Voru á leiðinni af jöklinum þegar gosið hófst 23. maí 2011 03:30 Ótal eldingar sáust í gosmekkinum í gær. Hann sést hér frá Vatnajökli, en jeppamenn óku upp á jökulinn og komust nálægt eldstöðinni. Mynd/jón ólafur magnússon Félagar úr fjallaklúbbnum 24x24 á Akureyri voru á Vatnajökli þegar gosið hófst og létu vita af því. „Við vorum þarna tíu félagar sem vorum að ganga á Miðfellstind í Vatnajökli," segir Ragnar Sverrisson. „Við byrjuðum að labba klukkan tvö aðfaranótt laugardags og vorum á fimmtán tíma labbi. Þegar við komum niður af tindinum keyrðum við að Kirkjubæjarklaustri. Það var alveg heiðskírt og við horfðum á jökulinn þegar eitt okkar í bílnum sagði: „Sjáið þið hvíta skýið sem kemur upp úr jöklinum." Annað sagði þá að það kæmu ekki ský upp úr jöklum," segir Ragnar. Skýið hækkaði og hækkaði svo hópurinn ákvað að stoppa bílana. „Við horfðum á þetta og fórum að taka myndir og föttuðum að þetta væri gos. Svo bara biðum við og horfðum í hálftíma og sáum þetta hækka. Þetta fór mörg þúsund metra upp í loftið meðan við vorum þarna." Hópurinn lét vita af því sem hann hafði séð þegar á Hótel Laka á Kirkjubæjarklaustri var komið, og þar var gist aðfaranótt sunnudags. „Þegar við vöknuðum klukkan átta sagði eitthvert okkar að við yrðum nú að sofa lengur því það væri enn hánótt. Þá var svo mikið myrkur að við áttuðum okkur ekki strax. Viðar Sigmarsson var einnig í hópnum og þurfti að fara út í gærmorgun. „Bíllinn var kannski fjóra metra frá okkur og ég var bara gjörsamlega gráhærður þegar ég kom til baka. Það var aska alls staðar, maður sá ekki handa sinna skil." - þeb Helstu fréttir Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Félagar úr fjallaklúbbnum 24x24 á Akureyri voru á Vatnajökli þegar gosið hófst og létu vita af því. „Við vorum þarna tíu félagar sem vorum að ganga á Miðfellstind í Vatnajökli," segir Ragnar Sverrisson. „Við byrjuðum að labba klukkan tvö aðfaranótt laugardags og vorum á fimmtán tíma labbi. Þegar við komum niður af tindinum keyrðum við að Kirkjubæjarklaustri. Það var alveg heiðskírt og við horfðum á jökulinn þegar eitt okkar í bílnum sagði: „Sjáið þið hvíta skýið sem kemur upp úr jöklinum." Annað sagði þá að það kæmu ekki ský upp úr jöklum," segir Ragnar. Skýið hækkaði og hækkaði svo hópurinn ákvað að stoppa bílana. „Við horfðum á þetta og fórum að taka myndir og föttuðum að þetta væri gos. Svo bara biðum við og horfðum í hálftíma og sáum þetta hækka. Þetta fór mörg þúsund metra upp í loftið meðan við vorum þarna." Hópurinn lét vita af því sem hann hafði séð þegar á Hótel Laka á Kirkjubæjarklaustri var komið, og þar var gist aðfaranótt sunnudags. „Þegar við vöknuðum klukkan átta sagði eitthvert okkar að við yrðum nú að sofa lengur því það væri enn hánótt. Þá var svo mikið myrkur að við áttuðum okkur ekki strax. Viðar Sigmarsson var einnig í hópnum og þurfti að fara út í gærmorgun. „Bíllinn var kannski fjóra metra frá okkur og ég var bara gjörsamlega gráhærður þegar ég kom til baka. Það var aska alls staðar, maður sá ekki handa sinna skil." - þeb
Helstu fréttir Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira