Oprah með íslenska hönnun um sig miðja 25. febrúar 2011 15:00 Unnur við sjóinn. Mynd/Emily Sandifer Unnur Friðriksdóttir hönnuður gerir það gott í Los Angeles þar sem hún rekur fyrirtækið UNNURWEAR. Ýmsar stjórstjörnur eru í hópi viðskiptavina Unnar og nýverið bættist sjálf spjallþáttadrottningin Oprah Winfrey við. „Þetta kom skemmtilega á óvart, svo ekki sé meira sagt, enda rosalegur heiður og ánægjuleg byrjun á nýju ári," segir hönnuðurinn Unnur Friðriksdóttir, sem nýlega fékk það hlutskipti að hanna og framleiða belti fyrir bandarísku spjallþáttadrottninguna Opruh Winfrey. Unnur er búsett í Bandaríkjunum og rekur í Los Angeles hönnunarfyrirtækið UNNURWEAR, þar sem hún hannar undir eigin merki, UNNUR, og sérhæfir sig í gerð taskna, fylgihluta og fatnaðar fyrir konur og karla. Í árslok 2010 setti hún ljósmyndir af nýrri línu belta eftir sig á Facebook og í kjölfarið hafði Jasmine H. Chang, yfirtískuritstjóri tímarits Opruh, O-Magazine, samband og óskaði eftir að hún hannaði eintök fyrir Opruh sjálfa og í tískuþætti í tímaritinu.Belti Unnar í tímaritinu O.„Ég hugsaði mig ekki tvisvar um, fékk mál Opruh send og hannaði í snatri umbeðinn fjölda belta, enda ekki á hverjum degi sem maður fær svona beiðni. Sendingin komst til Opruh rétt fyrir jól svo ég bjóst ekki við að heyra neitt fyrr en í fyrsta lagi eftir 3-6 mánuði því stór tímarit vinna langt fram í tímann. Í janúar fékk ég hins vegar tölvupóst þar sem tilkynnt var að fyrsta beltið hefði verið myndað fyrir mars-tölublaðið. Það er samt aldrei staðfest fyrr en á síðustu stundu enda meira myndað en kemst inn í hverju sinni. Ég varð því glöð þegar ég fletti í gegnum blaðið í vikunni og sá myndina."„Ekki ennþá, en hún er samt komin töluvert nær mér eftir að hún flutti nýju sjónvarpsstöðina sína til LA," segir Unnur hlæjandi, spurð hvort hún hafi hitt Opruh Winfrey sjálfa. Oprah er þó ekki eina stjarnan sem hefur sýnt hönnun Unnar áhuga, því söngkonan Fergie á tösku eftir hana. „Hún komst yfir eintak í gegnum stílistann sinn, vin minn og lét mig vita að henni fyndist taskan geðveik!"Söngvarinn Bryan Adams á líka belti eftir Unni. „Ég kynntist honum þegar ég var rétt flutt til LA. Hann hefur verið hvetjandi, gefið mér góða krítík á ljósmyndirnar mínar síðustu ár og ég lít upp til hans." Unnur er annars að leggja lokahönd á nýja línu og ætlar að vera í sambandi við starfsfólk Opruh þegar hún er til. „Þau verða án efa með þeim fyrstu sem fá sendar myndir, á eftir spenntri fjölskyldunni og nánum vinum sem eru helsta stuðningsliðið mitt." roald@frettabladid.is Mest lesið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Fleiri fréttir Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Sjá meira
Unnur Friðriksdóttir hönnuður gerir það gott í Los Angeles þar sem hún rekur fyrirtækið UNNURWEAR. Ýmsar stjórstjörnur eru í hópi viðskiptavina Unnar og nýverið bættist sjálf spjallþáttadrottningin Oprah Winfrey við. „Þetta kom skemmtilega á óvart, svo ekki sé meira sagt, enda rosalegur heiður og ánægjuleg byrjun á nýju ári," segir hönnuðurinn Unnur Friðriksdóttir, sem nýlega fékk það hlutskipti að hanna og framleiða belti fyrir bandarísku spjallþáttadrottninguna Opruh Winfrey. Unnur er búsett í Bandaríkjunum og rekur í Los Angeles hönnunarfyrirtækið UNNURWEAR, þar sem hún hannar undir eigin merki, UNNUR, og sérhæfir sig í gerð taskna, fylgihluta og fatnaðar fyrir konur og karla. Í árslok 2010 setti hún ljósmyndir af nýrri línu belta eftir sig á Facebook og í kjölfarið hafði Jasmine H. Chang, yfirtískuritstjóri tímarits Opruh, O-Magazine, samband og óskaði eftir að hún hannaði eintök fyrir Opruh sjálfa og í tískuþætti í tímaritinu.Belti Unnar í tímaritinu O.„Ég hugsaði mig ekki tvisvar um, fékk mál Opruh send og hannaði í snatri umbeðinn fjölda belta, enda ekki á hverjum degi sem maður fær svona beiðni. Sendingin komst til Opruh rétt fyrir jól svo ég bjóst ekki við að heyra neitt fyrr en í fyrsta lagi eftir 3-6 mánuði því stór tímarit vinna langt fram í tímann. Í janúar fékk ég hins vegar tölvupóst þar sem tilkynnt var að fyrsta beltið hefði verið myndað fyrir mars-tölublaðið. Það er samt aldrei staðfest fyrr en á síðustu stundu enda meira myndað en kemst inn í hverju sinni. Ég varð því glöð þegar ég fletti í gegnum blaðið í vikunni og sá myndina."„Ekki ennþá, en hún er samt komin töluvert nær mér eftir að hún flutti nýju sjónvarpsstöðina sína til LA," segir Unnur hlæjandi, spurð hvort hún hafi hitt Opruh Winfrey sjálfa. Oprah er þó ekki eina stjarnan sem hefur sýnt hönnun Unnar áhuga, því söngkonan Fergie á tösku eftir hana. „Hún komst yfir eintak í gegnum stílistann sinn, vin minn og lét mig vita að henni fyndist taskan geðveik!"Söngvarinn Bryan Adams á líka belti eftir Unni. „Ég kynntist honum þegar ég var rétt flutt til LA. Hann hefur verið hvetjandi, gefið mér góða krítík á ljósmyndirnar mínar síðustu ár og ég lít upp til hans." Unnur er annars að leggja lokahönd á nýja línu og ætlar að vera í sambandi við starfsfólk Opruh þegar hún er til. „Þau verða án efa með þeim fyrstu sem fá sendar myndir, á eftir spenntri fjölskyldunni og nánum vinum sem eru helsta stuðningsliðið mitt." roald@frettabladid.is
Mest lesið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Fleiri fréttir Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Sjá meira