Getum hætt í Schengen-samstarfinu 14. maí 2011 03:00 Ögmundur Jónasson Ráðherra segist ánægður með áform innanríkisráðherra ESB um framtíð Schengen-samstarfsins og vill að þjóðríkin geti haft frjálsari hendur til að sinna landamæraeftirliti gagnvart glæpagengjum og dæmdum mönnum.Fréttablaðið/stefán „Íslendingar geta náttúrlega sagt sig úr Schengen,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Hann svarar þannig spurningu blaðsins um hvaða úrræði íslensk stjórnvöld hafi til að hafa áhrif á þær ákvarðanir sem innanríkisráðherrar Evrópusambandsþjóðanna eru að taka þessa dagana um framtíð Schengen-samstarfsins. Ögmundur sat ekki fund ráðherranna á fimmtudag. Hann tekur fram að ekki sé víst að úrsögn úr Schengen sé eina leið Íslendinga til að hafa áhrif á gang mála, né leggur hann til að sú leið verði farin að óathuguðu máli. Hann minnir á andstöðu sína við þátttöku Íslands í Schengen-samstarfinu á sínum tíma en er ánægður með hugmyndir innanríkisráðherranna um að aðildarríki Schengen fái rýmri heimildir til að sinna landamæraeftirliti. „Það sem mér sýnist menn vera að gera núna er að opna á þá hugsun að nýta kostina sem fylgja Schengen, sem felast í samvinnu lögreglu- og dómsyfirvalda í baráttu gegn glæpagengjum. Það eru ótvíræðir kostir. Hitt er ókostur að geta ekki fylgt eftir ákvörðunum sem teknar eru í einstökum ríkjum með virku eftirliti. Þessi mál virðast vera að komast í endurmat og það tel ég mjög gott,“ segir hann. Almennt segir Ögmundur að aukinn þrýstingur hafi verið á endurskoðun Schengen-samstarfsins á Íslandi og þingmenn hafi meðal annars viljað gera úttekt á kostum og göllum þess. Þar hafi verið viðraðar áhyggjur af því að innlend yfirvöld hafi ekki nægilegt svigrúm til að sinna gæslunni. „Þessar áhyggjur eru ekki bundnar við Ísland og þessi ákvörðun innanríkisráðherra Evrópusambandsins endurspeglar það. Ég tel hana vera mjög til góðs,“ segir Ögmundur. Hann telur að Ísland geti tekið undir með fundinum. klemens@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
„Íslendingar geta náttúrlega sagt sig úr Schengen,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Hann svarar þannig spurningu blaðsins um hvaða úrræði íslensk stjórnvöld hafi til að hafa áhrif á þær ákvarðanir sem innanríkisráðherrar Evrópusambandsþjóðanna eru að taka þessa dagana um framtíð Schengen-samstarfsins. Ögmundur sat ekki fund ráðherranna á fimmtudag. Hann tekur fram að ekki sé víst að úrsögn úr Schengen sé eina leið Íslendinga til að hafa áhrif á gang mála, né leggur hann til að sú leið verði farin að óathuguðu máli. Hann minnir á andstöðu sína við þátttöku Íslands í Schengen-samstarfinu á sínum tíma en er ánægður með hugmyndir innanríkisráðherranna um að aðildarríki Schengen fái rýmri heimildir til að sinna landamæraeftirliti. „Það sem mér sýnist menn vera að gera núna er að opna á þá hugsun að nýta kostina sem fylgja Schengen, sem felast í samvinnu lögreglu- og dómsyfirvalda í baráttu gegn glæpagengjum. Það eru ótvíræðir kostir. Hitt er ókostur að geta ekki fylgt eftir ákvörðunum sem teknar eru í einstökum ríkjum með virku eftirliti. Þessi mál virðast vera að komast í endurmat og það tel ég mjög gott,“ segir hann. Almennt segir Ögmundur að aukinn þrýstingur hafi verið á endurskoðun Schengen-samstarfsins á Íslandi og þingmenn hafi meðal annars viljað gera úttekt á kostum og göllum þess. Þar hafi verið viðraðar áhyggjur af því að innlend yfirvöld hafi ekki nægilegt svigrúm til að sinna gæslunni. „Þessar áhyggjur eru ekki bundnar við Ísland og þessi ákvörðun innanríkisráðherra Evrópusambandsins endurspeglar það. Ég tel hana vera mjög til góðs,“ segir Ögmundur. Hann telur að Ísland geti tekið undir með fundinum. klemens@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira