Gosrisarnir teiknuðu upp hillurnar hvor fyrir annan 21. apríl 2011 06:00 Svona á að gera þetta Þessi Spaceman-teikning hefur hangið í goskælinum í Hagkaupi á Eiðistorgi. Hún er merkt Ölgerðinni. Eftir að Samkeppniseftirlitið hafði gert húsleit í fyrradag hjá Vífilfelli og Ölgerðinni vegna gruns um ólögmætt samráð kvaðst Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, algjörlega grunlaus um hvað þar byggi að baki. Hjá Vífilfelli virtust menn ögn upplýstari – að minnsta kosti var í yfirlýsingu fyrirtækisins reynt að gera dálitla grein fyrir því um hvað meint brot snerust; uppröðun gosdrykkja í hillur verslana. Það kann að virðast léttvægt – tittlingaskítur mundi einhver segja – en það hvernig vörum er raðað í verslunum, hversu áberandi þær eru og hve mikið pláss þær fá getur haft töluvert að segja fyrir viðskipti. Um þetta hverfast heilu fræðigreinarnar á háskólastigi. Og það sem Samkeppniseftirlitið hefur nú til skoðunar sem mögulegt ólögmætt samráð er í hnotskurn þetta: Um árabil hefur sá háttur verið hafður á að gosdrykkjarisarnir ákveða sjálfir hvernig gosinu og vatnsdrykkjum er raðað í hillur verslana – ekki starfsmenn verslananna. Um þetta fyrirkomulag hafa risarnir tveir á markaðnum – sem jafnan hafa þar verið einráðir – haft með sér samráð. Á því leikur ekki vafi. Vífilfell og Ölgerðin hafa þannig, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, skipt með sér verslunum og skipulagt þar hillumetrana. Þannig hefur til dæmis Vífilfell teiknað upp hillurnar í Melabúðinni – fyrir bæði fyrirtækin – og Ölgerðin í Nóatúni – sömuleiðis fyrir bæði fyrirtækin. Verslanirnar hafa að endingu úrslitavald um það hvað ratar í hillur þeirra og hvernig, en þetta fyrirkomulag hefur fest sig í sessi og verslunum þótt hagræði af, enda hafa ekki aðrir gosdrykkjaframleiðendur verið um hituna síðustu áratugi. Þetta hefur því sparað verslunum rökræður við risana tvo um það hvernig stilla beri upp vörum þeirra. Skipulagið er teiknað í þar til gerðu forriti sem heitir Spaceman og bæði fyrirtæki notast við, og byggist á sölutölum frá AC Nielsen fyrir síðustu tólf mánuði. Það getur, eðli málsins samkvæmt, gert nýliðum á markaði, sem ekkert hafa selt síðustu tólf mánuði, erfitt fyrir. Meðal þeirra eru til dæmis Gosverksmiðjan Klettur og nokkrir vatnsframleiðendur. Ekki hefur beint verið farið með þetta skipulag sem neitt mannsmorð. Alla jafna hangir mynd af því í goskælum verslana, jafnvel merkt öðru hvoru fyrirtækinu. En nú hefur Samkeppniseftirlitið tekið við sér og rannsakar málið sem lögbrot. Fulltrúar stofnunarinnar lögðu hald á talsvert magn gagna hjá báðum fyrirtækjum á þriðjudag og afrituðu tölvupóstsamskipti. Næst þarf að leggjast yfir gögnin og vega þau og meta. Rannsóknin mun, ef að líkum lætur, taka mánuði – jafnvel ár. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Eftir að Samkeppniseftirlitið hafði gert húsleit í fyrradag hjá Vífilfelli og Ölgerðinni vegna gruns um ólögmætt samráð kvaðst Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, algjörlega grunlaus um hvað þar byggi að baki. Hjá Vífilfelli virtust menn ögn upplýstari – að minnsta kosti var í yfirlýsingu fyrirtækisins reynt að gera dálitla grein fyrir því um hvað meint brot snerust; uppröðun gosdrykkja í hillur verslana. Það kann að virðast léttvægt – tittlingaskítur mundi einhver segja – en það hvernig vörum er raðað í verslunum, hversu áberandi þær eru og hve mikið pláss þær fá getur haft töluvert að segja fyrir viðskipti. Um þetta hverfast heilu fræðigreinarnar á háskólastigi. Og það sem Samkeppniseftirlitið hefur nú til skoðunar sem mögulegt ólögmætt samráð er í hnotskurn þetta: Um árabil hefur sá háttur verið hafður á að gosdrykkjarisarnir ákveða sjálfir hvernig gosinu og vatnsdrykkjum er raðað í hillur verslana – ekki starfsmenn verslananna. Um þetta fyrirkomulag hafa risarnir tveir á markaðnum – sem jafnan hafa þar verið einráðir – haft með sér samráð. Á því leikur ekki vafi. Vífilfell og Ölgerðin hafa þannig, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, skipt með sér verslunum og skipulagt þar hillumetrana. Þannig hefur til dæmis Vífilfell teiknað upp hillurnar í Melabúðinni – fyrir bæði fyrirtækin – og Ölgerðin í Nóatúni – sömuleiðis fyrir bæði fyrirtækin. Verslanirnar hafa að endingu úrslitavald um það hvað ratar í hillur þeirra og hvernig, en þetta fyrirkomulag hefur fest sig í sessi og verslunum þótt hagræði af, enda hafa ekki aðrir gosdrykkjaframleiðendur verið um hituna síðustu áratugi. Þetta hefur því sparað verslunum rökræður við risana tvo um það hvernig stilla beri upp vörum þeirra. Skipulagið er teiknað í þar til gerðu forriti sem heitir Spaceman og bæði fyrirtæki notast við, og byggist á sölutölum frá AC Nielsen fyrir síðustu tólf mánuði. Það getur, eðli málsins samkvæmt, gert nýliðum á markaði, sem ekkert hafa selt síðustu tólf mánuði, erfitt fyrir. Meðal þeirra eru til dæmis Gosverksmiðjan Klettur og nokkrir vatnsframleiðendur. Ekki hefur beint verið farið með þetta skipulag sem neitt mannsmorð. Alla jafna hangir mynd af því í goskælum verslana, jafnvel merkt öðru hvoru fyrirtækinu. En nú hefur Samkeppniseftirlitið tekið við sér og rannsakar málið sem lögbrot. Fulltrúar stofnunarinnar lögðu hald á talsvert magn gagna hjá báðum fyrirtækjum á þriðjudag og afrituðu tölvupóstsamskipti. Næst þarf að leggjast yfir gögnin og vega þau og meta. Rannsóknin mun, ef að líkum lætur, taka mánuði – jafnvel ár. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira