Skammdegið reynist köttunum erfitt 30. nóvember 2011 13:00 Húskötturinn í Kattholti er alltaf með endurskinsmerki. Fréttablaðið/Vilhelm Það sem af er nóvembermánuði hefur Kattholt fengið óvenjumarga ketti til sín sem fundist hafa dauðir og keyrt hefur verið á. Nú hafa tólf kettir, sem ekki hefur verið hægt að rekja til eigenda sinna, fundist dauðir, en á vef Kattholts er greint frá slíkum atvikum. Til samanburðar má nefna að í október voru slík tilvik aðeins fjögur talsins. „Þetta eru þau tilvik þar sem við finnum ekki eigendur þannig að talan er í raun hærri, þetta er bara brot af þeim,“ segir Elín G. Folha, starfskona Kattholts. „Þetta er svartasta skammdegið og fólk þarf að setja endurskin á kisurnar sínar. Við erum með húskött hér, hann Bjart, og hann fer aldrei út eftir að það fer að dimma nema með endurskinsól sem er sett undir hálsinn og svo undir magann.“ „Þetta er allt of mikið og slysin verða mikið í minni hverfum þar sem hámarkshraði er þrjátíu. Skyggni hefur verið slæmt síðustu vikur og kettir eru snöggir að skjótast fyrir bíla þannig að þetta er ekki bara bílstjórunum að kenna en ég grátbið fólk að virða hámarkshraða í þessum hverfum, kettirnir eru ekkert að þvælast hjá hraðbrautunum, þeir hafa vit á því. En svo er bara að leyfa köttunum helst ekkert að fara út eftir að tekur að skyggja. Ég leyfi mínum ketti ekki að fara út eftir myrkur,“ segir Anna Kristine Magnúsdóttir, formaður Kattavinafélags Íslands. Anna Kristine segir mikilvægt að bílstjórar sem lendi í því að keyra á ketti hringi á lögregluna til að láta vita. Kannski sé kötturinn jafnvel ekki dáinn og þar geti hver mínúta skipt máli. Ómar F. Dabney, rekstrarfulltrúi hjá meindýravörnum Reykjavíkurborgar, telur að árlega drepist á bilinu 70-100 kettir í umferðinni. juliam@frettabladid.is Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Það sem af er nóvembermánuði hefur Kattholt fengið óvenjumarga ketti til sín sem fundist hafa dauðir og keyrt hefur verið á. Nú hafa tólf kettir, sem ekki hefur verið hægt að rekja til eigenda sinna, fundist dauðir, en á vef Kattholts er greint frá slíkum atvikum. Til samanburðar má nefna að í október voru slík tilvik aðeins fjögur talsins. „Þetta eru þau tilvik þar sem við finnum ekki eigendur þannig að talan er í raun hærri, þetta er bara brot af þeim,“ segir Elín G. Folha, starfskona Kattholts. „Þetta er svartasta skammdegið og fólk þarf að setja endurskin á kisurnar sínar. Við erum með húskött hér, hann Bjart, og hann fer aldrei út eftir að það fer að dimma nema með endurskinsól sem er sett undir hálsinn og svo undir magann.“ „Þetta er allt of mikið og slysin verða mikið í minni hverfum þar sem hámarkshraði er þrjátíu. Skyggni hefur verið slæmt síðustu vikur og kettir eru snöggir að skjótast fyrir bíla þannig að þetta er ekki bara bílstjórunum að kenna en ég grátbið fólk að virða hámarkshraða í þessum hverfum, kettirnir eru ekkert að þvælast hjá hraðbrautunum, þeir hafa vit á því. En svo er bara að leyfa köttunum helst ekkert að fara út eftir að tekur að skyggja. Ég leyfi mínum ketti ekki að fara út eftir myrkur,“ segir Anna Kristine Magnúsdóttir, formaður Kattavinafélags Íslands. Anna Kristine segir mikilvægt að bílstjórar sem lendi í því að keyra á ketti hringi á lögregluna til að láta vita. Kannski sé kötturinn jafnvel ekki dáinn og þar geti hver mínúta skipt máli. Ómar F. Dabney, rekstrarfulltrúi hjá meindýravörnum Reykjavíkurborgar, telur að árlega drepist á bilinu 70-100 kettir í umferðinni. juliam@frettabladid.is
Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira