Eyjamenn taka stóra prófið í kvöld Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. ágúst 2011 07:00 Það mun mikið mæða á KR-ingnum Guðmundi Reyni Gunnarssyni og Eyjamanninum Finni Ólafssyni í kvöld. KR vann dramatískan 1-0 sigur í leik liðanna á KR-vellinum í fyrra. fréttablaðið/stefán KR og ÍBV mætast í fyrsta sinn á tímabilinu í kvöld þegar leikur liðanna úr 9. umferð fer fram. Leiknum var frestað á sínum tíma vegna þátttöku liðanna í Evrópukeppnunum. Um toppslag er að ræða í deildinni og ljóst að það er mikið undir. KR-ingar eru enn taplausir í deildinni og geta með sigri í kvöld tekið fimm stiga forystu í deildinni auk þess að eiga leik til góða. Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, veit hvað það þýðir. „Það myndi í raun þýða að mótið væri búið,“ sagði Heimir í samtali við Fréttablaðið í gær. Kollegi hans hjá KR, Rúnar Kristinsson, vill þó ekki taka svo djúpt í árinni. „Hvernig sem leikurinn fer þá er Íslandsmótinu ekki lokið. Þetta er ekki úrslitaleikur. Vissulega er þetta mikilvægur leikur fyrir bæði lið eins og hver annar leikur. Þessi eini leikur mun ekki hafa úrslitaáhrif í mótinu.“ Heimir fer í svipaða sálma og segir að sínir leikmenn megi ekki gleyma sér í þessum eina leik. „Við eigum leik gegn Víkingi þremur dögum síðar og það eru jafnmörg stig í boði í þeim leik. Við viljum ekki byggja upp of miklar væntingar fyrir leikinn gegn KR – leikmenn mega ekki leggjast í volæði þó svo að hann tapist því staðreyndin er sú að staða okkar í deildinni er mjög góð sama hvernig leikurinn endar.“ Heimir segir þó rétta tímann til að mæta KR nú. „Þeir hafa sjálfir rætt um að það sé þreyta í liðinu og svo eru meiðsli í þeirra röðum. Það er því rétti tíminn nú til að láta slag standa og við ætlum að reyna að vinna leikinn í kvöld.“ Mikið leikjaálag á KRRúnar segir að leikjaálagið hafi haft áhrif. „Við spiluðum sex leiki í Evrópukeppninni og fórum alla leið í bikarnum og því höfum við spilað fleiri leiki en önnur lið í deildinni. En við erum líka með stóran leikmannahóp og við vitum vel að fylgifiskur þess að ná árangri er mikið álag á leikmenn,“ sagði hann. „Það þýðir samt ekkert að dvelja of lengi við þetta og við erum alls ekki að búa til neinar afsakanir. Við verðum eins mikið tilbúnir og hægt er fyrir leikinn í kvöld og höfum engar afsakanir sama hvernig hann fer.“ Staðan á leikmannahópi ÍBV er fín. Aðeins einn leikmaður, Denis Sytnik, er frá vegna meiðsla og spilar hann líklega ekkert meira með í sumar. Hápressan hefur skilað árangriÍBV hefur spilað á köflum mjög grimman bolta gegn sínum andstæðingum og segir Rúnar að hápressan hafi reynst Eyjamönnum vel. „ÍBV er með vel skipulagt lið og liðinu hefur tekist mjög vel til að spila sinn bolta. Það sýnir bæði árangurinn í sumar og í fyrra. Þetta eru vinnusamir og duglegir strákar og við munum mæta þeim af hörku,“ segir Rúnar en ætlar samt ekki að breyta miklu í leikskipulagi sinna manna. „Við höfum ekki lagt það í okkar vana að liggja til baka og beita skyndisóknum og við munum ekki breyta út af okkar venjum. Við munum fyrst og fremst hugsa um okkar eigin leik og hvernig við viljum að leikurinn spilist.“ Auglýsi ekki í blöðunumSjálfur segir Heimir að ÍBV hafi átt það til að liggja til baka og að það hafi einnig skilað árangri. „Við höfum bæði bakkað og pressað. Hápressan hefur kannski fengið meiri athygli en við höfum ekki síður náð góðum úrslitum þegar við höfum lagt meiri áherslu á varnarleikinn. En fyrir vikið eru leikirnir hægari og það finnst mönnum ferlega leiðinlegt,“ segir hann í léttum dúr. „Ég ætla vitanlega ekki að auglýsa það í blöðunum hvernig við munum spila en við munum að sjálfsögðu reyna að vinna leikinn.“ Ekki meiri pressa á KRKR-ingar hafa í gegnum tíðina búið við miklar væntingar enda krafan um titil hávær á hverju ári í vesturbænum. Rúnar vill þó ekki kannast við að það sé meiri pressa á KR en öðrum liðum í deildinni. „Fyrir tímabilið stefndu 6-7 lið á að blanda sér í toppbaráttuna og ég get ekki séð að það sé meiri pressa á okkur en þeim. Strákarnir eru einfaldlega búnir að æfa vel í ár og þeir vilja ná árangri. Við höfum staðið okkur vel hingað til og mótið er komið vel á veg. Ef eitthvert álag hefur verið til staðar hingað til þá hafa strákarnir höndlað það mjög vel.“ Heimir er sömuleiðis ánægður með stöðu ÍBV í deildinni en bendir á að margir hafi ef til vill ekki búist við svo miklu af Eyjamönnum í sumar. „Umræðan um okkur hefur ef til vill verið á þann veginn að allir eru að bíða eftir því að blaðran springi. Við erum einfaldlega mjög ánægðir með hópinn og þann árangur sem hann hefur náð á skömmum tíma. Við erum ekki langt frá þeim árangri sem við náðum í fyrra og þá voru allir ánægðir. Við höfðum mjög gaman af því að vera í toppbaráttunni fram í síðustu umferð í fyrra og viljum endurtaka leikinn nú.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
