Skólastjórinn er svartsýnn 23. ágúst 2011 05:00 Hilmar Oddsson Eignarhaldið virðist standa í vegi fyrir lausn á vanda Kvikmyndaskóla Íslands, segir skólastjórinn, sem kveður menntamálaráðuneytið hafa hafnað tillögu um breytt eignarhald.FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Ég er rosalega svartsýnn,“ segir Hilmar Oddsson, skólastjóri Kvikmyndaskóla Íslands, eftir fund um fjárhagsvanda skólans í menntamálaráðuneytinu síðdegis í gær. Skólinn var ekki settur í gær. Hilmar segir að fulltrúar skólans hafi í gærmorgun sett fram óformlega tillögu um breytt eignarhald á skólanum. „Það er augljóst að það er styrr um rekstrar- og eignarðaðila að skólanum. Við vorum að reyna að finna leið framhjá þeim ef það eru þeir sem eru að trufla málið. Því var hafnað,“ segir Hilmar. Skólastjórinn segir málið ekki búið en sér sýnist að ekkert sé hægt að gera fyrir Kvikmyndaskólann. „Það er það sem okkur er sagt,“ segir Hilmar, sem kveður erfiða stöðu þá koma upp. „Það sem gerist er að 150 nemendur hrökklast frá námi og það þarf að finna þeim einhvern stað. Það er ekki eins auðvelt og einhverjir kannski ætla.“ Hilmar segir ábyrgðina á stöðu nemendanna að hluta liggja hjá aðstandendum skólans. „En við höldum því fram að við berum ábyrgðina ekki ein – það gera báðir aðilarnir,“ segir hann. Svandís Svavarsdóttir, starfandi menntamálaráðherra, sat fundinn í gær ásamt fleiri starfsmönnum ráðuneytisins. Þar voru einnig fulltrúar skólans og kennara hans og nemenda. Svandís segir það hafa verið fyrsta fundinn með öllum aðilum málsins. „Uppleggið á fundinum var að stjórnendur skólans gerðu ráðuneytinu grein fyrir því hvernig þeir ætluðu að uppfylla skuldbindingar sínar gagnvart nemendum sem lofað hefði verið ákveðinni menntun. Þeirri spurningu hefur enn ekki fyllilega verið svarað,“ segir ráðherrann. Spurð um ábyrgð segir Svandís ljóst að skólinn hafi kosið að vaxa án þess að fjármagn væri til fyrir þeim rekstri. Slík framkoma gagnvart nemendum væri umhugsunarefni. „Það má líka velta fyrir sér hver sé staða nemenda sem gera samkomulag af þessu tagi við einkaaðila sem getur stækkað eða minnkað eins og honum sýnist en þegar vandinn kemur upp er gert ráð fyrir að hið opinbera komi og hjálpi til,“ segir Svandís, sem kveðst munu gera allt sem hún geti til að greiða úr málum nemendanna. Nemendur Kvikmyndaskólans fylktu í gærmorgun liði á Vinnumálastofnuna og sóttu um atvinnuleysisbætur. Þeir segjast ekki skilja hvers vegna ekki hafi verið samið við skólann; öll gögn bendi til þess að hagkvæmast sé fyrir alla aðila að halda rekstri hans áfram. gar@frettabladid.is magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Innlent Goddur er látinn Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
„Ég er rosalega svartsýnn,“ segir Hilmar Oddsson, skólastjóri Kvikmyndaskóla Íslands, eftir fund um fjárhagsvanda skólans í menntamálaráðuneytinu síðdegis í gær. Skólinn var ekki settur í gær. Hilmar segir að fulltrúar skólans hafi í gærmorgun sett fram óformlega tillögu um breytt eignarhald á skólanum. „Það er augljóst að það er styrr um rekstrar- og eignarðaðila að skólanum. Við vorum að reyna að finna leið framhjá þeim ef það eru þeir sem eru að trufla málið. Því var hafnað,“ segir Hilmar. Skólastjórinn segir málið ekki búið en sér sýnist að ekkert sé hægt að gera fyrir Kvikmyndaskólann. „Það er það sem okkur er sagt,“ segir Hilmar, sem kveður erfiða stöðu þá koma upp. „Það sem gerist er að 150 nemendur hrökklast frá námi og það þarf að finna þeim einhvern stað. Það er ekki eins auðvelt og einhverjir kannski ætla.“ Hilmar segir ábyrgðina á stöðu nemendanna að hluta liggja hjá aðstandendum skólans. „En við höldum því fram að við berum ábyrgðina ekki ein – það gera báðir aðilarnir,“ segir hann. Svandís Svavarsdóttir, starfandi menntamálaráðherra, sat fundinn í gær ásamt fleiri starfsmönnum ráðuneytisins. Þar voru einnig fulltrúar skólans og kennara hans og nemenda. Svandís segir það hafa verið fyrsta fundinn með öllum aðilum málsins. „Uppleggið á fundinum var að stjórnendur skólans gerðu ráðuneytinu grein fyrir því hvernig þeir ætluðu að uppfylla skuldbindingar sínar gagnvart nemendum sem lofað hefði verið ákveðinni menntun. Þeirri spurningu hefur enn ekki fyllilega verið svarað,“ segir ráðherrann. Spurð um ábyrgð segir Svandís ljóst að skólinn hafi kosið að vaxa án þess að fjármagn væri til fyrir þeim rekstri. Slík framkoma gagnvart nemendum væri umhugsunarefni. „Það má líka velta fyrir sér hver sé staða nemenda sem gera samkomulag af þessu tagi við einkaaðila sem getur stækkað eða minnkað eins og honum sýnist en þegar vandinn kemur upp er gert ráð fyrir að hið opinbera komi og hjálpi til,“ segir Svandís, sem kveðst munu gera allt sem hún geti til að greiða úr málum nemendanna. Nemendur Kvikmyndaskólans fylktu í gærmorgun liði á Vinnumálastofnuna og sóttu um atvinnuleysisbætur. Þeir segjast ekki skilja hvers vegna ekki hafi verið samið við skólann; öll gögn bendi til þess að hagkvæmast sé fyrir alla aðila að halda rekstri hans áfram. gar@frettabladid.is magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Innlent Goddur er látinn Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent