hægt að prenta hann út af heimasíðu embættisins. Því geti fólk séð um þetta sjálft þar til nýr bæklingur komi. „Við munum núna fara inn á heimasíðuna og vekja athygli á þessum möguleika. Það er víst svona sem blaðamenn geta haft jákvæð áhrif,“ segir Geir. magnusl@frettabladid.is Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Mér finnst það alveg furðulegt að fólk eigi að þurfa að betla eftir því að gefa úr sér hjartað,“ segir Guðmundur Arason, kenndur við Fönn, sem hefur undanfarið reynt að nálgast líffæragjafakort frá Landlæknisembættinu en ekki haft erindi sem erfiði. „Fyrir löngu ákváðum við hjónakornin að ef það væri hægt að nota eitthvað úr okkur myndum við gefa það. Við sendum línu um það til Landlæknis og fengum þau svör að það væri hið besta mál. Síðan hefur liðið langur tími og ég hef ekkert heyrt frá þeim. Það sem okkur hefur hins vegar vantað er kort sem gefur til kynna að við viljum vera líffæragjafar. Ef ég lendi í slysi er ekkert til staðar sem gefur þetta til kynna.“ Guðmundur segist hafa haft samband við Landlæknisembættið aftur. Þá hafi komið í ljós að líffæragjafakort væru ekki fáanleg þar sem birgðir hefðu klárast. Þá fékk hann ekki svar við því hvenær kortin yrðu fáanleg á ný og þegar hann bað um að vera látinn vita þegar kortin yrðu fáanleg var þeirri bón neitað. Fleiri hafa haft samband við Fréttablaðið vegna sömu vandræða. Geir Gunnlaugsson landlæknir segir að fyrirkomulag kortanna hafi verið í endurskoðun upp á síðkastið en von sé á nýjum kortum. „Nú er fyrirkomulagið þannig að kortið er hluti af bæklingi sem við höfum gefið út um líffæragjöf, en þá hafa áhugasamir klippt kortið út og geymt í veski sínu,“ segir Geir. „Bæklingurinn hefur hins vegar ekki verið til um hríð hjá okkur þar sem hann er í endurskoðun en hann verður prentaður mjög fljótlega.“ Geir segir að á meðan bæklingurinn sé ekki til hjá embættinu sé hægt að prenta hann út af heimasíðu embættisins. Því geti fólk séð um þetta sjálft þar til nýr bæklingur komi. „Við munum núna fara inn á heimasíðuna og vekja athygli á þessum möguleika. Það er víst svona sem blaðamenn geta haft jákvæð áhrif,“ segir Geir. magnusl@frettabladid.is
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira