Vatnsréttindi aftur á forræði ríkisvalds 29. ágúst 2011 07:00 Katrín Júlíusdóttir. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra hefur skipað sérfræðingahóp til að vinda ofan af einkavæðingu vatnsréttinda sem fram fór með lagabreytingu árið 1998. Málið er unnið í samráði þingflokka beggja stjórnarflokkanna. „Hluti íslenska vatnsbúskaparins var einkavæddur með lagabreytingu árið 1998. Ég er búin að gera samkomulag og fá sérfræðingateymi til að vinna að tillögugerð um það með hvaða hætti við getum undið ofan af því, þannig að sambærileg lög gildi um allt vatn á landinu,“ segir Katrín. Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður stýrir þeirri vinnu. Ný vatnalög liggja fyrir Alþingi og með þeim á að fara aftur til eldri laga, frá 1923, sem tryggja almannarétt á vatni. Breyting varð á lögunum árið 2006 þannig að í stað upptalningar á því hvernig mætti fara með vatn var talið upp hvað ekki mætti gera varðandi vatn. „Við höfum verið andsnúin þessu og vatnalögin eru að fara í gegn með þeim hætti að ekki sé um einkaeignarrétt að ræða, heldur upptalning á því hvað má gera með vatnsréttindi.“ Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vill að allsherjarendurskoðun fari fram á lögum og reglum um auðlindir, þar með talið vatn. Tryggja verði eignarrétt almennings á auðlindunum. Hann segir fregnir af samningi um kaup Kínverjans Huang Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum eigi að vekja menn til umhugsunar. „Þetta á að verða okkur tilefni til að staldra við og gaumgæfa hvað við raunverulega viljum í þessum efnum. Það á ekki síst við þegar kröfur landeiganda gagnvart auðlindum ganga allar á þann veg að styrkja eignarréttinn,“ segir hann, og vísar til krafna Reykjahlíðar ehf. varðandi Gjástykki. Þar á bæ hafa menn rætt um skaðabótakröfu á hendur ríkinu verði ekki af virkjun. Ögmundur segist munu beita sér fyrir endurskoðun í málaflokknum. „Þá á ég ekki síst við það að við tökum sérstaklega til skoðunar eignarrétt og nýtingarrétt á vatni. Mér sýnist sú umræða ekki nógu vel ígrunduð, en vatnið er auðlind 21. aldarinnar.“ Innanríkisráðherra vill að skýrt sé kveðið á um að eignarréttur á vatni verði í höndum almennings. Síðan megi semja um nýtingarrétt á auðlindinni. - kóp Fréttir Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra hefur skipað sérfræðingahóp til að vinda ofan af einkavæðingu vatnsréttinda sem fram fór með lagabreytingu árið 1998. Málið er unnið í samráði þingflokka beggja stjórnarflokkanna. „Hluti íslenska vatnsbúskaparins var einkavæddur með lagabreytingu árið 1998. Ég er búin að gera samkomulag og fá sérfræðingateymi til að vinna að tillögugerð um það með hvaða hætti við getum undið ofan af því, þannig að sambærileg lög gildi um allt vatn á landinu,“ segir Katrín. Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður stýrir þeirri vinnu. Ný vatnalög liggja fyrir Alþingi og með þeim á að fara aftur til eldri laga, frá 1923, sem tryggja almannarétt á vatni. Breyting varð á lögunum árið 2006 þannig að í stað upptalningar á því hvernig mætti fara með vatn var talið upp hvað ekki mætti gera varðandi vatn. „Við höfum verið andsnúin þessu og vatnalögin eru að fara í gegn með þeim hætti að ekki sé um einkaeignarrétt að ræða, heldur upptalning á því hvað má gera með vatnsréttindi.“ Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vill að allsherjarendurskoðun fari fram á lögum og reglum um auðlindir, þar með talið vatn. Tryggja verði eignarrétt almennings á auðlindunum. Hann segir fregnir af samningi um kaup Kínverjans Huang Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum eigi að vekja menn til umhugsunar. „Þetta á að verða okkur tilefni til að staldra við og gaumgæfa hvað við raunverulega viljum í þessum efnum. Það á ekki síst við þegar kröfur landeiganda gagnvart auðlindum ganga allar á þann veg að styrkja eignarréttinn,“ segir hann, og vísar til krafna Reykjahlíðar ehf. varðandi Gjástykki. Þar á bæ hafa menn rætt um skaðabótakröfu á hendur ríkinu verði ekki af virkjun. Ögmundur segist munu beita sér fyrir endurskoðun í málaflokknum. „Þá á ég ekki síst við það að við tökum sérstaklega til skoðunar eignarrétt og nýtingarrétt á vatni. Mér sýnist sú umræða ekki nógu vel ígrunduð, en vatnið er auðlind 21. aldarinnar.“ Innanríkisráðherra vill að skýrt sé kveðið á um að eignarréttur á vatni verði í höndum almennings. Síðan megi semja um nýtingarrétt á auðlindinni. - kóp
Fréttir Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira