Klíkustríð kostar þrjú líf í Kaupmannahöfn 15. mars 2011 06:00 Ofbeldishrina Fjölmörg mál tengd deilum glæpahópa hafa komið til kasta lögreglu að undanförnu. Þrír hafa látið lífið á innan við viku. Magnús Sveinn Jónsson Þrír ungir menn eru látnir eftir röð ofbeldisverka í Kaupmannahöfn síðustu daga. Atvikin eru talin hluti af deilum glæpamanna af erlendum uppruna. Enginn hefur enn verið handtekinn í tengslum við morðin. Síðasta atvikið var þegar 19 ára piltur lést af sárum sínum aðfaranótt mánudags, en hann varð fyrir skoti á götu úti í Norðurbrú á sunnudagskvöld. Þrír menn stukku út úr bifreið í Blågårdsgade og hleyptu af skotum á hóp manna. Hinn látni, sem er danskur ríkisborgari af innflytjendaættum, fékk skot í bakið, en aðra sakaði ekki. Hin tvö tilvikin voru þar sem 24 ára íraskur maður fannst látinn af völdum stungusára við Kristjánshöfn á laugardag og á fimmtudag lést 19 ára Sómali í skotárás í Husum-hverfinu þar sem tveir aðrir særðust, þó ekki lífshættulega. Morðið á sunnudagskvöld var fimmta skotárásin í Kaupmannahöfn og nágrenni á einni viku og hefur lögreglan eflt mjög viðbúnað sinn síðustu daga. Mennirnir sem létust voru ekki þekktir glæpamenn, þótt þeir hafi verið viðloðandi glæpagengi. Sérfræðingar í málum tengdum þessum hópum segja að líklegast séu bæði fórnarlömbin og gerendur undirmenn í klíkunum. Alls óvíst er þó að árásirnar tengist og óljóst er um hvað deilurnar snúast. „Ég held meira að segja að þeir viti ekki einu sinni sjálfir hvað málið snýst um," segir Knud Hvass, yfirmaður glæpagengjadeildar lögreglunnar í Kaupmannahöfn við danska fjölmiðla. Hann segir að ekkert bendi til þess að mótorhjólagengi líkt og Vítisenglar séu viðriðin þessi mál. „Þetta eru innflytjendagengin sem eru að berjast innbyrðis." Að sögn Magnúsar Sveins Jónssonar, námsmanns sem hefur verið búsettur í borginni síðustu misseri, reyna Íslendingar þar að láta þessi atvik sem minnst á sig fá. „Maður heyrir af og til af einhverjum skotárásum en persónulega breytir það litlu fyrir mig. Ég er ekki hræddur úti á kvöldin þótt ég búi niðri í miðbæ." Magnús bætir því þó við að fólk sé ef til vill á varðbergi á ferð um Norðurbrú að kvöldi til. „Ég hef samt aldrei persónulega séð neitt ofbeldi þar og vinir mínir sem búa í því hverfi hafa ekki miklar áhyggjur af þessu. Í mínum huga er þetta bara nokkuð friðsæl borg þótt auðvitað leynist misjafn sauður í mörgu fé." thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Magnús Sveinn Jónsson Þrír ungir menn eru látnir eftir röð ofbeldisverka í Kaupmannahöfn síðustu daga. Atvikin eru talin hluti af deilum glæpamanna af erlendum uppruna. Enginn hefur enn verið handtekinn í tengslum við morðin. Síðasta atvikið var þegar 19 ára piltur lést af sárum sínum aðfaranótt mánudags, en hann varð fyrir skoti á götu úti í Norðurbrú á sunnudagskvöld. Þrír menn stukku út úr bifreið í Blågårdsgade og hleyptu af skotum á hóp manna. Hinn látni, sem er danskur ríkisborgari af innflytjendaættum, fékk skot í bakið, en aðra sakaði ekki. Hin tvö tilvikin voru þar sem 24 ára íraskur maður fannst látinn af völdum stungusára við Kristjánshöfn á laugardag og á fimmtudag lést 19 ára Sómali í skotárás í Husum-hverfinu þar sem tveir aðrir særðust, þó ekki lífshættulega. Morðið á sunnudagskvöld var fimmta skotárásin í Kaupmannahöfn og nágrenni á einni viku og hefur lögreglan eflt mjög viðbúnað sinn síðustu daga. Mennirnir sem létust voru ekki þekktir glæpamenn, þótt þeir hafi verið viðloðandi glæpagengi. Sérfræðingar í málum tengdum þessum hópum segja að líklegast séu bæði fórnarlömbin og gerendur undirmenn í klíkunum. Alls óvíst er þó að árásirnar tengist og óljóst er um hvað deilurnar snúast. „Ég held meira að segja að þeir viti ekki einu sinni sjálfir hvað málið snýst um," segir Knud Hvass, yfirmaður glæpagengjadeildar lögreglunnar í Kaupmannahöfn við danska fjölmiðla. Hann segir að ekkert bendi til þess að mótorhjólagengi líkt og Vítisenglar séu viðriðin þessi mál. „Þetta eru innflytjendagengin sem eru að berjast innbyrðis." Að sögn Magnúsar Sveins Jónssonar, námsmanns sem hefur verið búsettur í borginni síðustu misseri, reyna Íslendingar þar að láta þessi atvik sem minnst á sig fá. „Maður heyrir af og til af einhverjum skotárásum en persónulega breytir það litlu fyrir mig. Ég er ekki hræddur úti á kvöldin þótt ég búi niðri í miðbæ." Magnús bætir því þó við að fólk sé ef til vill á varðbergi á ferð um Norðurbrú að kvöldi til. „Ég hef samt aldrei persónulega séð neitt ofbeldi þar og vinir mínir sem búa í því hverfi hafa ekki miklar áhyggjur af þessu. Í mínum huga er þetta bara nokkuð friðsæl borg þótt auðvitað leynist misjafn sauður í mörgu fé." thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?