Skrítinn kór af Skólavörðustíg til Hollywood 23. febrúar 2011 08:00 Bræðrasamstarf Bræðurnir Atli og Karl tóku höndum saman við gerð tónlistar fyrir kvikmyndina The Eagle. Karlakórinn Alþýða, sem Karl er hluti af, söng inn á myndina fyrir rómverska hermenn. „Atli bróðir fann sérkennileg hljóðfæri úti um allt Skotland fyrir þessa mynd og skrítinn kór á Skólavörðustígnum," segir Karl Örvarsson tónlistarmaður. Söngur Karlakórsins Alþýðu hljómar í Hollywood-kvikmyndinni The Eagle en tónskáldið Atli Örvarsson, sem hefur verið búsettur í Bandaríkjunum, semur einmitt tónlistina við hana. Meðal þeirra sem skipa kórinn Alþýðu auk Kalla Örvars eru veitingamennirnir Kormákur Geirharðsson og Skjöldur Sigurjónsson, að ógleymdum Karli Th. Birgissyni, nýráðnum ritstjóra Eyjunnar. Karl segist ekki vera búinn að sjá myndina; hann viti því ekkert hversu mikið þeir heyrist í myndinni en hafi þó óljósar fregnir af því að nöfn kórstjórans, Eiríks Stephensen, og kórsins sjálfs birtist á kreditlista myndarinnar í lokin. „Upptökurnar fóru þannig fram að við mættum í klúbb-/æfingahúsnæðið og Eiríkur var með Atla í heyrnartólum sem gaf honum takt og tóntegund. Svo fékk hann bara merki frá Atla og kórstjórinn sló okkur áfram með sprotanum." Fréttablaðið hafði samband við Atla til að forvitnast um þetta merkilega samstarf. „Leikstjóri myndarinnar, Kevin Macdonald, vildi fá kór í myndina til að syngja fyrir rómversku hermennina. Hann vildi alls ekki hafa „prófessjonal" kór heldur bara svona venjulega karla," segir Atli og eftir að hafa lagt höfuðið í bleyti varð honum hugsað til karlaklúbbs bróður síns og kórsins. „Við vorum heldur ekkert feimnir við að reykja og drekka bjór meðan á upptökum stóð," skýtur Karl að. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Atli nýtir sér fjölskyldutengsl við tónsmíðar sínar fyrir kvikmyndir því Þórhildur systir hans hefur sungið inn á nokkur tónverk fyrir hvíta tjaldið. Rödd hennar hljómar einnig í þessari mynd sem skartar meðal annars Billy Elliot-leikaranum Jamie Bell og Donald Sutherland í aðalhlutverkum. Atli lagðist í mikla rannsóknarvinnu fyrir myndina og fór meðal annars til Skotlands og tók upp sérfræðinga í keltneskri tónlist. „Við vildum finna þessa alvöru tóna og hljóma og tókum þess vegna upp hljóðfæraleikara frá Írlandi og Skotlandi. Svo notuðumst við einnig við eftirmynd af keltneskum herlúðri sem hefur fundist á Bretlandseyjum og í Normandí," útskýrir Atli en The Eagle gerist á Skotlandi í kringum 1040. Myndin er komin í sýningar í íslenskum kvikmyndahúsum. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Fleiri fréttir „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Sjá meira
„Atli bróðir fann sérkennileg hljóðfæri úti um allt Skotland fyrir þessa mynd og skrítinn kór á Skólavörðustígnum," segir Karl Örvarsson tónlistarmaður. Söngur Karlakórsins Alþýðu hljómar í Hollywood-kvikmyndinni The Eagle en tónskáldið Atli Örvarsson, sem hefur verið búsettur í Bandaríkjunum, semur einmitt tónlistina við hana. Meðal þeirra sem skipa kórinn Alþýðu auk Kalla Örvars eru veitingamennirnir Kormákur Geirharðsson og Skjöldur Sigurjónsson, að ógleymdum Karli Th. Birgissyni, nýráðnum ritstjóra Eyjunnar. Karl segist ekki vera búinn að sjá myndina; hann viti því ekkert hversu mikið þeir heyrist í myndinni en hafi þó óljósar fregnir af því að nöfn kórstjórans, Eiríks Stephensen, og kórsins sjálfs birtist á kreditlista myndarinnar í lokin. „Upptökurnar fóru þannig fram að við mættum í klúbb-/æfingahúsnæðið og Eiríkur var með Atla í heyrnartólum sem gaf honum takt og tóntegund. Svo fékk hann bara merki frá Atla og kórstjórinn sló okkur áfram með sprotanum." Fréttablaðið hafði samband við Atla til að forvitnast um þetta merkilega samstarf. „Leikstjóri myndarinnar, Kevin Macdonald, vildi fá kór í myndina til að syngja fyrir rómversku hermennina. Hann vildi alls ekki hafa „prófessjonal" kór heldur bara svona venjulega karla," segir Atli og eftir að hafa lagt höfuðið í bleyti varð honum hugsað til karlaklúbbs bróður síns og kórsins. „Við vorum heldur ekkert feimnir við að reykja og drekka bjór meðan á upptökum stóð," skýtur Karl að. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Atli nýtir sér fjölskyldutengsl við tónsmíðar sínar fyrir kvikmyndir því Þórhildur systir hans hefur sungið inn á nokkur tónverk fyrir hvíta tjaldið. Rödd hennar hljómar einnig í þessari mynd sem skartar meðal annars Billy Elliot-leikaranum Jamie Bell og Donald Sutherland í aðalhlutverkum. Atli lagðist í mikla rannsóknarvinnu fyrir myndina og fór meðal annars til Skotlands og tók upp sérfræðinga í keltneskri tónlist. „Við vildum finna þessa alvöru tóna og hljóma og tókum þess vegna upp hljóðfæraleikara frá Írlandi og Skotlandi. Svo notuðumst við einnig við eftirmynd af keltneskum herlúðri sem hefur fundist á Bretlandseyjum og í Normandí," útskýrir Atli en The Eagle gerist á Skotlandi í kringum 1040. Myndin er komin í sýningar í íslenskum kvikmyndahúsum. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Fleiri fréttir „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Sjá meira