Endurskoða þarf hvata og gatnakerfi 26. ágúst 2011 02:00 sverrir viðar hauksson Sverrir Viðar segir að innan Grænu orkunnar sé unnið að nánum tímasetningum á því hvernig markmið ríkisstjórnarinnar um hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa náist. Í því ljósi sé mikilvægt að horfa til reynslu annarra þjóða; vera ekki alltaf að finna upp hjólið. „Í Noregi er komið eitt stærsta rafbílasamfélag í heiminum, þar eru komnir upp undir fjögur þúsund rafbílar. Þeir eru eiginlega allir á Óslóarsvæðinu og flestir í úthverfunum sem annar bíll heimilisins. Norðmenn hafa fellt niður öll gjöld af rafbílum, þannig að þeir nálgast bensínbíla í innkaupaverði, og boðið er upp á fría hleðslu.“ Sverrir segir að stóri hvatinn varðandi rafmagnsbílana liggi þó í gatnakerfinu. „Rafbílar mega nýta sér akreinar sem eru sérstaklega fyrir strætisvagna. Ég ræddi við mann í Ósló sem býr í úthverfi. Ef hann keyrir á bensínbíl er hann einn klukkutíma og korter á leiðinni heim úr vinnunni. Sé hann á rafmagnsbílnum tekur sama ferð korter. Þarna er hvatinn.“ Sverrir bendir á að að þessu þurfi að huga í skipulagi gatnakerfa. Fækka þurfi umferðarljósum og leggja fleiri mislæg gatnamót og slaufur. Það spari beinharða peninga, þar sem það kosti nokkur þúsund á mánuði fyrir lítinn fólksbíl að standa stopp á rauðu ljósi í daglegri umferð. „Reyndar er kominn búnaður í bíla sem stöðvar vélina á ljósum, svokallaður „stop and go“ búnaður. Þessu fylgir hins vegar ákveðið flækjustig, en stjórnvöld geta leyst úr því með því að fella niður skatta á ákveðna aukahluti sem gera bíla vistvænni.“ Fréttir Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Sjá meira
Sverrir Viðar segir að innan Grænu orkunnar sé unnið að nánum tímasetningum á því hvernig markmið ríkisstjórnarinnar um hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa náist. Í því ljósi sé mikilvægt að horfa til reynslu annarra þjóða; vera ekki alltaf að finna upp hjólið. „Í Noregi er komið eitt stærsta rafbílasamfélag í heiminum, þar eru komnir upp undir fjögur þúsund rafbílar. Þeir eru eiginlega allir á Óslóarsvæðinu og flestir í úthverfunum sem annar bíll heimilisins. Norðmenn hafa fellt niður öll gjöld af rafbílum, þannig að þeir nálgast bensínbíla í innkaupaverði, og boðið er upp á fría hleðslu.“ Sverrir segir að stóri hvatinn varðandi rafmagnsbílana liggi þó í gatnakerfinu. „Rafbílar mega nýta sér akreinar sem eru sérstaklega fyrir strætisvagna. Ég ræddi við mann í Ósló sem býr í úthverfi. Ef hann keyrir á bensínbíl er hann einn klukkutíma og korter á leiðinni heim úr vinnunni. Sé hann á rafmagnsbílnum tekur sama ferð korter. Þarna er hvatinn.“ Sverrir bendir á að að þessu þurfi að huga í skipulagi gatnakerfa. Fækka þurfi umferðarljósum og leggja fleiri mislæg gatnamót og slaufur. Það spari beinharða peninga, þar sem það kosti nokkur þúsund á mánuði fyrir lítinn fólksbíl að standa stopp á rauðu ljósi í daglegri umferð. „Reyndar er kominn búnaður í bíla sem stöðvar vélina á ljósum, svokallaður „stop and go“ búnaður. Þessu fylgir hins vegar ákveðið flækjustig, en stjórnvöld geta leyst úr því með því að fella niður skatta á ákveðna aukahluti sem gera bíla vistvænni.“
Fréttir Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Sjá meira