Alþjóðleg lögregla benti á tvo níðinga 22. febrúar 2011 06:00 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu (LRH) hafði nýlega hendur í hári tveggja karlmanna sem höfðu í fórum sínum myndefni sem sýnir börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt, eftir að ábendingar höfðu borist hingað frá Interpol annars vegar og hins vegar frá Europol. Þetta staðfestir Björgvin Björgvinsson, yfirmaður ofbeldisbrotadeildar LRH. Ríkissaksóknari hefur þegar ákært annan manninn, en hinn bíður ákæru. Í rannsókn sem Interpol og Europol voru með og náði víða um Evrópu komu fram tvær íslenskar IP-tölur, sem leiddu til þess að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á tölvur og tölvugögn í báðum málunum. Í báðum tilvikum reyndist vera nokkurt magn af kynferðislegu ofbeldismyndefni með börnum, mun meira hjá þeim sem ákæra hefur enn ekki verið birt. Bæði er um ljósmyndir og hreyfimyndir að ræða. Báðir mennirnir eru af höfuðborgarsvæðinu og báðir voru þeir með ofbeldismyndirnar heima hjá sér. Báðir eru þeir um þrítugt. Málið á hendur þeim sem þegar hefur verið ákærður var þingfest fyrr í þessum mánuði. Sama dag voru þingfestar ákærur yfir tveimur öðrum níðingum sem voru með ofbeldismyndir af börnum í tölvubúnaði á heimili sínu. Hjá öðrum þeirra fundu tæknimenn þjónustufyrirtækis myndefnið eftir að maðurinn hafði farið með tölvu sína í viðgerð. Annar níðinganna tveggja hefur verið dæmdur í 200 þúsunda króna sekt. Dröfn Kærnested, aðstoðarsaksóknari hjá ríkissaksóknara, segir embættið lengi hafa talað fyrir þyngri refsingu á hendur fólki sem sé með kynferðisofbeldismyndir af börnum í fórum sínum. Reynslan hafi sýnt að dómarar líti fremur til magns en grófleika í málum af því tagi. Hinir seku séu dæmdir til sektargreiðslu í yfirgnæfandi meirihluta mála. Michael Moran, yfirmaður hjá Interpol, var nýlega staddur hér á landi á vegum Félags íslenskra rannsóknarlögreglumanna. Hann sagði þá í viðtölum við fjölmiðla að á tímum internetsins væru engin landamæri. Barnaníðingar sem notuðu internetið til að dreifa kynferðislegum ofbeldismyndum gætu verið hvar sem er í veröldinni og trúlega einnig hér á landi. jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu (LRH) hafði nýlega hendur í hári tveggja karlmanna sem höfðu í fórum sínum myndefni sem sýnir börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt, eftir að ábendingar höfðu borist hingað frá Interpol annars vegar og hins vegar frá Europol. Þetta staðfestir Björgvin Björgvinsson, yfirmaður ofbeldisbrotadeildar LRH. Ríkissaksóknari hefur þegar ákært annan manninn, en hinn bíður ákæru. Í rannsókn sem Interpol og Europol voru með og náði víða um Evrópu komu fram tvær íslenskar IP-tölur, sem leiddu til þess að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á tölvur og tölvugögn í báðum málunum. Í báðum tilvikum reyndist vera nokkurt magn af kynferðislegu ofbeldismyndefni með börnum, mun meira hjá þeim sem ákæra hefur enn ekki verið birt. Bæði er um ljósmyndir og hreyfimyndir að ræða. Báðir mennirnir eru af höfuðborgarsvæðinu og báðir voru þeir með ofbeldismyndirnar heima hjá sér. Báðir eru þeir um þrítugt. Málið á hendur þeim sem þegar hefur verið ákærður var þingfest fyrr í þessum mánuði. Sama dag voru þingfestar ákærur yfir tveimur öðrum níðingum sem voru með ofbeldismyndir af börnum í tölvubúnaði á heimili sínu. Hjá öðrum þeirra fundu tæknimenn þjónustufyrirtækis myndefnið eftir að maðurinn hafði farið með tölvu sína í viðgerð. Annar níðinganna tveggja hefur verið dæmdur í 200 þúsunda króna sekt. Dröfn Kærnested, aðstoðarsaksóknari hjá ríkissaksóknara, segir embættið lengi hafa talað fyrir þyngri refsingu á hendur fólki sem sé með kynferðisofbeldismyndir af börnum í fórum sínum. Reynslan hafi sýnt að dómarar líti fremur til magns en grófleika í málum af því tagi. Hinir seku séu dæmdir til sektargreiðslu í yfirgnæfandi meirihluta mála. Michael Moran, yfirmaður hjá Interpol, var nýlega staddur hér á landi á vegum Félags íslenskra rannsóknarlögreglumanna. Hann sagði þá í viðtölum við fjölmiðla að á tímum internetsins væru engin landamæri. Barnaníðingar sem notuðu internetið til að dreifa kynferðislegum ofbeldismyndum gætu verið hvar sem er í veröldinni og trúlega einnig hér á landi. jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira