Æfa utandyra í vetur 23. september 2011 23:00 Vala Björk með Ketilbjölluhópinn. Þau Vala Mörk og Guðjón Svansson hjá Kettlebells Iceland hafa verið með aðstöðu á Ylströndinni í Nauthólsvík frá því í byrjun sumars og boðið upp á ketilbjölluæfingar undir berum himni. Þau halda því áfram í vetur. „Þetta hefur verið ofboðslega skemmtilegt og þegar forsvarsmenn Ylstrandarinnar buðu okkur að vera lengur ákváðum við að slá til. Við getum fengið aðstöðu innandyra ef veðrið er að stríða okkur en vonumst þó til að geta verið sem mest úti, enda verður það hálf ávanabindandi að fá súrefni í lungun samhliða æfingunum í stað þess að anda að sér þungu innilofti," segir Vala. „Þá er oftast frekar skjólsælt á svæðinu í kringum heita pottinn en á góðviðrisdögum þegar ströndin er full af fólki höfum við fært okkur upp á grasið þar sem við höfum reist æfingatæki," bætir hún við. En er fólk ekkert feimið við að æfa utandyra fyrir allra augum? „Að öllu jöfnu er nú ekki mikið af fólki á þeim tímum sem við æfum en iðkendur gleyma því oftast um leið og þeir byrja að púla. Þeir sem eiga leið hjá eru síðan mjög áhugasamir um það sem við erum að gera," segir Vala. Hún og Guðjón stofnuðu Kettlebells Iceland árið 2006 og byrjuðu fyrst allra á Íslandi með reglulega ketilbjöllutíma fyrir íþróttamenn og almenning. Þau voru með aðstöðu í Mjölni þar til í vor. Vala segir æfingarnar svipaðar og áður. „Við gerum þrek- og þolæfingar og erum með bjöllur af öllum þyngdum. Þá tökum við spretti, upphífingar og æfingar með eigin líkamsþyngd. Fólk af báðum kynjum og öllum stærðum og gerðum hefur gott af þessu og hver og einn lagar þyngdir og æfingar að sér." Vala segir svæðið bjóða upp á skemmtilega möguleika og að ýmist sé hægt að kæla sig í sjónum eða fara í pottinn eftir púlið. „Í sumar þegar hitinn var mikill gerðum við jafnvel æfingarnar í sjónum, sem var skemmtileg tilbreyting." vera@frettabladid.is Heilsa Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira
Þau Vala Mörk og Guðjón Svansson hjá Kettlebells Iceland hafa verið með aðstöðu á Ylströndinni í Nauthólsvík frá því í byrjun sumars og boðið upp á ketilbjölluæfingar undir berum himni. Þau halda því áfram í vetur. „Þetta hefur verið ofboðslega skemmtilegt og þegar forsvarsmenn Ylstrandarinnar buðu okkur að vera lengur ákváðum við að slá til. Við getum fengið aðstöðu innandyra ef veðrið er að stríða okkur en vonumst þó til að geta verið sem mest úti, enda verður það hálf ávanabindandi að fá súrefni í lungun samhliða æfingunum í stað þess að anda að sér þungu innilofti," segir Vala. „Þá er oftast frekar skjólsælt á svæðinu í kringum heita pottinn en á góðviðrisdögum þegar ströndin er full af fólki höfum við fært okkur upp á grasið þar sem við höfum reist æfingatæki," bætir hún við. En er fólk ekkert feimið við að æfa utandyra fyrir allra augum? „Að öllu jöfnu er nú ekki mikið af fólki á þeim tímum sem við æfum en iðkendur gleyma því oftast um leið og þeir byrja að púla. Þeir sem eiga leið hjá eru síðan mjög áhugasamir um það sem við erum að gera," segir Vala. Hún og Guðjón stofnuðu Kettlebells Iceland árið 2006 og byrjuðu fyrst allra á Íslandi með reglulega ketilbjöllutíma fyrir íþróttamenn og almenning. Þau voru með aðstöðu í Mjölni þar til í vor. Vala segir æfingarnar svipaðar og áður. „Við gerum þrek- og þolæfingar og erum með bjöllur af öllum þyngdum. Þá tökum við spretti, upphífingar og æfingar með eigin líkamsþyngd. Fólk af báðum kynjum og öllum stærðum og gerðum hefur gott af þessu og hver og einn lagar þyngdir og æfingar að sér." Vala segir svæðið bjóða upp á skemmtilega möguleika og að ýmist sé hægt að kæla sig í sjónum eða fara í pottinn eftir púlið. „Í sumar þegar hitinn var mikill gerðum við jafnvel æfingarnar í sjónum, sem var skemmtileg tilbreyting." vera@frettabladid.is
Heilsa Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira