Áhrif Icesave ofmetin 31. mars 2011 06:00 Tómas Ingi Olrich Tómas Ingi Olrich, fyrrum þingmaður, ráðherra og sendiherra, segir of mikið gert úr skaðlegum áhrifum þess að hafa Icesave-deiluna óleysta. Þjóðin sé beitt þrýstingi til að greiða kröfur sem henni beri ekki lagaskylda til að greiða. „Til hvers í ósköpunum vorum við að ganga í EES þegar menn eru bara beittir þrýstingi þegar á reynir?“ spyr hann og veltir fyrir sér hvaða skilaboð það séu til annarra landa að smáþjóð þurfi að sætta sig við að ekki sé sýnt fram á lagaskyldu hennar til að gangast undir miklar skuldbindingar, nóg sé að beita hana þrýstingi. Tómas Ingi bendir á að fjölmörg ríki séu nú í þörf fyrir mikið lánsfé. Aukin eftirspurn geri svo að lántökur verði dýrari, það komi Icesave ekkert við. „Íslendingar eru í sömu sporum og aðrir sem eru mjög skuldugir,“ segir hann og bendir á að bæði Portúgalar og Írar kvarti undan þeim lánakjörum sem þeim bjóðist. Þá sé ríkissjóður stórskuldugur og orkufyrirtæki berjist í bökkum. „Ætti að vera sérstök ástæða til að vilja lána til Íslands?“ spyr hann og telur að gangist þjóðin við nýjum Icesave-samningi ætti að verða ennþá meiri tregða til að lána hingað peninga, því þar með hafi verið aukið á skuldir ríkisins. „Eina óvissan sem aflétt yrði er fyrir ríkissjóði Breta og Hollendinga.“ Þá telur Tómas Ingi að ekki verði erfiðara fyrir fyrirtæki að fá erlend lán þó svo að Icesave verði hafnað. „Peningarnir finna ekki svona lykt eins og af Icesave. Þeir finna bara lykt af því hverjir eru líklegir til að borga,“ segir hann og telur landið ekki í slæmri langtímastöðu með fisk sinn, orku, vatn og öfluga innviði, svo sem góða menntun og annað slíkt. „Þetta eru hlutir sem fjárfestingaraðilar horfa á.“ Sömuleiðis óttast Tómas Ingi ekki að Icesave-deilan skaði samskipti landsins við önnur lönd. „Ég held að menn geri sér svolítið barnalegar hugmyndir um fjandskap og vinsemd þjóða,“ segir hann og bætir við að á stundum geri lönd sig óvinsæl í einhverjum málum. „Það getur gufað upp á ótrúlega skömmum tíma,“ segir hann og áréttar að pólitískar ákvarðanir verði ekki grundvallaðar á vinsældum eða óvinsældum. „Menn verða að hafa bein í nefinu til að vera óvinsælir. Við vorum ekkert vinsælir þegar við vorum að færa út fiskveiðilögsöguna. Þá var okkur úthúðað alls staðar og svo tóku aðrar þjóðir þetta upp.“ Fréttir Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sjá meira
Tómas Ingi Olrich, fyrrum þingmaður, ráðherra og sendiherra, segir of mikið gert úr skaðlegum áhrifum þess að hafa Icesave-deiluna óleysta. Þjóðin sé beitt þrýstingi til að greiða kröfur sem henni beri ekki lagaskylda til að greiða. „Til hvers í ósköpunum vorum við að ganga í EES þegar menn eru bara beittir þrýstingi þegar á reynir?“ spyr hann og veltir fyrir sér hvaða skilaboð það séu til annarra landa að smáþjóð þurfi að sætta sig við að ekki sé sýnt fram á lagaskyldu hennar til að gangast undir miklar skuldbindingar, nóg sé að beita hana þrýstingi. Tómas Ingi bendir á að fjölmörg ríki séu nú í þörf fyrir mikið lánsfé. Aukin eftirspurn geri svo að lántökur verði dýrari, það komi Icesave ekkert við. „Íslendingar eru í sömu sporum og aðrir sem eru mjög skuldugir,“ segir hann og bendir á að bæði Portúgalar og Írar kvarti undan þeim lánakjörum sem þeim bjóðist. Þá sé ríkissjóður stórskuldugur og orkufyrirtæki berjist í bökkum. „Ætti að vera sérstök ástæða til að vilja lána til Íslands?“ spyr hann og telur að gangist þjóðin við nýjum Icesave-samningi ætti að verða ennþá meiri tregða til að lána hingað peninga, því þar með hafi verið aukið á skuldir ríkisins. „Eina óvissan sem aflétt yrði er fyrir ríkissjóði Breta og Hollendinga.“ Þá telur Tómas Ingi að ekki verði erfiðara fyrir fyrirtæki að fá erlend lán þó svo að Icesave verði hafnað. „Peningarnir finna ekki svona lykt eins og af Icesave. Þeir finna bara lykt af því hverjir eru líklegir til að borga,“ segir hann og telur landið ekki í slæmri langtímastöðu með fisk sinn, orku, vatn og öfluga innviði, svo sem góða menntun og annað slíkt. „Þetta eru hlutir sem fjárfestingaraðilar horfa á.“ Sömuleiðis óttast Tómas Ingi ekki að Icesave-deilan skaði samskipti landsins við önnur lönd. „Ég held að menn geri sér svolítið barnalegar hugmyndir um fjandskap og vinsemd þjóða,“ segir hann og bætir við að á stundum geri lönd sig óvinsæl í einhverjum málum. „Það getur gufað upp á ótrúlega skömmum tíma,“ segir hann og áréttar að pólitískar ákvarðanir verði ekki grundvallaðar á vinsældum eða óvinsældum. „Menn verða að hafa bein í nefinu til að vera óvinsælir. Við vorum ekkert vinsælir þegar við vorum að færa út fiskveiðilögsöguna. Þá var okkur úthúðað alls staðar og svo tóku aðrar þjóðir þetta upp.“
Fréttir Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sjá meira