Telur skrímsli búa í holum í Geirþjófsfirði 30. júní 2011 11:00 Árni Kópsson kafari stendur við myndavélina sem send var niður í holu í Geirþjófsfirði í Arnarfirði. Nú ætlar Árni að rannsaka nánar myndskeiðið þar sem dularfullu fyrirbæri bregður fyrir. Mynd/Ásta Sif Holurnar í Geirþjófsfirði Á þessari þrívíddarmynd sjást holurnar í Geirþjófsfirði.Mynd/Guðrún Helgadóttir „Það voru einhver kvikindi þarna sem maður sá ekki almennilega, eitthvað sem var eldsnöggt að forða sér þegar komið var nálægt því," segir Árni Kópsson kafari sem fór síðastliðinn fimmtudag í skrímslarannsóknarleiðangur í Geirþjófsfjörð í Arnarfirði. Hann segist nú ætla að horfa gaumgæfilega á myndskeið sem hann tók í leiðangrinum til að ráða fram úr gátunni. Árni sendi djúpsjávarmyndavél niður í holu á sjávarbotni en nokkrar slíkar fundust fyrir nokkrum árum þegar Hafrannsóknastofnun gerði geislamælingakort af fjarðarbotninum. Árni segir að einnig hafi verið krökkt af rækju og nokkuð af fiski í holunni. Hann telur að um tíu til fimmtán metrar séu frá opi stærstu holunnar og niður að botni hennar sem er tæpum hundrað metrum fyrir neðan yfirborð sjávar. Þorvaldur Friðriksson skrímslafræðingur, sem var með í ferðinni, segir að tilgangur hennar hafi verið að kanna fyrirbæri á Stapadýpi á fjarðarbotni Geirþjófsfjarðar. Hann hefur safnað skrímslasögum og segir að margar þeirra séu frá svæðinu í námunda við holurnar. Hann telur því líklegt að þar séu heimkynni skrímsla. Árni segir að afrakstur ferðarinnar renni stoðum undir þá kenningu frekar en að afsanna hana. Meðal skrímslasagna sem til eru úr Arnarfirði er frásögn frá fyrri hluta síðustu aldar af skrímsli sem gekk á land og gerði árás á bæinn Krók sem var æskuheimili Árna Friðrikssonar snemma á síðustu öld. Árni varð síðar frumkvöðull í fiskifræðum á Íslandi og er skip Hafrannsóknastofnunar nefnt eftir honum. „En það eru ekki allar sögurnar svo gamlar, til dæmis er til tiltölulega nýleg frásögn af skrímsli með rautt fax sem sást þarna í Arnarfirðinum." Guðrún Helgadóttir, jarðfræðingur á Hafrannsóknastofnun, segir að víðar megi finna svona gíga eða holur við landið. „Almennt er talið að þessi fyrirbæri hafi myndast við einhvers konar útstreymi vökva eða gass, sem getur verið af ýmsum toga," segir hún. „Ein líkleg skýring á holum innfjarðar er gasmyndun vegna rotnandi lífvera." Spurð um kenningu Þorvaldar segir hún: „það er auðvitað mjög skemmtileg skýring." Það voru Skrímslasetrið á Bíldudal, Jón Þórðarsonar athafnamaður og Arnfirðingafélagið sem stóðu að leiðangrinum. jse@frettabladid.is Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira
Holurnar í Geirþjófsfirði Á þessari þrívíddarmynd sjást holurnar í Geirþjófsfirði.Mynd/Guðrún Helgadóttir „Það voru einhver kvikindi þarna sem maður sá ekki almennilega, eitthvað sem var eldsnöggt að forða sér þegar komið var nálægt því," segir Árni Kópsson kafari sem fór síðastliðinn fimmtudag í skrímslarannsóknarleiðangur í Geirþjófsfjörð í Arnarfirði. Hann segist nú ætla að horfa gaumgæfilega á myndskeið sem hann tók í leiðangrinum til að ráða fram úr gátunni. Árni sendi djúpsjávarmyndavél niður í holu á sjávarbotni en nokkrar slíkar fundust fyrir nokkrum árum þegar Hafrannsóknastofnun gerði geislamælingakort af fjarðarbotninum. Árni segir að einnig hafi verið krökkt af rækju og nokkuð af fiski í holunni. Hann telur að um tíu til fimmtán metrar séu frá opi stærstu holunnar og niður að botni hennar sem er tæpum hundrað metrum fyrir neðan yfirborð sjávar. Þorvaldur Friðriksson skrímslafræðingur, sem var með í ferðinni, segir að tilgangur hennar hafi verið að kanna fyrirbæri á Stapadýpi á fjarðarbotni Geirþjófsfjarðar. Hann hefur safnað skrímslasögum og segir að margar þeirra séu frá svæðinu í námunda við holurnar. Hann telur því líklegt að þar séu heimkynni skrímsla. Árni segir að afrakstur ferðarinnar renni stoðum undir þá kenningu frekar en að afsanna hana. Meðal skrímslasagna sem til eru úr Arnarfirði er frásögn frá fyrri hluta síðustu aldar af skrímsli sem gekk á land og gerði árás á bæinn Krók sem var æskuheimili Árna Friðrikssonar snemma á síðustu öld. Árni varð síðar frumkvöðull í fiskifræðum á Íslandi og er skip Hafrannsóknastofnunar nefnt eftir honum. „En það eru ekki allar sögurnar svo gamlar, til dæmis er til tiltölulega nýleg frásögn af skrímsli með rautt fax sem sást þarna í Arnarfirðinum." Guðrún Helgadóttir, jarðfræðingur á Hafrannsóknastofnun, segir að víðar megi finna svona gíga eða holur við landið. „Almennt er talið að þessi fyrirbæri hafi myndast við einhvers konar útstreymi vökva eða gass, sem getur verið af ýmsum toga," segir hún. „Ein líkleg skýring á holum innfjarðar er gasmyndun vegna rotnandi lífvera." Spurð um kenningu Þorvaldar segir hún: „það er auðvitað mjög skemmtileg skýring." Það voru Skrímslasetrið á Bíldudal, Jón Þórðarsonar athafnamaður og Arnfirðingafélagið sem stóðu að leiðangrinum. jse@frettabladid.is
Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira