Allt að helmingur af umframkvóta í potta 14. maí 2011 08:00 Breytingar fram undan Nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða gerir meðal annars ráð fyrir að talsverðum hluta aflaheimilda í helstu tegundum verði úthlutað í gegnum pottakerfi.Fréttablaðið/Jón Sigurður Adolf Guðmundson Allt að helmingur aflaheimilda þorsks á hverju fiskveiðiári, umfram 160.000 tonn, gæti runnið í svokallað pottakerfi sem ráðherra ráðstafar árlega ef nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða verður afgreitt óbreytt. Í frumvarpinu, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er úthlutuðum fiskafla skipt niður í tvo flokka. Annars vegar er um að ræða samningsbundin nýtingarleyfi á aflaheimildum og hins vegar afla sem er úthlutað án samninga úr fimm pottum. Undir því er strandveiðipottur, byggðapottur, leigupottur, línuívilnunarpottur og bótapottur. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að ef leyfilegur heildarafli þorsks fari yfir 160.000 tonn verði 55 prósent sett í fyrri flokkinn og úthlutað með nýtingarsamningum, en 45 prósent fara í pottakerfið. Hlutfallið breytist í 50 prósent á hvorn flokk ef leyfilegur heildarafli fer yfir meðaltal fiskveiðiáranna 1990-91 til 2010-11, sem eru um 200.000 tonn. Þá verður lengd nýtingarsamninga að hámarki fimmtán ár en má framlengja um átta ár til viðbótar, og veiðigjald sem innheimt verður samkvæmt þeim samningum tvöfaldast. Fer úr 9,5 prósentum af aflaverðmæti upp í 19. Veðsetning aflaheimilda verður bönnuð og framsal verulega takmarkað, verði frumvarpið að veruleika. Enn verður leyfilegt að færa heimildir milli skipa í eigu sama aðila, en milli tveggja ótengdra aðila er aðeins leyfilegt að skiptast á heimildum og sé þá um að ræða jöfn skipti ef talið er í þorskígildum. Þá kveður ein grein frumvarpsins á um að ráðherra hafi 12.000 tonn af botnfiski til ráðstöfunar á hverju fiskveiðiári. Það sé bæði til að mæta áföllum ef verulegar breytingar verða á aflamarki einstakra tegunda og hins vegar með tilliti til byggðasjónarmiða. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Adolf Guðmundson Allt að helmingur aflaheimilda þorsks á hverju fiskveiðiári, umfram 160.000 tonn, gæti runnið í svokallað pottakerfi sem ráðherra ráðstafar árlega ef nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða verður afgreitt óbreytt. Í frumvarpinu, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er úthlutuðum fiskafla skipt niður í tvo flokka. Annars vegar er um að ræða samningsbundin nýtingarleyfi á aflaheimildum og hins vegar afla sem er úthlutað án samninga úr fimm pottum. Undir því er strandveiðipottur, byggðapottur, leigupottur, línuívilnunarpottur og bótapottur. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að ef leyfilegur heildarafli þorsks fari yfir 160.000 tonn verði 55 prósent sett í fyrri flokkinn og úthlutað með nýtingarsamningum, en 45 prósent fara í pottakerfið. Hlutfallið breytist í 50 prósent á hvorn flokk ef leyfilegur heildarafli fer yfir meðaltal fiskveiðiáranna 1990-91 til 2010-11, sem eru um 200.000 tonn. Þá verður lengd nýtingarsamninga að hámarki fimmtán ár en má framlengja um átta ár til viðbótar, og veiðigjald sem innheimt verður samkvæmt þeim samningum tvöfaldast. Fer úr 9,5 prósentum af aflaverðmæti upp í 19. Veðsetning aflaheimilda verður bönnuð og framsal verulega takmarkað, verði frumvarpið að veruleika. Enn verður leyfilegt að færa heimildir milli skipa í eigu sama aðila, en milli tveggja ótengdra aðila er aðeins leyfilegt að skiptast á heimildum og sé þá um að ræða jöfn skipti ef talið er í þorskígildum. Þá kveður ein grein frumvarpsins á um að ráðherra hafi 12.000 tonn af botnfiski til ráðstöfunar á hverju fiskveiðiári. Það sé bæði til að mæta áföllum ef verulegar breytingar verða á aflamarki einstakra tegunda og hins vegar með tilliti til byggðasjónarmiða. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira