Áhrif Icesave ofmetin 31. mars 2011 06:00 Tómas Ingi Olrich Tómas Ingi Olrich, fyrrum þingmaður, ráðherra og sendiherra, segir of mikið gert úr skaðlegum áhrifum þess að hafa Icesave-deiluna óleysta. Þjóðin sé beitt þrýstingi til að greiða kröfur sem henni beri ekki lagaskylda til að greiða. „Til hvers í ósköpunum vorum við að ganga í EES þegar menn eru bara beittir þrýstingi þegar á reynir?“ spyr hann og veltir fyrir sér hvaða skilaboð það séu til annarra landa að smáþjóð þurfi að sætta sig við að ekki sé sýnt fram á lagaskyldu hennar til að gangast undir miklar skuldbindingar, nóg sé að beita hana þrýstingi. Tómas Ingi bendir á að fjölmörg ríki séu nú í þörf fyrir mikið lánsfé. Aukin eftirspurn geri svo að lántökur verði dýrari, það komi Icesave ekkert við. „Íslendingar eru í sömu sporum og aðrir sem eru mjög skuldugir,“ segir hann og bendir á að bæði Portúgalar og Írar kvarti undan þeim lánakjörum sem þeim bjóðist. Þá sé ríkissjóður stórskuldugur og orkufyrirtæki berjist í bökkum. „Ætti að vera sérstök ástæða til að vilja lána til Íslands?“ spyr hann og telur að gangist þjóðin við nýjum Icesave-samningi ætti að verða ennþá meiri tregða til að lána hingað peninga, því þar með hafi verið aukið á skuldir ríkisins. „Eina óvissan sem aflétt yrði er fyrir ríkissjóði Breta og Hollendinga.“ Þá telur Tómas Ingi að ekki verði erfiðara fyrir fyrirtæki að fá erlend lán þó svo að Icesave verði hafnað. „Peningarnir finna ekki svona lykt eins og af Icesave. Þeir finna bara lykt af því hverjir eru líklegir til að borga,“ segir hann og telur landið ekki í slæmri langtímastöðu með fisk sinn, orku, vatn og öfluga innviði, svo sem góða menntun og annað slíkt. „Þetta eru hlutir sem fjárfestingaraðilar horfa á.“ Sömuleiðis óttast Tómas Ingi ekki að Icesave-deilan skaði samskipti landsins við önnur lönd. „Ég held að menn geri sér svolítið barnalegar hugmyndir um fjandskap og vinsemd þjóða,“ segir hann og bætir við að á stundum geri lönd sig óvinsæl í einhverjum málum. „Það getur gufað upp á ótrúlega skömmum tíma,“ segir hann og áréttar að pólitískar ákvarðanir verði ekki grundvallaðar á vinsældum eða óvinsældum. „Menn verða að hafa bein í nefinu til að vera óvinsælir. Við vorum ekkert vinsælir þegar við vorum að færa út fiskveiðilögsöguna. Þá var okkur úthúðað alls staðar og svo tóku aðrar þjóðir þetta upp.“ Fréttir Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Sjá meira
Tómas Ingi Olrich, fyrrum þingmaður, ráðherra og sendiherra, segir of mikið gert úr skaðlegum áhrifum þess að hafa Icesave-deiluna óleysta. Þjóðin sé beitt þrýstingi til að greiða kröfur sem henni beri ekki lagaskylda til að greiða. „Til hvers í ósköpunum vorum við að ganga í EES þegar menn eru bara beittir þrýstingi þegar á reynir?“ spyr hann og veltir fyrir sér hvaða skilaboð það séu til annarra landa að smáþjóð þurfi að sætta sig við að ekki sé sýnt fram á lagaskyldu hennar til að gangast undir miklar skuldbindingar, nóg sé að beita hana þrýstingi. Tómas Ingi bendir á að fjölmörg ríki séu nú í þörf fyrir mikið lánsfé. Aukin eftirspurn geri svo að lántökur verði dýrari, það komi Icesave ekkert við. „Íslendingar eru í sömu sporum og aðrir sem eru mjög skuldugir,“ segir hann og bendir á að bæði Portúgalar og Írar kvarti undan þeim lánakjörum sem þeim bjóðist. Þá sé ríkissjóður stórskuldugur og orkufyrirtæki berjist í bökkum. „Ætti að vera sérstök ástæða til að vilja lána til Íslands?“ spyr hann og telur að gangist þjóðin við nýjum Icesave-samningi ætti að verða ennþá meiri tregða til að lána hingað peninga, því þar með hafi verið aukið á skuldir ríkisins. „Eina óvissan sem aflétt yrði er fyrir ríkissjóði Breta og Hollendinga.“ Þá telur Tómas Ingi að ekki verði erfiðara fyrir fyrirtæki að fá erlend lán þó svo að Icesave verði hafnað. „Peningarnir finna ekki svona lykt eins og af Icesave. Þeir finna bara lykt af því hverjir eru líklegir til að borga,“ segir hann og telur landið ekki í slæmri langtímastöðu með fisk sinn, orku, vatn og öfluga innviði, svo sem góða menntun og annað slíkt. „Þetta eru hlutir sem fjárfestingaraðilar horfa á.“ Sömuleiðis óttast Tómas Ingi ekki að Icesave-deilan skaði samskipti landsins við önnur lönd. „Ég held að menn geri sér svolítið barnalegar hugmyndir um fjandskap og vinsemd þjóða,“ segir hann og bætir við að á stundum geri lönd sig óvinsæl í einhverjum málum. „Það getur gufað upp á ótrúlega skömmum tíma,“ segir hann og áréttar að pólitískar ákvarðanir verði ekki grundvallaðar á vinsældum eða óvinsældum. „Menn verða að hafa bein í nefinu til að vera óvinsælir. Við vorum ekkert vinsælir þegar við vorum að færa út fiskveiðilögsöguna. Þá var okkur úthúðað alls staðar og svo tóku aðrar þjóðir þetta upp.“
Fréttir Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Sjá meira