Frumvarp stjórnlagaráðs afhent Alþingi 30. júlí 2011 06:30 Það var létt yfir fulltrúum í stjórnlagaráði þegar þeir afhentu forseta Alþingis frumvarp að nýrri stjórnarskrá í gær. Mynd/Stefán Karlsson Stjórnlagaráð afhenti forseta Alþingis, Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, frumvarp að nýrri stjórnarskrá í Iðnó í gær. Frumvarpið var samþykkt einróma á síðasta fundi ráðsins á miðvikudag. Leiðarstef stjórnlagaráðs voru þrjú: valddreifing, gegnsæi og ábyrgð. Salvör Nordal, formaður stjórnlagaráðs, sagði ráðsliða afar stolta af verki sínu og því að tekist hefði að ljúka starfinu í góðri samvinnu hvert við annað og við þjóðina. „Við óskum þess að sem mestar og ítarlegastar umræður fari nú fram um frumvarpið á öllum sviðum samfélagsins.” Ásta Ragnheiður þakkaði stjórnlagaráði fyrir vel unnin störf og sagðist vonast eftir því að í fyllingu tímans fengju Íslendingar stjórnarskrá sem þeir væru ekki aðeins sáttir við heldur stoltir af. Alþingi tekur frumvarpið nú til umfjöllunar og viðbúið er að það taki nokkrum breytingum í meðferð þingsins. Í fréttatilkynningu segir að ráðsliðar séu einhuga um að veita beri landsmönnum færi á að greiða atkvæði um nýja stjórnar-skrá áður en Alþingi afgreiðir frumvarpið endanlega. Spurð hvort stjórnlagaráð eða ráðsliðar myndu tjá sig um þær breytingar sem Alþingi kann að gera svaraði Salvör: „Við erum auðvitað hvert á okkar forsendum núna eftir að starfi stjórnlagaráðs lýkur og ég efa það ekki að einhverjir einstaklingar munu tjá sig um þær breytingar. En við lýsum okkur líka reiðubúin til að koma að verkinu aftur ef það hafa orðið miklar breytingar á okkar tillögum.“ Ari Teitsson, varaformaður stjórnlagaráðs, sagði frumvarpið góðan grunn að nýrri stjórnarskrá. Spurður hvort frumvarpið yrði að nýrri stjórnarskrá svaraði hann: „Ég held að við séum viss um að það sem við höfum nú lagt fyrir þjóðina verður notað. Við getum kannski ekki fullyrt að allar 114 greinarnar verði notaðar en ég er alveg sannfærður um að mikill meirihluti þeirra verður óbreyttur.“ Loks lögðu fulltrúar í stjórnlagaráði áherslu á að fólk missti ekki sjónar á stóru myndinni. Frumvarpið yrði eflaust skoðað og gagnrýnt en það þyldi slíka skoðun. magnusl@frettabladid.is Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Sjá meira
Stjórnlagaráð afhenti forseta Alþingis, Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, frumvarp að nýrri stjórnarskrá í Iðnó í gær. Frumvarpið var samþykkt einróma á síðasta fundi ráðsins á miðvikudag. Leiðarstef stjórnlagaráðs voru þrjú: valddreifing, gegnsæi og ábyrgð. Salvör Nordal, formaður stjórnlagaráðs, sagði ráðsliða afar stolta af verki sínu og því að tekist hefði að ljúka starfinu í góðri samvinnu hvert við annað og við þjóðina. „Við óskum þess að sem mestar og ítarlegastar umræður fari nú fram um frumvarpið á öllum sviðum samfélagsins.” Ásta Ragnheiður þakkaði stjórnlagaráði fyrir vel unnin störf og sagðist vonast eftir því að í fyllingu tímans fengju Íslendingar stjórnarskrá sem þeir væru ekki aðeins sáttir við heldur stoltir af. Alþingi tekur frumvarpið nú til umfjöllunar og viðbúið er að það taki nokkrum breytingum í meðferð þingsins. Í fréttatilkynningu segir að ráðsliðar séu einhuga um að veita beri landsmönnum færi á að greiða atkvæði um nýja stjórnar-skrá áður en Alþingi afgreiðir frumvarpið endanlega. Spurð hvort stjórnlagaráð eða ráðsliðar myndu tjá sig um þær breytingar sem Alþingi kann að gera svaraði Salvör: „Við erum auðvitað hvert á okkar forsendum núna eftir að starfi stjórnlagaráðs lýkur og ég efa það ekki að einhverjir einstaklingar munu tjá sig um þær breytingar. En við lýsum okkur líka reiðubúin til að koma að verkinu aftur ef það hafa orðið miklar breytingar á okkar tillögum.“ Ari Teitsson, varaformaður stjórnlagaráðs, sagði frumvarpið góðan grunn að nýrri stjórnarskrá. Spurður hvort frumvarpið yrði að nýrri stjórnarskrá svaraði hann: „Ég held að við séum viss um að það sem við höfum nú lagt fyrir þjóðina verður notað. Við getum kannski ekki fullyrt að allar 114 greinarnar verði notaðar en ég er alveg sannfærður um að mikill meirihluti þeirra verður óbreyttur.“ Loks lögðu fulltrúar í stjórnlagaráði áherslu á að fólk missti ekki sjónar á stóru myndinni. Frumvarpið yrði eflaust skoðað og gagnrýnt en það þyldi slíka skoðun. magnusl@frettabladid.is
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Sjá meira