Ágreiningur um byggðaáherslurnar 21. júní 2011 05:00 fiskveiðar Stjórnarliðar eru ekki á eitt sáttir um hve mikið vægi byggðasjónarmið eiga að hafa í lögum um fiskveiðistjórnun. Ljóst er að vinna er fram undan innan þings um frumvarpið. fréttablaðið/jón sigurður ólína þorvarðardóttir Ólína Þorvarðardóttir, varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, segir ekki hægt að skoða kvótamál eingöngu út frá nýútkominni hagfræðingaskýrslu. Til að setja málið í samhengi þurfi aðra úttekt; á afleiðingum núverandi kvótakerfis á byggðir og samfélag síðustu 20 árin. „Hana þurfum við að hafa í vinstri hendi og vega og meta á móti þeirri sem nú liggur í hægri hendi,“ segir Ólína. Hún heggur í sama knérunn og formaður nefndarinnar, Lilja Rafney Magnúsdóttir, sem sagði í Fréttablaðinu í gær að horfa þyrfti á málið út frá fleiri þáttum en hagfræðilegum. Ólína segir skýrsluna ágæta, en henni hugnist ekki það sjónarmið að sjávarútvegurinn eigi að að vera sambandslaus við samfélagið og síðan verði greiddir byggðarstyrkir eftir þörfum. Hennar stjórnmálastefna sé ekki að halda byggðarlögum í öndunarvélum ölmusustyrkja. Ljóst er að Ólína er ekki sammála þeirri áherslu sem samflokksmaður hennar, Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, hefur sett fram. Hann segir aðalmarkmiðið vera að tryggja góðan rekstrar- og samkeppnishæfan sjávarútveg. Atvinnustefna á forsendum byggðastefnu hafi aldrei gefist vel, hvorki hér á landi né annars staðar. „Það er sjálfsagt að reyna að koma við byggðatilliti að einhverju leyti í sjávarútveginum en höfuðmarkmiðið í þessari atvinnugrein eins og öðum hlýtur að vera að tryggja arðsemi. Öðrum sjónarmiðum, svo sem byggðartengdum, má mæta með sértækum aðgerðum.“ Ólína gagnrýnir sjónarhorn skýrsluhöfunda sem miðist við núverandi stöðu útgerðarinnar. Þegar rætt sé um að arður renni úr einni átt inn í samfélagið þurfi ekki djúpa hagfræðihugsun til að sjá að það rýri að einhverju leyti útgerðina. Sjávarbyggðirnar hafi hins vegar staðið undir hagsæld um langt skeið og það gangi ekki að atvinnuvegir sogi til sín án þess að skila í eðlilegu hlutfalli til baka. Ekki náðist í Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við vinnslu fréttarinnar. Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir að málið eigi eftir að fá þinglega meðferð. „Að mínu viti er ekkert í þessari hagfræðilegu úttekt sem kemur á óvart.“ Samkvæmt heimildum blaðsins ganga hagfræðingar úr nefndinni á fund sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar í dag. kolbeinn@frettabladid.isárni páll árnason Fréttir Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
ólína þorvarðardóttir Ólína Þorvarðardóttir, varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, segir ekki hægt að skoða kvótamál eingöngu út frá nýútkominni hagfræðingaskýrslu. Til að setja málið í samhengi þurfi aðra úttekt; á afleiðingum núverandi kvótakerfis á byggðir og samfélag síðustu 20 árin. „Hana þurfum við að hafa í vinstri hendi og vega og meta á móti þeirri sem nú liggur í hægri hendi,“ segir Ólína. Hún heggur í sama knérunn og formaður nefndarinnar, Lilja Rafney Magnúsdóttir, sem sagði í Fréttablaðinu í gær að horfa þyrfti á málið út frá fleiri þáttum en hagfræðilegum. Ólína segir skýrsluna ágæta, en henni hugnist ekki það sjónarmið að sjávarútvegurinn eigi að að vera sambandslaus við samfélagið og síðan verði greiddir byggðarstyrkir eftir þörfum. Hennar stjórnmálastefna sé ekki að halda byggðarlögum í öndunarvélum ölmusustyrkja. Ljóst er að Ólína er ekki sammála þeirri áherslu sem samflokksmaður hennar, Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, hefur sett fram. Hann segir aðalmarkmiðið vera að tryggja góðan rekstrar- og samkeppnishæfan sjávarútveg. Atvinnustefna á forsendum byggðastefnu hafi aldrei gefist vel, hvorki hér á landi né annars staðar. „Það er sjálfsagt að reyna að koma við byggðatilliti að einhverju leyti í sjávarútveginum en höfuðmarkmiðið í þessari atvinnugrein eins og öðum hlýtur að vera að tryggja arðsemi. Öðrum sjónarmiðum, svo sem byggðartengdum, má mæta með sértækum aðgerðum.“ Ólína gagnrýnir sjónarhorn skýrsluhöfunda sem miðist við núverandi stöðu útgerðarinnar. Þegar rætt sé um að arður renni úr einni átt inn í samfélagið þurfi ekki djúpa hagfræðihugsun til að sjá að það rýri að einhverju leyti útgerðina. Sjávarbyggðirnar hafi hins vegar staðið undir hagsæld um langt skeið og það gangi ekki að atvinnuvegir sogi til sín án þess að skila í eðlilegu hlutfalli til baka. Ekki náðist í Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við vinnslu fréttarinnar. Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir að málið eigi eftir að fá þinglega meðferð. „Að mínu viti er ekkert í þessari hagfræðilegu úttekt sem kemur á óvart.“ Samkvæmt heimildum blaðsins ganga hagfræðingar úr nefndinni á fund sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar í dag. kolbeinn@frettabladid.isárni páll árnason
Fréttir Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira