Heim til Eyja eftir harmleik í Noregi Sunna Valgerðardóttir skrifar 25. mars 2011 08:30 Óskar segir að Leif Magnús verði alltaf velkominn aftur til Eyja. Óskar P. Friðriksson Átta ára sonur Heidi Jensen, sem var myrt í bænum Mandal í Noregi á sunnudag, flytur til föður síns í Vestmannaeyjum í vor. Föðurfjölskylda drengsins flýgur til Noregs á morgun. Sambýlismaður Heidi hefur játað á sig morðið. „Þetta er hræðilegur harmleikur,“ segir Óskar P. Friðriksson, sem er á leið til Noregs á laugardag ásamt fjölskyldu sinni til þess að hitta barnabarn sitt, Leif Magnús Grétarsson, átta ára. Móðir Leifs Magnúsar, hin 28 ára gamla Heidi Thisland Jensen, var myrt aðfaranótt sunnudagsins í bænum Mandal í Noregi. Sonur Óskars, Grétar Óskarsson, kynntist Heidi árið 2002, þegar hún dvaldi hér á sveitabæ. Þau felldu hugi saman og eignuðust Leif Magnús í janúar árið 2003. Heidi fluttist aftur til Noregs með drenginn en mæðginin komu reglulega í langar heimsóknir til Vestmannaeyja, þar sem Óskar og fjölskylda hans búa. Móðir Heidi hringdi í Óskar á sunnudagsmorgun og tjáði honum að dóttir hennar hefði verið myrt. Móðir Heidi er mikill sjúklingur eftir langa og erfiða baráttu við heilaæxli. „Hún spurði mig einfaldlega hvað yrði nú um litla drenginn," segir Óskar. „Maður hefur gríðarlega samúð með henni. Þegar drengurinn flytur verðum við að hafa allar dyr opnar til að hún geti komið og heimsótt hann. Svo hún fái að faðma drenginn og allt sem því fylgir, því hún var að missa einkabarnið sitt. Og Leif Magnús er eina barn móður sinnar." Föðurfjölskylda drengsins mun eiga fund með barnaverndaryfirvöldum í Noregi á mánudag. Óskar er bjartsýnn á framhaldið. „Við fjölskyldan ætlum að taka þennan litla mann að okkur og erum komin með lögfræðing í Noregi sem og hérna heima. Maður verður að leyfa hlutunum að hafa sinn gang," segir hann. Móðir Leifs Magnúsar var myrt af kærasta sínum. Hann elti hana berfættur út úr íbúð hennar eftir að hann hafði verið að fagna 25 ára afmæli sínu og banaði henni með hníf. Heidi náði að hringja í lögreglu áður en hún lést og var maðurinn handtekinn síðar um nóttina. Hann játaði á sig morðið. Drengurinn dvelur nú hjá ættingjum í Mandal. Óskar og fjölskylda hans koma aftur til Íslands á fimmtudag, en hann á ekki von á því að drengurinn komi með í þetta sinn. „Það hefði þó verið best. En það er búið að ganga frá því þannig að hann klári skólaárið úti og svo kemur hann vonandi fljótlega upp úr því til okkar," segir Óskar. Hann hefur rætt reglulega við Leif Magnús í síma síðan móðir hans lést og hefur tjáð honum að fjölskyldan hlakki mikið til að fá hann heim. Vestmannaeyjar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Átta ára sonur Heidi Jensen, sem var myrt í bænum Mandal í Noregi á sunnudag, flytur til föður síns í Vestmannaeyjum í vor. Föðurfjölskylda drengsins flýgur til Noregs á morgun. Sambýlismaður Heidi hefur játað á sig morðið. „Þetta er hræðilegur harmleikur,“ segir Óskar P. Friðriksson, sem er á leið til Noregs á laugardag ásamt fjölskyldu sinni til þess að hitta barnabarn sitt, Leif Magnús Grétarsson, átta ára. Móðir Leifs Magnúsar, hin 28 ára gamla Heidi Thisland Jensen, var myrt aðfaranótt sunnudagsins í bænum Mandal í Noregi. Sonur Óskars, Grétar Óskarsson, kynntist Heidi árið 2002, þegar hún dvaldi hér á sveitabæ. Þau felldu hugi saman og eignuðust Leif Magnús í janúar árið 2003. Heidi fluttist aftur til Noregs með drenginn en mæðginin komu reglulega í langar heimsóknir til Vestmannaeyja, þar sem Óskar og fjölskylda hans búa. Móðir Heidi hringdi í Óskar á sunnudagsmorgun og tjáði honum að dóttir hennar hefði verið myrt. Móðir Heidi er mikill sjúklingur eftir langa og erfiða baráttu við heilaæxli. „Hún spurði mig einfaldlega hvað yrði nú um litla drenginn," segir Óskar. „Maður hefur gríðarlega samúð með henni. Þegar drengurinn flytur verðum við að hafa allar dyr opnar til að hún geti komið og heimsótt hann. Svo hún fái að faðma drenginn og allt sem því fylgir, því hún var að missa einkabarnið sitt. Og Leif Magnús er eina barn móður sinnar." Föðurfjölskylda drengsins mun eiga fund með barnaverndaryfirvöldum í Noregi á mánudag. Óskar er bjartsýnn á framhaldið. „Við fjölskyldan ætlum að taka þennan litla mann að okkur og erum komin með lögfræðing í Noregi sem og hérna heima. Maður verður að leyfa hlutunum að hafa sinn gang," segir hann. Móðir Leifs Magnúsar var myrt af kærasta sínum. Hann elti hana berfættur út úr íbúð hennar eftir að hann hafði verið að fagna 25 ára afmæli sínu og banaði henni með hníf. Heidi náði að hringja í lögreglu áður en hún lést og var maðurinn handtekinn síðar um nóttina. Hann játaði á sig morðið. Drengurinn dvelur nú hjá ættingjum í Mandal. Óskar og fjölskylda hans koma aftur til Íslands á fimmtudag, en hann á ekki von á því að drengurinn komi með í þetta sinn. „Það hefði þó verið best. En það er búið að ganga frá því þannig að hann klári skólaárið úti og svo kemur hann vonandi fljótlega upp úr því til okkar," segir Óskar. Hann hefur rætt reglulega við Leif Magnús í síma síðan móðir hans lést og hefur tjáð honum að fjölskyldan hlakki mikið til að fá hann heim.
Vestmannaeyjar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira