Tilnefndur til Emmy-verðlauna 28. febrúar 2011 15:00 Tilnefndur Hermann Hermannsson klippari hefur verið tilnefndur til fernra New York Emmy-verðlauna fyrir bandaríska sjónvarpsþætti sem fjalla um ljóðasamkeppni.fréttablaðið/gva Hermann Hermannsson klippari hefur verið tilnefndur til fernra New York Emmy-verðlauna fyrir vinnu sína við sjónvarpsþættina Knicks Poetry Slam. Verðlaunin eru systurverðlaun hinna þekktu Emmy-verðlauna og hafa verið veitt árlega frá árinu 1955. Hermann flutti heim til Íslands í fyrravor eftir þriggja ára dvöl í Bandaríkjunum. Á þeim tíma starfaði hann hjá þarlendu framleiðslufyrirtæki sem framleiddi meðal annars sjónvarpsþættina Knicks Poetry Slam, en þeir hlutu alls sex tilnefningar. Þættirnir fjalla um samkeppni í ljóðaslammi. „Þessi sena er mjög stór og öflug í New York og keppnin hefur verið haldin árlega í mörg ár. Keppendurnir eru allir á aldrinum 13 til 19 ára og eru sigtaðir út þar til einn stendur uppi sem sigurvegari," útskýrir Hermann en þetta er í annað sinn sem hann er tilnefndur til verðlaunanna. „Ég fékk styttu fyrir fyrsta verkefnið sem ég tók að mér eftir að ég flutti til New York á sínum tíma." Mikil vinna liggur að baki þáttanna og segist Hermann hafa unnið nánast daglega í þrjá mánuði við gerð þeirra. „Það var lítill peningur til og þess vegna þurftum við að leggja mikla vinnu í gerð þáttanna. Ég vann nánast daglega allan þann tíma og mér finnst eins og þessar tilnefningar réttlæti það svolítið," segir hann og hlær. Aðspurður segir hann tilnefningarnar hafa mikla þýðingu enda geti þær greitt leið hans aftur inn á vinnumarkaðinn í Bandaríkjunum. „Ég er svolítið að skima aftur út og langar að geta verið í þeirri aðstöðu að hoppa fram og tilbaka á milli Íslands og Bandaríkjanna. Þessi tilnefning mun vonandi greiða götu manns í þeim efnum." Hermann vinnur nú að sjónvarpsþáttunum Makalaus og segist hafa fengið leyfi frá samstarfsfélögum sínum til að vera viðstaddur verðlaunaafhendinguna í byrjun apríl. „Ég er farinn að hlakka mikið til. Mest hlakka ég til að hitta alla gömlu vinnufélagana aftur," segir Hermann að lokum. - sm Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
Hermann Hermannsson klippari hefur verið tilnefndur til fernra New York Emmy-verðlauna fyrir vinnu sína við sjónvarpsþættina Knicks Poetry Slam. Verðlaunin eru systurverðlaun hinna þekktu Emmy-verðlauna og hafa verið veitt árlega frá árinu 1955. Hermann flutti heim til Íslands í fyrravor eftir þriggja ára dvöl í Bandaríkjunum. Á þeim tíma starfaði hann hjá þarlendu framleiðslufyrirtæki sem framleiddi meðal annars sjónvarpsþættina Knicks Poetry Slam, en þeir hlutu alls sex tilnefningar. Þættirnir fjalla um samkeppni í ljóðaslammi. „Þessi sena er mjög stór og öflug í New York og keppnin hefur verið haldin árlega í mörg ár. Keppendurnir eru allir á aldrinum 13 til 19 ára og eru sigtaðir út þar til einn stendur uppi sem sigurvegari," útskýrir Hermann en þetta er í annað sinn sem hann er tilnefndur til verðlaunanna. „Ég fékk styttu fyrir fyrsta verkefnið sem ég tók að mér eftir að ég flutti til New York á sínum tíma." Mikil vinna liggur að baki þáttanna og segist Hermann hafa unnið nánast daglega í þrjá mánuði við gerð þeirra. „Það var lítill peningur til og þess vegna þurftum við að leggja mikla vinnu í gerð þáttanna. Ég vann nánast daglega allan þann tíma og mér finnst eins og þessar tilnefningar réttlæti það svolítið," segir hann og hlær. Aðspurður segir hann tilnefningarnar hafa mikla þýðingu enda geti þær greitt leið hans aftur inn á vinnumarkaðinn í Bandaríkjunum. „Ég er svolítið að skima aftur út og langar að geta verið í þeirri aðstöðu að hoppa fram og tilbaka á milli Íslands og Bandaríkjanna. Þessi tilnefning mun vonandi greiða götu manns í þeim efnum." Hermann vinnur nú að sjónvarpsþáttunum Makalaus og segist hafa fengið leyfi frá samstarfsfélögum sínum til að vera viðstaddur verðlaunaafhendinguna í byrjun apríl. „Ég er farinn að hlakka mikið til. Mest hlakka ég til að hitta alla gömlu vinnufélagana aftur," segir Hermann að lokum. - sm
Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira