Hafnar 500 milljóna boði í brunareitshús 18. mars 2011 07:00 Nýbyggingar risnar úr öskunni Húsin í Lækjargötu 2 og Austurstræti 22 eyðilögðust í stórbruna í apríl fyrir þremur árum. Í maí verða ný hús á reitnum tilbúin.Fréttablaðið/GVA Laugavegur 4 og 6 Endurgerðinni er að ljúka og leigjendur taka við 1. apríl. Áætlað er að framkvæmdum við uppbyggingu á Laugavegi 4 og 6 og á brunareitnum svokallaða við Lækjartorg ljúki á næstu vikum. Í apríl verða húsin á Laugavegi tilbúin og byggingarnar á brunareitnum í maí. Allar þessar byggingar eru reistar af Reykjavíkurborg. Kristín Einarsdóttir, aðstoðarsviðsstjóri framkvæmda- og eignasviðs, segir bæði Laugaveg 4 og 6 vera komna í útleigu og verða afhenta leigjendum 1. apríl. Fyrirtækið Timberland hyggist opna verslun á Laugavegi 6 og félagið Power muni reka lífsstílsbúð á Laugavegi 4. Við Lækjartorg hafa eigendur Fiskmarkaðarins tryggt sér fyrstu hæðina og kjallarann í svokölluð Nýja bíós húsi í Austurstræti 22b. Þar á að vera veitingastaður á tveimur hæðum. Efri hæðirnar tvær í því húsi eru enn lausar. Þær eru ætlaðar fyrir skrifstofur eða vinnustofur. Í húsinu við Lækjargötu 2 hefur skartgripa- og úraverslunin Leonard leigt rými. Þar verður einnig Nordic Store sem sérhæfir sig í íslenskum vörum. Í Austurstræti 22 – nýja húsinu sem snýr út að Lækjartorgi – verður heilsuveitingastaðurinn Happ. Að sögn Kristínar Einarsdóttur vill borgin allt eins selja húsin á brunareitnum. „Við viljum selja húsin í einu lagi enda eru þau á einni lóð,“ segir Kristín. Hún bætir við að enginn verðmiði sé á eignunum en að öllum sé frjálst að gera tilboð. Reyndar hafi nokkrum tilboðum þegar verið hafnað því að þau hafi ekki verið nógu há. „Það hafa engin alvörutilboð komið. Ég kalla það að minnsta kosti ekki alvöru eins og einn aðili nefndi við mig að hann vildi borga fimm hundruð milljónir fyrir eignirnar,“ segir Kristín. Að frádregnu tryggingarfé greiddi borgin 369 milljónir fyrir byggingarréttinn á brunareitnum. Áætlaður byggingarkostnaður er í kringum eitt þúsund milljónir króna. Kostnaðurinn nálgast því hálfan annan milljarð. Byggingarkostnaður við Laugaveg 4 og 6 er um 130 milljónir. Borgin keypti þær eignir ásamt Skólavörðustíg 1a með byggingarrétti á 560 milljónir króna. Húsin þrjú standa á sameiginlegum reit og þar er enn hægt að byggja töluvert á baklóðinni. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Sjá meira
Laugavegur 4 og 6 Endurgerðinni er að ljúka og leigjendur taka við 1. apríl. Áætlað er að framkvæmdum við uppbyggingu á Laugavegi 4 og 6 og á brunareitnum svokallaða við Lækjartorg ljúki á næstu vikum. Í apríl verða húsin á Laugavegi tilbúin og byggingarnar á brunareitnum í maí. Allar þessar byggingar eru reistar af Reykjavíkurborg. Kristín Einarsdóttir, aðstoðarsviðsstjóri framkvæmda- og eignasviðs, segir bæði Laugaveg 4 og 6 vera komna í útleigu og verða afhenta leigjendum 1. apríl. Fyrirtækið Timberland hyggist opna verslun á Laugavegi 6 og félagið Power muni reka lífsstílsbúð á Laugavegi 4. Við Lækjartorg hafa eigendur Fiskmarkaðarins tryggt sér fyrstu hæðina og kjallarann í svokölluð Nýja bíós húsi í Austurstræti 22b. Þar á að vera veitingastaður á tveimur hæðum. Efri hæðirnar tvær í því húsi eru enn lausar. Þær eru ætlaðar fyrir skrifstofur eða vinnustofur. Í húsinu við Lækjargötu 2 hefur skartgripa- og úraverslunin Leonard leigt rými. Þar verður einnig Nordic Store sem sérhæfir sig í íslenskum vörum. Í Austurstræti 22 – nýja húsinu sem snýr út að Lækjartorgi – verður heilsuveitingastaðurinn Happ. Að sögn Kristínar Einarsdóttur vill borgin allt eins selja húsin á brunareitnum. „Við viljum selja húsin í einu lagi enda eru þau á einni lóð,“ segir Kristín. Hún bætir við að enginn verðmiði sé á eignunum en að öllum sé frjálst að gera tilboð. Reyndar hafi nokkrum tilboðum þegar verið hafnað því að þau hafi ekki verið nógu há. „Það hafa engin alvörutilboð komið. Ég kalla það að minnsta kosti ekki alvöru eins og einn aðili nefndi við mig að hann vildi borga fimm hundruð milljónir fyrir eignirnar,“ segir Kristín. Að frádregnu tryggingarfé greiddi borgin 369 milljónir fyrir byggingarréttinn á brunareitnum. Áætlaður byggingarkostnaður er í kringum eitt þúsund milljónir króna. Kostnaðurinn nálgast því hálfan annan milljarð. Byggingarkostnaður við Laugaveg 4 og 6 er um 130 milljónir. Borgin keypti þær eignir ásamt Skólavörðustíg 1a með byggingarrétti á 560 milljónir króna. Húsin þrjú standa á sameiginlegum reit og þar er enn hægt að byggja töluvert á baklóðinni. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Sjá meira