Innlent

Einn níumenninganna ákærður fyrir að hrækja á lögregluþjón

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglumenn gæta þinghússins.
Lögreglumenn gæta þinghússins.
Sunneva Ása Weisshappel hefur verið ákærð fyrir að hafa óhlýðnast fyrirmælum lögreglumanna og hindra þá í að sinna skyldustörfum sínum þegar þeir hugðust ræða við vin hennar, Snorra Pál Jónsson, á Laugavegi í maí 2009.

Samkvæmt ákæru hugðust lögreglumenn ræða við Snorra Pál en Sunneva reyndi þá ítrekað að draga ákærða hann frá lögreglumönnunum. Þá er Snorri Páll ákærður fyrir að hafa í framhaldi af því hrækt á kjálka annars lögreglumannsins í lögreglubifreið á leið á lögreglustöðina við Hverfisgötu.

Snorri Páll Jónsson er einn níumenninganna sem ákærðir hafa verið fyrir árás á Alþingi. Á vefnum rvk9 er haft eftir Katrínu Oddsdóttur, lögmanni hans, að hún telji að hin nýja ákæra brjóti í bága við lög um meðferð sakamála. Ákæran hafi verið gefin út ári eftir að atburðurinn átti sér stað. Hraða hefði átt meðferð málsins eins og kostur væri í samræmi við lög um meðferð sakamála. Þá hefði átt að reka þetta mál samhliða ákærunni gegn níumenningunum.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×