Innlent

Samningi við miðstöð bjargað

Ögmundur Jónasson Innanríkisráðherra segir að enn sé verið að fara yfir upphæð fjárveitingarinnar.
Ögmundur Jónasson Innanríkisráðherra segir að enn sé verið að fara yfir upphæð fjárveitingarinnar. fréttablaðið/anton
Ríkisstjórnin ákvað einróma á fundi sínum í gær að veita aukaframlag til Útlendingastofnunar vegna reksturs miðstöðvar fyrir hælisleitendur í Reykjanesbæ. Að óbreyttu hefði stofnunin þurft að segja upp samningi við Reykjanesbæ þar sem miðstöðin er starfrækt. Var þetta gert að tillögu innanríkisráðherra.

„Við erum enn að fara yfir hvað við þurfum að auka framlagið mikið til miðstöðvarinnar," segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. „En staðreyndin er sú að Útlendingastofnun, eins og aðrar stofnanir sem undir hið opinbera heyra, hafa þurft að sæta niðurskurði."

Ögmundur bendir á að inni í fjárhag og bókhaldi Útlendingastofnunar sé jafnframt fjármögnun miðstöðvarinnar. „En fjöldi einstaklinga er mjög sveiflukenndur," segir Ögmundur. „Ef hælisleitendum fjölgar, þá rýrnar fjárhagur Útlendingastofnunar og þar með geta hennar til að þjónusta þetta fólk. Og þarna er vítahringur sem þarf að rjúfa."

Ríkisstjórnin ákvað þessa fjárveitingu til að koma í veg fyrir að samningi við meðferðarheimilið yrði sagt upp. „Þar með erum við komin á lygnan sjó aftur," segir innanríkisráðherra. - sv



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×