Til stendur að endurgera kvikmyndina The Bodyguard, sem kom út árið 1992 með Kevin Costner og Whitney Houston í aðalhlutverkum.
Fyrri myndin fjallaði um leyniþjónustumann sem var fenginn til að vernda söngkonu sem var elt á röndum af brjáluðum aðdáanda.
Í nýju myndinni er lífvörðurinn orðinn fyrrverandi hermaður í Írak. Ástarsagan á milli lífvarðarins og söngkonunnar verður þó enn á sínum stað. Enn á eftir að ráða leikara í aðalhlutverkin.
Lífið