Innlent

Fá ekki að kjósa um Icesave

Sjómenn á þeim frystitogurum sem fóru til veiða í vikunni, ná ekki í land til þess að kjósa um Icesave-lögin. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst ekki fyrr en 16. mars og kosið verður um lögin 9. apríl. Frystitogarar eru flestir um 30 daga á sjó

Okkur finnst þetta orðið svolítið hart þegar við sem erum í 30 daga túrum eigum ekki kost á því að kjósa,“ segir ,á . „Þetta var eins í stjórnlagaþingskosningunum, þar sem þetta var allt of stuttur tími.“
Bergþór segir að fjöldi þeirra sjómanna sem ekki ná að kjósa um Icesave vegna þess að þeir eru til sjós, sé á bilinu 500 til 1.000 manns.

„Þetta er mikillfjöldi sem hefur ekki tækifæri til að nýta lýðræðislegan rétt sinn með því að kjósa,“ segir hann. Á Hrafni GK 111 eru 26 manns í áhöfn. Bergþór segir mikla óánægju ríkja meðal áhafnarinnar vegna málsins . Hann hafi sent athugasemdir til ráðuneytisins og umboðsmanns Alþingis, en ekki fengið nein haldbær svör.

„Í venjulegum kosningum hefur fresturinn verið það langur að þó við séum 30 daga úti, þá náum við samt að kjósa,“ segir hann. - sv
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.