KR og ÍBV mætast í fyrsta sinn á tímabilinu í kvöld þegar leikur liðanna úr 9. umferð fer fram. Leiknum var frestað á sínum tíma vegna þátttöku liðanna í Evrópukeppnunum. Um toppslag er að ræða í deildinni og ljóst að það er mikið undir. KR-ingar eru enn taplausir í deildinni og geta með sigri í kvöld tekið fimm stiga forystu í deildinni auk þess að eiga leik til góða. Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, veit hvað það þýðir. „Það myndi í raun þýða að mótið væri búið,“ sagði Heimir í samtali við Fréttablaðið í gær. Kollegi hans hjá KR, Rúnar Kristinsson, vill þó ekki taka svo djúpt í árinni. „Hvernig sem leikurinn fer þá er Íslandsmótinu ekki lokið. Þetta er ekki úrslitaleikur. Vissulega er þetta mikilvægur leikur fyrir bæði lið eins og hver annar leikur. Þessi eini leikur mun ekki hafa úrslitaáhrif í mótinu.“ Heimir fer í svipaða sálma og segir að sínir leikmenn megi ekki gleyma sér í þessum eina leik. „Við eigum leik gegn Víkingi þremur dögum síðar og það eru jafnmörg stig í boði í þeim leik. Við viljum ekki byggja upp of miklar væntingar fyrir leikinn gegn KR – leikmenn mega ekki leggjast í volæði þó svo að hann tapist því staðreyndin er sú að staða okkar í deildinni er mjög góð sama hvernig leikurinn endar.“ Heimir segir þó rétta tímann til að mæta KR nú. „Þeir hafa sjálfir rætt um að það sé þreyta í liðinu og svo eru meiðsli í þeirra röðum. Það er því rétti tíminn nú til að láta slag standa og við ætlum að reyna að vinna leikinn í kvöld.“ Mikið leikjaálag á KRRúnar segir að leikjaálagið hafi haft áhrif. „Við spiluðum sex leiki í Evrópukeppninni og fórum alla leið í bikarnum og því höfum við spilað fleiri leiki en önnur lið í deildinni. En við erum líka með stóran leikmannahóp og við vitum vel að fylgifiskur þess að ná árangri er mikið álag á leikmenn,“ sagði hann. „Það þýðir samt ekkert að dvelja of lengi við þetta og við erum alls ekki að búa til neinar afsakanir. Við verðum eins mikið tilbúnir og hægt er fyrir leikinn í kvöld og höfum engar afsakanir sama hvernig hann fer.“ Staðan á leikmannahópi ÍBV er fín. Aðeins einn leikmaður, Denis Sytnik, er frá vegna meiðsla og spilar hann líklega ekkert meira með í sumar. Hápressan hefur skilað árangriÍBV hefur spilað á köflum mjög grimman bolta gegn sínum andstæðingum og segir Rúnar að hápressan hafi reynst Eyjamönnum vel. „ÍBV er með vel skipulagt lið og liðinu hefur tekist mjög vel til að spila sinn bolta. Það sýnir bæði árangurinn í sumar og í fyrra. Þetta eru vinnusamir og duglegir strákar og við munum mæta þeim af hörku,“ segir Rúnar en ætlar samt ekki að breyta miklu í leikskipulagi sinna manna. „Við höfum ekki lagt það í okkar vana að liggja til baka og beita skyndisóknum og við munum ekki breyta út af okkar venjum. Við munum fyrst og fremst hugsa um okkar eigin leik og hvernig við viljum að leikurinn spilist.“ Auglýsi ekki í blöðunumSjálfur segir Heimir að ÍBV hafi átt það til að liggja til baka og að það hafi einnig skilað árangri. „Við höfum bæði bakkað og pressað. Hápressan hefur kannski fengið meiri athygli en við höfum ekki síður náð góðum úrslitum þegar við höfum lagt meiri áherslu á varnarleikinn. En fyrir vikið eru leikirnir hægari og það finnst mönnum ferlega leiðinlegt,“ segir hann í léttum dúr. „Ég ætla vitanlega ekki að auglýsa það í blöðunum hvernig við munum spila en við munum að sjálfsögðu reyna að vinna leikinn.“ Ekki meiri pressa á KRKR-ingar hafa í gegnum tíðina búið við miklar væntingar enda krafan um titil hávær á hverju ári í vesturbænum. Rúnar vill þó ekki kannast við að það sé meiri pressa á KR en öðrum liðum í deildinni. „Fyrir tímabilið stefndu 6-7 lið á að blanda sér í toppbaráttuna og ég get ekki séð að það sé meiri pressa á okkur en þeim. Strákarnir eru einfaldlega búnir að æfa vel í ár og þeir vilja ná árangri. Við höfum staðið okkur vel hingað til og mótið er komið vel á veg. Ef eitthvert álag hefur verið til staðar hingað til þá hafa strákarnir höndlað það mjög vel.“ Heimir er sömuleiðis ánægður með stöðu ÍBV í deildinni en bendir á að margir hafi ef til vill ekki búist við svo miklu af Eyjamönnum í sumar. „Umræðan um okkur hefur ef til vill verið á þann veginn að allir eru að bíða eftir því að blaðran springi. Við erum einfaldlega mjög ánægðir með hópinn og þann árangur sem hann hefur náð á skömmum tíma. Við erum ekki langt frá þeim árangri sem við náðum í fyrra og þá voru allir ánægðir. Við höfðum mjög gaman af því að vera í toppbaráttunni fram í síðustu umferð í fyrra og viljum endurtaka leikinn nú.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira