Reynst erfitt að fá kort til líffæragjafar 6. október 2011 07:15 Geir gunnlaugsson „Mér finnst það alveg furðulegt að fólk eigi að þurfa að betla eftir því að gefa úr sér hjartað,“ segir Guðmundur Arason, kenndur við Fönn, sem hefur undanfarið reynt að nálgast líffæragjafakort frá Landlæknisembættinu en ekki haft erindi sem erfiði. „Fyrir löngu ákváðum við hjónakornin að ef það væri hægt að nota eitthvað úr okkur myndum við gefa það. Við sendum línu um það til Landlæknis og fengum þau svör að það væri hið besta mál. Síðan hefur liðið langur tími og ég hef ekkert heyrt frá þeim. Það sem okkur hefur hins vegar vantað er kort sem gefur til kynna að við viljum vera líffæragjafar. Ef ég lendi í slysi er ekkert til staðar sem gefur þetta til kynna.“ Guðmundur segist hafa haft samband við Landlæknisembættið aftur. Þá hafi komið í ljós að líffæragjafakort væru ekki fáanleg þar sem birgðir hefðu klárast. Þá fékk hann ekki svar við því hvenær kortin yrðu fáanleg á ný og þegar hann bað um að vera látinn vita þegar kortin yrðu fáanleg var þeirri bón neitað. Fleiri hafa haft samband við Fréttablaðið vegna sömu vandræða. Geir Gunnlaugsson landlæknir segir að fyrirkomulag kortanna hafi verið í endurskoðun upp á síðkastið en von sé á nýjum kortum. „Nú er fyrirkomulagið þannig að kortið er hluti af bæklingi sem við höfum gefið út um líffæragjöf, en þá hafa áhugasamir klippt kortið út og geymt í veski sínu,“ segir Geir. „Bæklingurinn hefur hins vegar ekki verið til um hríð hjá okkur þar sem hann er í endurskoðun en hann verður prentaður mjög fljótlega.“ Geir segir að á meðan bæklingurinn sé ekki til hjá embættinu sé hægt að prenta hann út af heimasíðu embættisins. Því geti fólk séð um þetta sjálft þar til nýr bæklingur komi. „Við munum núna fara inn á heimasíðuna og vekja athygli á þessum möguleika. Það er víst svona sem blaðamenn geta haft jákvæð áhrif,“ segir Geir. magnusl@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira
„Mér finnst það alveg furðulegt að fólk eigi að þurfa að betla eftir því að gefa úr sér hjartað,“ segir Guðmundur Arason, kenndur við Fönn, sem hefur undanfarið reynt að nálgast líffæragjafakort frá Landlæknisembættinu en ekki haft erindi sem erfiði. „Fyrir löngu ákváðum við hjónakornin að ef það væri hægt að nota eitthvað úr okkur myndum við gefa það. Við sendum línu um það til Landlæknis og fengum þau svör að það væri hið besta mál. Síðan hefur liðið langur tími og ég hef ekkert heyrt frá þeim. Það sem okkur hefur hins vegar vantað er kort sem gefur til kynna að við viljum vera líffæragjafar. Ef ég lendi í slysi er ekkert til staðar sem gefur þetta til kynna.“ Guðmundur segist hafa haft samband við Landlæknisembættið aftur. Þá hafi komið í ljós að líffæragjafakort væru ekki fáanleg þar sem birgðir hefðu klárast. Þá fékk hann ekki svar við því hvenær kortin yrðu fáanleg á ný og þegar hann bað um að vera látinn vita þegar kortin yrðu fáanleg var þeirri bón neitað. Fleiri hafa haft samband við Fréttablaðið vegna sömu vandræða. Geir Gunnlaugsson landlæknir segir að fyrirkomulag kortanna hafi verið í endurskoðun upp á síðkastið en von sé á nýjum kortum. „Nú er fyrirkomulagið þannig að kortið er hluti af bæklingi sem við höfum gefið út um líffæragjöf, en þá hafa áhugasamir klippt kortið út og geymt í veski sínu,“ segir Geir. „Bæklingurinn hefur hins vegar ekki verið til um hríð hjá okkur þar sem hann er í endurskoðun en hann verður prentaður mjög fljótlega.“ Geir segir að á meðan bæklingurinn sé ekki til hjá embættinu sé hægt að prenta hann út af heimasíðu embættisins. Því geti fólk séð um þetta sjálft þar til nýr bæklingur komi. „Við munum núna fara inn á heimasíðuna og vekja athygli á þessum möguleika. Það er víst svona sem blaðamenn geta haft jákvæð áhrif,“ segir Geir. magnusl@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira