Innlent

Hærri gjöld lögð á herðar Kópavogsbúa

Gert er ráð fyrir að ýmis gjöld muni hækka í Kópavogi á næsta ári til að standa undir auknum rekstrarkostnaði, að því er fram kemur í fjárhagsáætlun bæjarins fyrir næsta ár, sem lögð var fram til umræðu síðdegis í gær.

Jafnframt er gert ráð fyrir ströngu aðhaldi í rekstri en að ekki verði mikill niðurskurður á árinu, segir í tilkynningu.

Áfram er  stefnt að því að lækka skuldir bæjarins og að öllu saman töldu er gert ráð fyrir rekstrarafgangi upp á liðlega hundrað milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×