Innlent

20 ár frá staðfestingu á sjálfstæði

Forseti Íslands og borgarstjórinn í Reykjavík tóku á móti forseta Litháens í Höfða í gær.
Forseti Íslands og borgarstjórinn í Reykjavík tóku á móti forseta Litháens í Höfða í gær. Fréttablaðið/GVA
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, buðu Daliu Grybauskaitë, forseta Litháens, í heimsókn í Höfða í gærmorgun. Þá voru tuttugu ár liðin frá því að viðurkenning Íslands á sjálfstæði Eystrasaltsþjóðanna þriggja var staðfest með athöfn í Höfða.

Athöfnin í Höfða var hluti af dagskrá opinberrar heimsóknar Grybauskaitë hingað til lands, en heimsókninni lauk formlega með kvöldverðarboði Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Þingvöllum í gær. - bj



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×